Fundur nr. 147

HVERFISRÁÐ BREIÐHOLTS

Ár 2017, þriðjudaginn 19. desember, var haldinn 147. fundur hverfisráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í G-sal í Gerðubergi og hófst kl. 16.15. Viðstödd voru Nichole Leigh Mosty, Elísabet Ólöf Helgadóttir, Sigþór K. Ágústsson og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson. Einnig voru mætt Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri, Svandís Unnur Sigurðardóttir verkefnastjóri og Arnar Snæberg Jónsson verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram umsögn hverfisráðs Breiðholts um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. 
Samþykkt.

2.    Fram fer umræða um tillögu um breytta skipan í hverfisráð. 
Formanni falið að útbúa umsögn í samræmi við umræður.

3.    Fram fer umræða um tilnefningar í undirnefnd vegna fjölskyldumiðstöðvar í Gerðubergi. 
Samþykkt að fela hverfisstjóra að skipa aðila í undirnefnd vegna fjölskyldumiðstöðvar. 

Fundi slitið kl. 18.00.

Nichole Leigh Mosty

Elísabet Ólöf Helgadóttir    Sigþór K. Ágústsson
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson     
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =