Fundur nr. 15 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 15

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 31. október, kl. 9:07, var haldinn 15. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Marta Grettisdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-6. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 7-12. Starfsfólk skrifstofu umhverfisgæða hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn, eftir atvikum undir lið 13. 
Fundarritari er Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. október 2018.

2.    Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170467

Lögð fram til kynningar drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Skipulagssvæðið er um 59 ha að stærð og liggur að jaðri vatnsverndarsvæðis Höfuðborgarsvæðisins og er í jaðri græna trefilsins. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipuleggja athafnasvæði, með fjölbreyttum atvinnulóðum innan svæðis, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, þ.á.m. lóðum fyrir gagnaver, skv. uppdr. Arkís arkitekta dags. 18. október 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla Arkís arkitekta ehf. dags. 18. október 2018. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018.
Kynnt. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að borgin nái betra jafnvægi í skipulagsmálum. Fjölgun atvinnulóða í austurhluta borgarinnar svo sem á Hólmsheiði er mikilvægur þáttur í að bæta þann skipulagshalla sem er í borginni. Ánægjulegt er að í tillögunni sé haldið í trjágróður að mestu.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri og fulltrúar Arkís Edda Kristín Einarsdóttir og Egill Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927
640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018 og afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

4.    Hverfisskipulag - leiðbeiningar, kynning         Mál nr. SN180716

Lagðar fram leiðbeiningar um 1. sérbýlishús, 2. fjölbýlishús án lyftu, 3. frágang lóða, 4. par og raðhús, 5. starfsemi í íbúðabyggð, 6. ljósvist og 7. höfundarrétt á byggingum, 8. Hverfiskjarnar.
Kynnt. 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

5.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 994 frá 23. október 2018.

6.    Kistuhylur 4 (Árbæjarsafn), Sýningarskáli/járnbr.stöð     (04.26-.-99)    Mál nr. BN055178
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sýningarskála, stálgrindarhús á steyptum sökklum til að hýsa eimreiðar sem sýna á í Árbæjarsafni á lóð nr. 4 við Kistuhyl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2018. 
Stærð: 133,2 ferm., 610 rúmm. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2018 samþykkt. 
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

7.    Samgönguáætlun 2019-2033 og 2019-2023,          Mál nr. US180319

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar Reykjavíkurborgar varðandi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 og 2019-2023. Einnig eru lögð fram drög að umsögnum Reykjavikurborgar dags. 29.október 2018. 
Umsögn mál 172.
Umsögn mál 173.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá og bóka: Framlag til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu eru hlutfallslega lítil miðað við heildarframlög á landinu öllu. Mikilvægt er að unnið sé í að bæta hlut borgarinnar í samgönguáætlun. Það vekur undrun mikið misræmi í umsögn samgönguáætlun annars vegar og yfirlýsingar æðsta embættismanns borgarinnar. Fullyrt var þann 21. September að komin sé “fullfjármögnuð áætlun um 80 milljarða” og “óvissu sé eytt” í samgöngumálum borgarinnar. Annað er að sjá í umsögn samgöngustjóra. Þetta ósamræmi kallar á skýringar.

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags og samgönguráði taka undir umsögn samgöngustjóra um Samgönguáætlun 2019-2033. Sama dag og samgönguáætlun 2019-2033 var lögð fram í drögum skrifuðu ríki og sveitarfélög á Höfuðborgarsvæðinu undir sameiginlega viljayfirlýsingu þess efnis að tryggja fjármögnun Borgarlínu. Við leggjum mikla áherslu á að yfirlýstur vilji ríkisins skili sér inn í samgönguáætlun á seinni stigum.

Vísað til borgarráðs.

8.    Nagladekk í Reykjavík, kynning         Mál nr. US180318

Kynning á hvatningu Reykjavíkurborgar til bílstjóra til að nota ekki nagladekk í Reykjavík. 
Kynnt. 

9.    Steinbryggja, forhönnun         Mál nr. US180320

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. október 2018 varðandi heimild til að breyta deiliskipulagi og hefja verkhönnun. Einnig er kynnt er forhönnun dags. október 2018 á Steinbryggju.
Samþykkt. 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri teku sæti á fundinum undir þessum lið. 

