Fundur nr. 156

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2017, fimmtudaginn 11. maí, var haldinn 156. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í á Laugavegi 77 og hófst kl. 11.35 Viðstödd voru: Sverrir Bollason (S), Teitur Atlason (S), Eldar Ástþórsson (BF) og Rakel Dögg Óskarsdóttir (Framsókn og flugvallarvinir) áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist

1. Fram fer kynning á verkefninu Hverfið mitt.

Stefán Agnar Finnsson, Róbert Eyjólfsson, Auður Ólafsdóttir, Þórólfur Jónsson og Jökull Pálmar Jónsson frá Umhverfis- og skipulagssviði og Unnur Margrét Arnardóttir frá skrifstofu borgarstjóra  taka sæti á fundi undir þessum lið.

- Kl. 11.42 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundi.

- Kl. 12.15 víkur Teitur Atlason af fundi.

2. Lagt fram bréf vegna aðalskipulags Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 27. apríl 2017

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun.

Hverfisráð er fylgjandi þeirri megintillögu sem lögð er fram um aðalgötur og skilyrði um rekstur. Ráðið leggur jafnframt til að Ægissíða 121-123 verði gert að nærþjónustukjarna og jafnframt að deiliskipulag takmarki opnunartíma vínveitingarstaðar við kl. 22.00

3. Lagðar fram umsóknir vegna fjárstyrkja Hverfisráðs Vesturbæjar.
Samþykkt að veita Frístundamiðstöðin Tjörnin styrk að upphæð
120.000 kr, Fróðum foreldrum styrk að upphæð 150.000 kr. og Prýðifélagið Skjöldur styrk að upphæð 30.000 kr.

4. Lagðar fram umsóknir vegna Forvarnarsjóðs Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að veita verkefninu „Ekki meir“ styrk að upphæð 300.000 kr.

Fundi slitið kl. 13.15

Sverrir Bollason

Eldar Ástþórsson Börkur Gunnarsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 2 =