Fundur nr. 156

HVERFISRÁÐ LAUGARDALS

Ár 2017, mánudaginn 25. september, kl.16.00 var haldinn 156. fundur hverfisráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis að Efstaleiti 1. Viðstödd voru: Heiðar Ingi Svansson formaður, Sandra Berg Cepero, Leifur Björnsson (fyrir Bjarna Jónsson), Kristín Elfa Guðnadóttir Elín Engilbertsdóttir og Sigurður Þórðarson áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Lilja Sigrún Jónsdóttir formaður Íbúasamtaka Laugardals, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, og Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um tónlistarhátíðina Secret Solstice 2017.

- kl. 16.10 Sandra Berg Cepero tekur sæti á fundinum.
- kl. 16.34 Lilja Sigrún Jónsdóttir tekur sæti á fundinum.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram bréf, dags 4. sept. 2017, frá umhverfis- og skipulagssviði með útskrift úr gerðabók frá 16. ágúst 2017 varðandi Holtaveg 23, Langholtsskóla.

- kl.17.00 Elín Engilbergsdóttir víkur af fundi

3. Fram fer umræða um verkefnið Hverfið mitt og þau verkefni sem munu fara í kosningu.

4. Fram fer umræða um Heilsueflandi Laugardal – Háaleiti og Bústaði og undirritun samstarfsyfirlýsingar  sem fram fór í þjónustumiðstöðinni 30. ágúst sl.

5. Fram fer umræað um Sunnutorg, Langholtsvegi 70. Borgin óskar eftir hugmyndum um starfsemi þar.
 
Fundi slitið kl. 17.35

Heiðar Ingi Svansson

Sandra Berg Cepero Leifur Björnsson
Kristín Elfa Guðnadóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 0 =