10.    Norðurstígur, forhönnun         Mál nr. US180321

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. október 2018 varðandi heimild til að breyta deiliskipulagi og hefja verkhönnun. Einnig er kynnt er forhönnun dags. október 2018 á Norðurstígs. 
Samþykkt. 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri teku sæti á fundinum undir þessum lið. 
11.    Göngugötur Laugavegur, Airwaves 2018         Mál nr. US180323

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. október 2018 varðandi tillögu að göngugötum yfir Airwaves 7-10 nóvember 2018. 
Samþykkt. 
Vísað til borgarráðs 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri teku sæti á fundinum undir þessum lið. 

12.    Biðskýli við safnstæði,          Mál nr. US180322

Kynntar eru tillögur Batterís arkitekta dags 11.október 2018 að biðskýlum við safnstæði.
Kynnt. 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri teku sæti á fundinum undir þessum lið. 

13.    Akurey, Tilkynning um áform um friðlýsingu.         Mál nr. US180317

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar til Reykjavíkurborgar dagsett 25. október 2018 um "Áform um friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði". 
Kynnt. 

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri teku sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

14.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna framkvæmda á Landsspítalareit         Mál nr. US180272

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna framkvæmda á Landsspítalareit. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda dags. 22. október 2018. 

15.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna framkvæmda á Hlíðarfótsreit-Valsmannareit         Mál nr. US180271

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna framkvæmda á Hlíðarfótsreit-Valsmannareit. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagsviðs dags. 23. október 2018. 

16.    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks., kaup á gróðri         Mál nr. US180297

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er upplýsinga um öll kaup borgarinnar á erlendum gróðri frá árinu 2014 til þess dags sem fyrirspurn er svarað. Kallað er eftir yfirliti með sundurliðun kostnaðar yfir téð tímabil, ásamt upplýsingum um ástæður kaupanna. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 24. október 2018. 

17.    Langholtsvegur 138, kæra 120/2017, umsögn, úrskurður     (01.441)    Mál nr. SN170778
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er synjun um leyfi til að byggja sólskála og endurbyggja anddyri við Langholtsveg 138. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. apríl 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. október 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. september 2017 um að synja umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar anddyris og byggingar sólskála við hús nr. 138 við Langholtsveg í Reykjavík.

18.    Úlfarsfell, nýtt deiliskipulag     (02.6)    Mál nr. SN170752
470905-1740 Sýn hf., Pósthólf 166, 232 Keflavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar frá fundi borgarstjórnar frá 16. október 2018 á auglýsingu vegna breytingu á deiliskipulagi Úlfarsfells með tólf atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tíu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

19.    Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði, Teinagrindverk.         Mál nr. US180328

Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að teinagrindverk sem notuð eru til þess að skilja á milli veghelminga verði fjarlægð á þeim vegum sem Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Slíkar girðingar eru t.d. á Grensásvegi norður, Suðurlandsbraut, Réttarhotsvegi og fleiri stöðum. Nú þegar hefur Vegagerðin tekið niður stóran hluta af teinagirðingum á sínum vegum innan borgarmarkanna, enda hafa orðið alvarleg slys vegna þessa teinagirðinga. Teinagirðingarnar eru ekki viðurkennd og árekstraprófuð aðferð við umferðargötur. Ný og viðurkennd útfærsla hefur verið sett í staðin, eins og á Miklubraut.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

20.    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði, Miklabraut, veggur         Mál nr. US180329

Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir kynningu á vegg sem núna er verið að byggja við Miklubraut við Rauðagerði. Er það Reykjavíkurborg sem sér um byggingu þessa grjótveggs? Hver er kostnaður Reykjavíkurborgar? Hvers vegna var farið í byggingu þessa mannvirkis og hvar var það ákveðið að hann myndi verða jafn hár og hann er orðin núna.
Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:45

