Fundur nr. 158 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 158

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2017, fimmtudaginn 7. september, var haldinn 158. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í á Laugavegi 77 og hófst kl. 11.15 Viðstödd voru: Sverrir Bollason (S), Örn Þórðarson (D), Eldar Ástþórsson (BF), Teitur Atlason (S) og Rakel Dögg Óskarsdóttir (Framsókn og flugvallarvinir) áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn Guðmundur Harðarson fulltrúi Íbúasamtaka Vesturbæjar, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist

1. Fram fer kynning frá ASK arkitektum um uppbyggingu á KR vellinum.

Lögð fram svohljóðandi bókun hverfisráðs Vesturbæjar

Hverfisráð þakkar fulltrúum KR fyrir góða kynningu á hugmyndum um framtíðarskipulag svæðisins.

Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

Fulltrúar samfylkingarinnar lýsa ánægju yfir hugmyndum fulltrúa KR á framtíðarskipulagi KR-svæðisins, í því ljósi er gott að vita að KR hefur ekki síðan árið 2013 sóst eftir Grýtu reitnum til uppbyggingarstarfs.

Jónas Kristinsson og Gylfi Dalmann frá KR,  Páll Gunnlaugsson frá ASK verktökum og Bjarni Snæbjörnsson frá BJ. snæ arkitektum taka sæti undir þessum lið.

2. Fram fara umræður um gististaði í Vesturbænum.

3. Fram fara umræður um fundartíma, staðsetningu og fundarefni á fundum hverfisráðs fyrir veturinn 2017-2018. Verkefnisstjóra Þjónustumiðstöðvar- VMH falið að skoða hvaða möguleikar koma til greina.

Lögð fram svohljóðandi bókun hverfisráðs Vesturbæjar:

Hverfisráð Vesturbæjar hefur á undanförnum árum tekið ákveðin málefni í
hverfinu fyrir með skipulegum hætti svo sem umferð Strætó veturinn 2015-2016 og skólamálin veturinn 2016-2017. Á komandi vetri er lagt til að áherslan verði lögð á íþrótta- og tómstundamál í hverfinu. Áherslan feli í sér reglulegar heimsóknir til þeirra stofnana borgarinnar, félagasamtaka og fyrirtækja sem veita börnum og ungmenum þjónustu. Starfsfólki Þjónustumiðstöðvar verði falið að útbúa drög að dagskrá vetrarins í samræmi við þessar áherslur.

- Kl. 11.48 víkur Sverrir Bollason af fundinum.

4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2017, vegna Nýlendugötu 34.

Lögð fram svohljóðandi bókun hverfisráðs Vesturbæjar og fulltrúa Íbúasamtaka Vesturbæjar.

Hverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum um bílastæðamál á Nýlendugötu 34 og hæð nýbygginga á svæðinu.

Fundi slitið kl. 12.29

Teitur Atlason

Eldar Ástþórsson Örn Þórðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

18 + 0 =