Fundur nr. 158 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 158

HVERFISRÁÐ HÁALEITIS OG BÚSTAÐA

Ár 2017, mánudaginn 21. ágúst, kl. 16.00 var haldinn 158. fundur hverfisráðs Háaleitis og Bústaða. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis að Efstaleiti 1. Viðstödd voru: Dóra Magnúsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir, Sigurður Eggertsson og Snorri Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi. Frá Íbúasamtökum Háaleitis: Valgerður Solveig Pálsdóttir. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar og Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf, dagsett 18. júlí 2017, frá umhverfis- og skipulagssviði með útskrift úr gerðabók ráðsins frá 28. júní 2017. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59 Sprengisandur. Í tillögunni felst uppbygging atvinnuhúsnæðis á þremur lóðum þar sem nú er Bústaðavegur 151.

2. Fram fer umræða um samskipti íbúa hverfisins við hverfisráð, þjónustumiðstöðina og hverfamiðstöð.

3. Lagt fram svar, umhverfis og skipulagssviðs, dags. 12. júlí 2017, við fyrirspurn hverfisráðins frá  20. júní 2017 vegna hraðaaksturs um Hæðargarð.

4. Fram fer umræða um opna fundi hverfisráðs 16. október og 20. nóvember nk.

- Kl. 17.20 víkur Kristín Erna Arnardóttir af fundinum.

5. Fram fer umræða um fund Íbúasamtaka Háaleitis sem haldinn verður 30. ágúst nk. varðandi íþróttastarfsemi fyrir börn og ungmenni í hverfinu.

6. Fram fer umræða umframkvæmdir á Grensásvegi við Miklubraut.

Fundi slitið kl. 17.45

Dóra Magnúsdóttir

Kristín Erna Arnardóttir Elínóra Inga Sigurðardóttir
Sigurður Eggertsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =