Fundur nr. 148

HVERFISRÁÐ HÁALEITIS OG BÚSTAÐA MEÐ HVERFISRÁÐI LAUGARDALS

Ár 2016, mánudaginn 19. desember kl. 17.20, var haldinn 151. fundur hverfisráðs Háaleitis og Bústaða og 148. fundur hverfisráðs Laugardals. Fundurinn var sameiginlegur með þessum tveimur hverfisráðum. Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Efstaleiti 1.Viðstödd voru frá hverfisráði Háaleiti og Bústöðum: Dóra Magnúsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Eyrún Eyþórsdóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir og Snorri Þorvaldsson frá hverfisráði Laugardals: Heiðar Ingi Svansson, Sandra Berg Cepero, Bjarni Jónsson, Kristín Elfa Guðnadóttir, Elín Engilbertsdóttir og Guðfinna J. Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi.  Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Rafn Sigurðsson frá Íbúasamtökum Háaleitishverfis, Lilja Sigrún Jónsdóttir frá Íbúasamtökum Laugardals, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri og Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri þekkingarmiðstöðvar í ÞLH sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1) Fram fer umræða um rafræn tengslanet innan hverfa.

2) Fram fer umræða um íþróttastarfsemi í hverfunum, Fram, Þróttur og Ármann.

Hverfisráð Háaleitis og Bústaða og hverfisráð Laugardals leggja fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráðin beina þeim tilmælum til borgarráðs að sjá til þess að málefni Fram í Háaleitishverfi verði leyst hið fyrsta.

Fundi slitið kl. 18.00

Dóra Magnúsdóttir Heiðar Ingi Svansson

Kristín Erna Arnardóttir Eyrún Eyþórsdóttir
Elinóra Sigurðardóttir Sandra Berg Cepero
Kristín Elfa Guðnadóttir Elín Engilbertsdóttir
Bjarni Jónsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 1 =