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 

Gunnlaugur Bragi Björnsson    Kristín Soffía Jónsdóttir 
Hjálmar Sveinsson    Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir    Valgerður Sigurðardóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 30. október kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 995. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Nikulás Úlfar Másson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack Jón Hafberg Björnsson og Guðrún Ósk Hrólfsdóttir.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Almannadalur 1-7     (05.865.701) 209396    Mál nr. BN055154
300182-4969 Þórunn Helga Sigurðardóttir, Friggjarbrunnur 25, 113 Reykjavík
110275-2939 Axel Kjartan Baldursson, Friggjarbrunnur 25, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli eignarhluta 0104 og 0105 á efri hæð og byggja steyptan stiga úr rými 0101 upp á efri hæð, svalir á norðurhlið ásamt því að breyta innra skipulagi í rými 0101 og 0104 í hesthúsi nr. 5 á lóð nr. 1-7 í Almannadal.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

2.    Bergstaðastræti 14     (01.180.212) 101700    Mál nr. BN055332
640216-0930 Grettisberg ehf., Bergstaðastræti 10a, 101 Reykjavík
581298-3669 Fíkjur ehf., Bergstaðastræti 10a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II, tegund a, í kjallara húss nr. 14 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

3.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055017
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. a á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhúss Katrínartúns 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu, uppfærð 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055258
681205-3220 HTO ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindum BN029205, BN035128, BN037406 og BN045135 þannig að staðsetningu bílastæða fyrir hreyfihamlaða er breytt, merkingar á lyftum eru fjarlægðar og umferðarleiðir merktar v/lokaúttektar á bílakjallara BK2, á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5.    Bólstaðarhlíð 20     (01.274.001) 103628    Mál nr. BN055309
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja timburbyggingu sem nota á sem kennslustofu og tengigang sem tengist við færanlega kennslustofu á lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð.
Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Brautarholt 4-4A     (01.241.203) 103021    Mál nr. BN055115
220255-2479 Einar Guðlaugsson, Tunguvegur 23, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. september 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Stækkun:  46,2 ferm., 82,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindið er í skipulagsferli.

7.    Breiðagerði 20     (01.817.201) 108130    Mál nr. BN055279
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir léttum vegg til að skerma kennslustofu í kjallara austurálmu frá gangi og til að koma fyrir hljóðeinangrandi plötum í innglugga og rennihurðir sem skilja milli bókasafns og margmiðlunarstofu í Breiðagerðisskóla á lóð nr. 20 við Breiðagerði.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8.    Dalbraut 12     (01.344.501) 104042    Mál nr. BN055327
500300-2130 Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir 4. áfanga endurbóta, sjá erindi BN053166, til að breyta uppbyggingu þaks, klæða suðausturálmu að utan með flísum og skipta um glugga í barna- og unglingageðdeild á lóð nr. 12 við Dalbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

9.    Dunhagi 3     (01.552.401) 106511    Mál nr. BN055367
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi ásamt fyrirhuguðum breytingum á brunavörnum í húsi á lóð nr. 3 við Dunhaga.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

10.    Freyjugata 9     (01.184.209) 102031    Mál nr. BN055377
250171-3829 Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, Bragagata 34, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051401 sem felst í því að nota 8mm hert gler í stað 10mm öryggisglers í svalaskýli á efstu hæð í húsi á lóð nr. 9 við Freyjugötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.    Gerðarbrunnur 44     (05.054.701) 206060    Mál nr. BN055374
230853-3719 Gísli Gíslason, Gerðarbrunnur 44, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og útliti, fjarlægja stiga milli hæða og gera stiga utanhúss að inngangi á efrihæð í húsi á lóð nr. 44 við Gerðarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

12.    Gufunes Áburðarverksm     (02.220.001) 108955    Mál nr. BN055223
441116-2090 GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að sett verði upp förðunar- og kaffiaðstaða sem og framreiðslueldhús fyrir starfsfólk í 1. áfanga kvikmyndaversins við Áburðarverksmiðju Gufuness.
Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla frá Eflu, dags. 20.09.2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

