Fundur nr. 157 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 157

Hverfisráð Laugardals

Ár 2017, mánudaginn 30. október, kl. 16.00 var haldinn 157. fundur hverfisráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis að Efstaleiti 1. Viðstödd voru: Heiðar Ingi Svansson formaður, Sandra Berg Cepero, Bjarni Jónsson, Kristín Elfa Guðnadóttir, Elín Engilbertsdóttir og Sigurður Þórðarson áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Lilja Sigrún Jónsdóttir formaður Íbúasamtaka Laugardals, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar og Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.
 
Þetta gerðist:

1.    Lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals um tónlistarhátíðina Secret Solstice 2017.
Samþykkt.

2.    Fram fer umræða um íþróttaaðstöðu í Laugardal og um viðræður ríkis, KSÍ og Reykjavíkurborgar um framtíð Laugardalsvallar. 
Samþykkt að halda fund með aðilum sem tengjast uppbyggingu Laugardals.

3.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. október 2017 með útskrift úr gerðabók sviðsins frá 11. október varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsbraut. 

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð leggst gegn því að framlögð breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 gildi fyrir svæði M2g. Byggingar á þessu svæði eru umdeildar og  ráðið telur því ekki ráðlegt að útvíkka skipulagsheimildir umfram það sem nú er.

4.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. október 2017, með útskrift úr gerðabók sviðsins frá 27. september 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Suðurlandsbraut. 

5.    Fram fer umræða um aukin innbrot og þjófnaði í Laugardal undanfarna mánuði. 

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun::

Hverfisráð lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu löggæslumála í hverfinu sem hefur þróast hratt á verri veg eftir að hverfislögreglustöðinni við Grensásveg var lokað. 

6.    Fram fer umræða um verkefnið Hverfið mitt.

Fundi slitið kl. 17.55

Heiðar Ingi Svansson

Sandra Berg Cepero    Bjarni Jónsson 
Kristín Elfa Guðnadóttir    Elín Engilbertsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 0 =