Fundur nr. 153

Hverfisráð Kjalarness

Ár 2017, fimmtudaginn 11. maí var haldinn 153. fundur hverfisráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Fólkvangi og hófst kl. 17.00. Viðstödd voru Sigríður Pétursdóttir, formaður, Eldey Huld Jónsdóttir, Ólafur Þór Zoéga, Baldvin Þór Grétarsson og Auróra Guðrún Friðriksdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Jóna Björg Sætran, áheyrnarfulltrúi framsóknar og flugvallarvina, ásamt Ingibjörgu Sigurþórsdóttur, framkvæmdarstjóra Miðgarðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á þeim tillögum sem settar voru fram fyrir Kjalarnes í verkefninu Hverfið mitt ásamt flokkun fagteymis.

Unnur Margrét Arnardóttir, Jökull Pálmar Jónsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem borist hafa.
Samþykkt að veita Hrefnu Sigríður Bjartmarsdóttir styrk að upphæð 50.000 kr. vegna verkefnisins Örnefni í landi Saurbæjar á Kjalarnesi, Íbúasamtökum Kjalarness styrk að upphæð 50.000 og ungmennafélagi Kjalnesinga styrk að upphæð 250.000 kr. vegna Kjalarnesdaga.

3. Lagt fram erindi frá rekstrarfélagi Fólkvangs dags. 22. febrúar 2017. vegna Fólkvangs.
Frestað.

- Kl. 18.23 víkur Auróra af fundinum.

4. Gróðursetning í Barnalund.
Samþykkt að gróðursetning með leik- og grunnskólabörnum fari fram 23. maí nk.

5. Fram fer umræða um áheyrnarfulltrúa í hverfisráði Kjalarness.
Samþykkt að íbúasamtökum Kjalarness verði boðið að fulltrúi þeirra sitji fundi hverfisráðs Kjalarness sem áheyrnarfulltrúi.

6. Lögð fram samantekt af opnum fundi í Fólkvangi
.
7. Lögð fram til kynningar útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl sl. varðandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar – veitinga- og gististaði.

8. Samþykkt að næsti fundur hverfisráðs Kjalarness verður 15. júní nk.

Fundi slitið kl. 19.00

Sigríður Pétursdóttir

Eldey Huld Jónsdóttir Ólafur Þór Zoéga
Baldvin Þór Grétarsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 3 =