13.    Haðaland 1-7     (01.864.001) 108809    Mál nr. BN055134
051057-7169 Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt einbýlishús og bílskúr í stað eldri húsa á lóð nr. 5 við Haðaland.
Stærð, nýbygging íbúðarhús A rými:  235,0 ferm., 1.017,3 rúmm.
Nýbygging B rými: 64,1 ferm.
Stærð, nýbygging bílskúr:  49,0 ferm., 199,8 rúmm.
Stærð, niðurrif íbúðarhús:  190,1 ferm.
Stærð, nýbygging bílskúr:  439,1 ferm.
Meðfylgjandi gögn eru minnisblað Verkís dags. 13.9.2018 ritað í nóvember 2017, Minnisblað Eflu dags. 30.11.2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2018. Erindinu fylgir einnig umsögn SRU dags. 29.10.2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

14.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN055293
450107-0420 Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö stigahús, þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum sem verður mhl. 03 á lóð nr. 1 við Haukahlíð.
Stærð, A-rými:  3.778,1 ferm., 13.436,2 rúmm.
B-rými:  198,1 ferm., 609,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Haukdælabraut 78-92     (05.114.303) 214815    Mál nr. BN055383
230174-5719 Gunnar Borgþór Sigurðarson, Kristnibraut 53, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. hæð í húsi nr. 78 á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Hofsvallagata 54     (01.526.101) 106073    Mál nr. BN055365
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í vesturhluta og koma þar fyrir nýjum búningsklefa í húsi Vesturbæjarlaugar á lóð nr. 54 við Hofsvallagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17.    Hofteigur 19     (01.362.207) 104597    Mál nr. BN055341
190791-2469 Tara Brynjarsdóttir, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
260891-2199 Egill Þormóðsson, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og burðarvirki í kjallaraíbúð  í húsi á lóð nr. 19 við Hofteig.
Meðfylgjandi er greinagerð hönnuðar ásamt samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18.    Hringbraut 121     (01.520.202) 105922    Mál nr. BN055361
520614-0600 JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta rými 0102 í tvö sjálfstæð rými sem verða 0102 veitingarstaður í fl ? tegund ? og 0113 móttaka/morgunverður í húsi á lóð nr. 121 við Hringbraut. 
Bréf frá hönnuði dags. 16. okt. 2018  fylgir. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

19.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN055354
500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049124 sem felst í breytingum á þegar byggðum tæknigöngum milli Sjúkrahótels og K-byggingar, mhl. 43,  ásamt því að stækka tengigang til suðurs, mhl. 44, við Landspítalann við Hringbraut á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Stækkun mhl. 43:  x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

20.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN055353
500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp sjö upplýsingaskilti varðandi framkvæmdir á lóð Landspítalans við Hringbraut sbr. BN054691.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

21.    Í Úlfarsfellslandi     (97.001.180) 125493    Mál nr. BN055142
190374-5999 Guðmundur Örn Antonsson, Víðigrund 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús á lóð með landnúmer 125493, í Úlfarsfellslandi.
Stærð: 75,7 ferm., og 246,6 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.
Gjald 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.

22.    Kambsvegur 24     (01.354.107) 104275    Mál nr. BN055119
060961-4099 Viggó Þór Marteinsson, Kambsvegur 24, 104 Reykjavík
291264-5309 Þórhildur Þórisdóttir, Kambsvegur 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr og innrétta gróðurskála og vinnuherbergi í stækkuðum bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 24 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2018.
Stækkun:  40 ferm., 110,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23.    Kirkjustétt 2-6     (04.132.201) 188525    Mál nr. BN055202
530516-0670 M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og notkun rýma í matshluta 02, einnig er sótt um leyfi til að byggja 3. hæð ofan á núverandi hús sem og viðbyggingu við vesturhlið húss á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

24.    Langagerði 48     (01.832.105) 108551    Mál nr. BN055284
170657-2179 Auðunn Jóhann Guðmundsson, Langagerði 48, 108 Reykjavík
200975-2199 Magdalena Elísabet Andrésdóttir, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN033298 þannig að núverandi svalir eru fjarlægðar og nýjar svalir byggðar á viðbyggingu og gluggum breytt á húsinu á lóð nr. 48 við Langagerði. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

25.    Langholtsvegur 149     (01.442.118) 105505    Mál nr. BN055331
290575-4439 Þórey Árnadóttir, Langholtsvegur 149, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignamörkum, gera stiga milli hæða og nýjan inngang, breyta rýmisnúmerum og stækka svalir í húsi nr. 149 við Langholtsveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

