HVERFISRÁÐ HÁALEITIS- OG BÚSTAÐA
Ár 2016, mánudaginn 19. desember kl.16.00, var haldinn 150. fundur hverfisráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Betri stofunni í húsakynnum Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis að Efstaleiti 1 á 2. hæð. Viðstödd voru: Dóra Magnúsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Eyrún Eyþórsdóttir, Sigurður Eggertsson, Elínóra Inga Sigurðardóttir og Snorri Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Rafn Sigurgeir Sigurðsson (varamaður Valgerðar Solveigar Pálsd.) frá Íbúasamtökum Háaleitishverfis, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvarinnar og Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri þekkingarstöðvar í ÞLH sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram umsögn hverfisráðs háaleitis- og bústaða á úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stöðu hverfisráða og þjónustumiðstöðva.
Samþykkt.
2. Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2016, um breytingar á aðalskipulagi.
- kl. 16.15 Elínóra Inga Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum.
3. Fram fer umræða um skólalóðir Háaleitisskóla. Lagt fram afrit af tölvupósti frá verkefnastjóra fasteigna- og búnaðarmála á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, dags. 10.desember 2016, um endurnýjun á fimm skólalóðum á árinu 2017, þar á meðal báðar skólalóðir Háaleitisskóla við Hvassaleiti og Álftamýri og seinni áfangi endurnýjunar á skólalóð Fossvogsskóla.
4. Lögð fram styrkumsókn frá Foreldrafélagi Háaleitisskóla dags. 15. 11. 2016.
Samþykkt að veita félaginu kr. 80.000 styrk.
Hverfisráð Háaleitis- og bústaða leggur fram svohljóðandi bókun:
Hverfisráðið hvetur til þess að önnur foreldrafélög í hverfinu njóti góðs af almennum kynningarfundum sem kunna að vera haldnir vegna þessa verkefnis.
5. Fram fer umræða um næstu fundi ráðsins.
Samþykkt að næstu fundir ráðsins verði 16. janúar, 20. febrúar, 20. mars, 10. april, 22. maí, 19.júní.
Fundi slitið kl. 16.30
Dóra Magnúsdóttir
Kristín Erna Arnardóttir Eyrún Eyþórsdóttir
Sigurður Eggertsson Elinóra Sigurðardóttir