Fundur nr. 145

Hverfisráð Grafarvogs

Ár 2017, þriðjudaginn 19. desember var haldinn 145. fundur hverfisráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness og hófst fundurinn kl. 17.10. Viðstödd eru Sigurður Hólm Gunnarsson formaður, Gísli Rafn Guðmundsson, Guðbrandur Guðmundsson og Björn Jón Bragason. Einnig sátu fundinn, Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina, Árni Guðmundsson áheyrnafulltrú íbúasamtaka Grafarvogs. Ásamt þeim sátu Ingibjörg Sigurþórsdóttir framkvæmdarstjóri Miðgarðs og Sara Ósk Rodriguez Svönudóttir verkefnastjóri félagsauðs og frístunda í Miðgarði, sem einnig ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. nóvember 2017, varðandi aðalskipulag Gufuness. 

Hverfisráðið leggur fram svohljóðandi bókun:

Kynnt var breyting á landnotkun í Gufunesi á aðalskipulagsstigi. Hverfisráð óskar eftir kynningu á tillögum að deiliskipulagi í Gufunesi þegar þær liggja fyrir.

Áheyrnafulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram svohljóðandi bókun:

Á sama tíma og byggð er fagnað á Gufunessvæðið þarf að vara við því að á teikningu er gert ráð fyrir 20 hæða byggingu sem mun byrgja útsýni stórhluta hverfissins s.s. Hamrahverfis, Rimahverfis og Víkurhverfis. Grafarvogur er lágreist íbúðahverfi þar sem flestar byggingar eru ein, tvær og þrjár hæðir með örfáum undantekningum sem ekki er hálft hús miðað við 20 hæða risa turn byggingu sem nú er gert ráð fyrir. Ekki er annað hægt að gera en að mótmæla risa turn byggingu í Grafarvogi.


2.    Lögð fram tillaga frá stjórnkerfis- og lýðræðisráði, dags. 13. nóvember 2017 varðandi skipan í hverfisráð. 

Hverfisráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

Skiptar skoðanir voru á meðal fundarmanna á tillögunni. Þó voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að skerpa þurfi á hlutverki hverfisráðanna áður en hægt sé að taka afstöðu til tillögunnar.

3.    Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Vatnaskil, dags. 5. september 2017, varðandi setmyndun við Geldingarnes.
Frestað.

4.     Lögð fram beiðni um umsögn vegna Lýðræðisstefnu, dags. 29. nóvember 2017.

Hverfisráði Grafarvogs leggur fram svohljoðandi umsögn:

Hverfisráð fagnar allri umræðu um aukið íbúalýðræði. Í drögum af lýðræðisstefnu eru mörg jákvæð markmið en útfærsla þeirra er óljós. Í kafla um hverfisráð er fjallað um forræði hverfisráðs í fleiri málum án þess þó að ljóst sé hvernig samskipti ráðsins og borgarstjórnar eiga að vera. Málið þarf meiri umfjöllun áður en hægt er að taka afstöðu til þess. 

5.    Fram fer umræða um kvartanir íbúa í Staðahverfi vegna breytinga á leiðarkerfi Strætó bs.:

Hverfisráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

Nú frá því að breytingar á leið 6 eru farnar að spyrjast út í Grafarvogi hefur hverfisráðsfulltrúum borist fjölmörg erindi frá íbúum Staðahverfis þar sem þeir lýsa megnri óánægju með skerta þjónustu. Hverfisráð vill minna á bókun sína frá fundi þann 19. október 2017 þar sem fram kom að grundvallaratriði  sé að sama þjónustustig sé í öllum hverfishlutum, það er ótækt að Staðahverfi sé skilið eftir úti í kuldanum. Hverfisráð óskar eftir að þessi ákvörðun verði endurskoðuð

6.    Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs vegna mönnunarmála á leikskólum.

Hverfisráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð fagnar því að brugðist var við ályktun hverfisráðs frá seinasta hverfisráðsfundi.

7.    Fram fer umræða um lýsingu á göngustígi samsíða Víkurvegi.

Hverfisráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð hefur fengið ábendingu um að mikið myrkur er á göngustíg  við Víkurveg sérstaklega við Reyrengi og við undirgöng að Egilshöll. Hverfisráð óskar eftir að USK skoði aðstæður þarna með jákvæðum hætti. 
    
-    Kl 18.13 víkur Gísli Rafn Guðmundsson af fundi.

Fundi slitið kl. 18.15

Sigurður Hólm Gunnarsson

Björn Jón Bragason    Guðbrandur Guðmundsson
Gísli Rafn Guðmundsson
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 5 =