Fundur nr. 147

HVERFISRÁÐ LAUGARDALS

Ár 2016, mánudaginn 19.desember kl. 16.30 var haldinn 147. fundur hverfisráðs Laugardals.  Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Efstaleiti 1, á 2. hæð. Viðstödd voru: Heiðar Ingi Svansson formaður, Sandra Berg Cepero, Bjarni Jónsson, Kristín Elfa Guðnadóttir, Elín Engilbertsdóttir og Guðfinna J. Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Lilja Sigrún Jónsdóttir formaður Íbúasamtaka Laugardals, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, og Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri þekkingarstöðvar ÞLH sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals um úttekt innri endurskoðunar borgarinnar á hverfisráðum og þjónustumiðstöðvum.
Samþykkt.

- kl. 16.45 tekur Sandra Berg Cepero sæti á fundinum.

2. Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2016, um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur.

3. Fram fer umræða um dagsetningar funda hverfisráðs á fyrri hluta næsta árs.
Samþykkt að þeir verði 30. janúar, 27. febrúar, 27. mars, 24. april, 29. maí og 26.júní 2017.

Fundi slitið kl. 17.15

Heiðar Ingi Svansson

Bjarni Jónsson Sandra Berg Cepero
Kristín Elfa Guðnadóttir Elín Engilbertsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 13 =