Fundur nr. 154

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2017, fimmtudaginn 9. mars, var haldinn 154. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Vesturbæjarskóla og hófst kl. 11.35. Viðstödd voru: Sverrir Bollason (S) sem stýrði fundi, Teitur Atlason, (S) Marta Guðjónsdóttir (D) og Rakel Dögg Óskarsdóttir (Framsókn og flugvallarvinir) áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn Birgir Þröstur Jóhannsson og Guðumundur Harðarson frá Íbúasamtökum Vesturbæjar og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist

1. Fram fer umræða um skólamál í Vesturbæjarskóla.

Margrét Einarsdóttir skólastjóri og Þóra Björk Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri taka sæti undir þessum lið.

2. Lagt fram bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dagsett 27. febrúar 2017,  um samráð og samstarf öldungaráðs Reykjavíkurborgar við hverfaráð.

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun.

Hverfisráð fagnar áhuga öldungaráðs Reykjavíkur um að vilja koma og sitja fundi ráðsins og býður þeim að hafa áheyrnarfulltrúa.


3. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði, dagsett 03. mars 2017.um fegrunarviðurkenningar 2017.


4. Fram fer umræða um fjárstyrki á vegum Hverfisráðs Vesturbæjar.

Fundi slitið kl. 12.45

Sverrir Bollason

Teitur Atlason Marta Guðjónsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 2 =