26.    Langholtsvegur 156     (01.441.302) 105456    Mál nr. BN054481
190851-3549 Marta Sigrún Sigurðardóttir, Sólheimar 23, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi á 1. hæð og fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 156 við Langholtsveg.
Erindi fylgir lögheimilisskráning frá 16. október 1952 frá Þjóðskrá og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 6. september 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

27.    Laugavegur 20B     (01.171.504) 101420    Mál nr. BN055276
470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051652 þannig að veitingastað verði breytt úr flokki lll í flokk ll - tegund f, krá, í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.
Erindi fylgir hljóðskýrsla dags. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

28.    Lindargata 58     (01.153.205) 101102    Mál nr. BN055333
160342-2939 Sigrún J Oddsdóttir, Kópavogsbraut 77, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu geymslu í vinnustofu ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í rými 0002 í húsi á lóð nr. 58 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

29.    Lyngháls 4     (04.326.402) 180304    Mál nr. BN055307
711296-4929 Grjótháls ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN053059 sem felst í breytingu á burðarvirki, gerð viðbyggingar og tengibyggingar og nýr inngangur með skyggni gerður á norðurhlið í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 2. okt. 2017 fylgir
Stækkun í ferm. og minnkun á rúmm. frá áður samþykktu erindi er: 32,1 ferm. og -344,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30.    Nesvík     (00.018.002) 125662    Mál nr. BN055291
561215-2000 Nesvík fasteignir ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á sumarhúsum á lóðinni Nesvík á Kjalarnesi.
Jafnframt er erindi BN052728 dregið til baka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31.    Nönnubrunnur 1     (05.053.701) 206097    Mál nr. BN054582
090651-7819 Ólafur Örn Ingólfsson, Nönnubrunnur 1, 113 Reykjavík
091251-2059 Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Nönnubrunnur 1, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til uppsetningar á opnanlegu garðskýli úr álrömmum á rennibrautum, glerjað með einföldu samlímdu öryggisgleri  á þaksvölum íbúðar 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3-5 við Friggjarbrunn.
Samþykki sumra fylgir dags. 10. janúar 2018. og 15. maí 2018 Bréf hönnuðar dags. 16. okt. 2018
Svalaskýli með B rými XX ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
32.    Rauðalækur 22     (01.344.002) 104020    Mál nr. BN055362
210637-4199 Rannveig Helga Karlsdóttir, Rauðalækur 22, 105 Reykjavík
260891-2199 Egill Þormóðsson, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignamörkum íbúðar í kjallara, loka milli íbúðar og sameignar, gera baðherbergi undir stiga, breyta eldhúsi og gera skábraut að inngangi í kjallara í húsi á lóð nr. 22 við Rauðalæk.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

33.    Ránargata 29     (01.135.206) 100455    Mál nr. BN055337
210265-5389 Hörður Magnússon, Ránargata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem fela í sér tilfærslu á eignamörkum og breytingu á innra fyrirkomulagi í kjallara í húsi á lóð nr. 29 við Ránargötu.
Breyting á skráningu: -2,0 ferm., -5,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

34.    Skólavörðustígur 42     (01.181.417) 210269    Mál nr. BN055093
550289-1219 R. Guðmundsson ehf, Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047136 v/lokaúttektar á húsi á lóð nr. 42.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

35.    Skriðustekkur 1-7     (04.616.301) 111839    Mál nr. BN055268
091272-5049 Valdimar Nielsen, Skriðustekkur 5, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu við hús nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Skriðustekk.
Bréf frá hönnuði dags. 25. sept. 2018 fylgir.
Stærð bílskúr er: 45,0 ferm. 162,6
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.

36.    Sléttuvegur 25-27     (01.793.101) 213549    Mál nr. BN055355
650213-0840 Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN054467 sem felst í breytingum á innra skipulagi, útlitum og salarhæðum í húsi á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.
Stærðarbreytingar: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
37.    Smiðshöfði 11     (04.061.203) 110606    Mál nr. BN055139
620107-2980 Atvinnuhúsnæði ehf., Rauðumýri 1, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN053448 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 11 við Smiðshöfða.
Yfirlýsing um verklok, dag. 30.08.2018 og minnisblað dags. 28.08.2018 frá Inspectionem ehf.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN053810
060448-2809 Jóhanna Harðardóttir, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um að leyfi til að aðskilja rými 0103 og 0203, hafa rými 0103 áfram sem verslun en breyta 0203 í íbúð og setja svalir á gluggahlið í húsi á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

39.    Sóltún 6     (01.233.501) 211565    Mál nr. BN055335
430694-2199 Waldorfleikskólinn Sólstafir, Grundarstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga grunnskólahluta Waldorf-skólans á lóð nr. 6 við Sóltún.
Stærðir:
Kjallari: 59,4 ferm, 137,7 rúmm
1. hæð: 369,3 ferm, 1.325 rúmm
2. hæð: 359,4 ferm, 1.497,3 rúmm
Samtals 788,1 ferm, 2.960 rúmm. án botnpl.
Erindinu fylgir minnisblað hönnuðar ódagsett (innkomið 23.10.2018), greinagerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 23.10.2018, varmatapsútreikningar ódags, afrit af tölvupósti frá byggingarfulltrúa til hönnuðar dags. 12. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

40.    Spítalastígur 10     (01.184.102) 102012    Mál nr. BN054884
291155-5889 Bjarni Már Bjarnason, Spítalastígur 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á, breyta rishæð og fjölga íbúðum um eina ásamt því að breyta útistiga í húsi á lóð nr. 10 við Spítalastíg.
Samþykki meðlóðarhafa í mhl. 02 áritað á teikningu fylgir erindi.
Einnig fylgja umsagnir Minjastofnunar dags. 30.10.2017, 13.06.2018 og 10.09.2018 og lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.03.2018 við fsp. SN180103.
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018.

41.    Spóahólar 12-20     (04.648.101) 111997    Mál nr. BN055080
490689-2229 Spóahólar 14,húsfélag, Spóahólum 14, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra og klæða með sléttri og valsaðri klæðningu á austurhlið og hækka svalahandrið á öllum svölum úr 900 mm í 1200 mm, á fjölbýlishúsi nr. 14 við Spóahóla.
Samþykki frá húsfélagsfundi dags. 15. apríl 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

42.    Stigahlíð 81     (01.732.203) 107375    Mál nr. BN055310
111057-1929 Dóra Hjálmarsdóttir, Stigahlíð 81, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053497 þannig að hætt er við að stækka bílageymslu við hús á lóð nr. 81 við Stigahlíð.
Minnkun:  6,3 ferm., 22,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

43.    Suðurhlíð 9     (01.780.401) 107506    Mál nr. BN053802
Sótt er um breytingar á erindi BN047128 vegna lokaúttektar sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi, útliti og brunahönnun í húsi á lóð nr. 9 við Suðurhlíð.
Skýrsla brunahönnunar uppfærð 12. október 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

44.    Suðurlandsbraut 24     (01.264.103) 103530    Mál nr. BN055260
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 3., 4. og 5. hæð, koma fyrir nýjum flóttastiga í kverk milli húsa vestanmegin, hækka þak á framhluta húss og koma þar fyrir loftræsiklefa í húsi á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Bréf frá hönnuði dags. 10. okt. 2018 fylgir.
Stækkun vegna hækkunar þaks:  11,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45.    Tangabryggja 13     (04.023.101) 179538    Mál nr. BN055376
611004-2570 Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051863 þannig að innra skipulagi er breytt á 6. og 7. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Tangabryggju.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

Ýmis mál

46.    Nýlendugata 29     (01.131.007) 100150    Mál nr. BN055396
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans  til að stækka lóðina Nýlendugata 29 og leggja niður lóðirnar Vesturgata 46 og leiksvæðislóð við Nýlendugötu samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 23.10.2018.
Lóðin Nýlendugata 29 (staðgr. 1.131.004, L100147) er talin 277 m².
Lóðin reynist 282 m².
Bætt 31 m² við lóðina frá Nýlendugötu leiksvæði (staðgr. 1.131.004, L100147).
Bætt 9 m² við lóðina frá Vesturgötu 46 (staðgr. 1.131.009, L100152).
Lóðin Nýlendugata 29 (staðgr. 1.131.004, L100147) verður 322 m².
Lóðin Vesturgata 46 (staðgr. 1.131.009, L100152) er talin 647 m².
Lóðin reynist 570 m².
Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við Nýlendugötu 29 (staðgr. 1.131.004, L100147).
Teknir 561 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður lögð niður.
Lóðin Nýlendugata, leiksvæði (staðgr. 1.131.004, L100147) er talin 520 m².
Lóðin reynist 316 m².
Teknir 31 m² af lóðinni og bætt við Nýlendugötu 29.
Teknir 285 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 06.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26.10.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

47.    Nýlendugata leikv.     (01.131.004) 100147    Mál nr. BN055398
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans  til að stækka lóðina Nýlendugata 29 og leggja niður lóðirnar Vesturgata 46 og leiksvæðislóð við Nýlendugötu samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 23.10.2018.
Lóðin Nýlendugata 29 (staðgr. 1.131.004, L100147) er talin 277 m².
Lóðin reynist 282 m².
Bætt 31 m² við lóðina frá Nýlendugötu leiksvæði (staðgr. 1.131.004, L100147).
Bætt 9 m² við lóðina frá Vesturgötu 46 (staðgr. 1.131.009, L100152).
Lóðin Nýlendugata 29 (staðgr. 1.131.004, L100147) verður 322 m².
Lóðin Vesturgata 46 (staðgr. 1.131.009, L100152) er talin 647 m².
Lóðin reynist 570 m².
Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við Nýlendugötu 29 (staðgr. 1.131.004, L100147).
Teknir 561 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður lögð niður.
Lóðin Nýlendugata, leiksvæði (staðgr. 1.131.004, L100147) er talin 520 m².
Lóðin reynist 316 m².
Teknir 31 m² af lóðinni og bætt við Nýlendugötu 29.
Teknir 285 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 06.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26.10.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

48.    Vesturgata 46     (01.131.009) 100152    Mál nr. BN055397
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans  til að stækka lóðina Nýlendugata 29 og leggja niður lóðirnar Vesturgata 46 og leiksvæðislóð við Nýlendugötu samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 23.10.2018.
Lóðin Nýlendugata 29 (staðgr. 1.131.004, L100147) er talin 277 m².
Lóðin reynist 282 m².
Bætt 31 m² við lóðina frá Nýlendugötu leiksvæði (staðgr. 1.131.004, L100147).
Bætt 9 m² við lóðina frá Vesturgötu 46 (staðgr. 1.131.009, L100152).
Lóðin Nýlendugata 29 (staðgr. 1.131.004, L100147) verður 322 m².
Lóðin Vesturgata 46 (staðgr. 1.131.009, L100152) er talin 647 m².
Lóðin reynist 570 m².
Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við Nýlendugötu 29 (staðgr. 1.131.004, L100147).
Teknir 561 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður lögð niður.
Lóðin Nýlendugata, leiksvæði (staðgr. 1.131.004, L100147) er talin 520 m².
Lóðin reynist 316 m².
Teknir 31 m² af lóðinni og bætt við Nýlendugötu 29.
Teknir 285 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 06.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26.10.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

49.    Fjarðarás 19     (04.373.303) 111378    Mál nr. BN055370
180292-2179 Hanna Lea Magnúsdóttir, Fjarðarás 19, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að færa ruslatunnur innan lóðar fyrir einbýlishúsið á lóð nr. 19 við Fjarðarás.
Skýringa ljósmynd fylgir erindinu.
Afgreitt.
Samanber umsögn á athugarsemdarblaði.


50.    Miðtún 82     (01.235.110) 102954    Mál nr. BN055297
030446-3999 Sigurður Harðarson, Njarðargata 41, 101 Reykjavík
Spurt er hvort áður gerð (ósamþykkt) íbúð í risi fengist samþykkt sem íbúð í húsi nr. 82 við Miðtún.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:15

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigríður Maack    Harpa Cilia Ingólfsdóttir
Jón Hafberg Björnsson    Guðrún Ósk Hrólfsdóttir
Olga Hrund Sverrisdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =