Fundur nr. 144 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 144

Hverfisráð Miðborgar

Ár 2017, fimmtudaginn 25. janúar, var haldinn 144. fundur hverfisráðs Miðborgar. Fundurinn var haldinn á Laugavegi 77 og hófst kl. 11.30. Viðstödd voru: Svafar Helgason ( P) sem stýrði fundi, Sindri Snær Einarsson (S), Elsa Hrafnhildur Yeoman (BF) og Gréta Björg Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi (FogF). Einnig sátu fundinn þau Ragnhildur Zoega frá Íbúasamtökum Miðborgar, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist

1.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.174.2 vegna lóðar nr. 18 við Barónsstíg, sem staðfest var í borgarráði 7. desember 2017.

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun.

Hverfisráð miðborgar fellst gegn því að skilmálum deiliskipulags sé breytt með þeim hætti að íbúðarhúsnæði við Barónsstíg 18 sé breytt í atvinnuhúsnæði. Gistiheimilavæðing íbúða innan Þingholts hefur verið vandamál og fyrir íbúa hverfisins eins og hefur ítrekað komið fram, meðal annars á sameiginlegum fundi hverfisráða og íbúasamtaka Vesturbæjar, miðborgar og Hlíða. Þó að aðalskipulag veiti heimild til breytinga á starfsemi án grendarkynningu teljum við að það þurfi ekki með því að skilgreinast sem fyrirfram gefin réttur eiganda að ganga að slíkri deiluskipulagsbreytingu og afgreiðsla hennar einungis formsatreiði. Hverfisráð miðborgar telur að nauðsynlegt sé að skoða hvert mál og meta áhrif þess á umhverfi sitt.

2.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á auglýsingu á tillögu að breyting á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu, sem staðfest var í borgarráði 21. desember 2017. 

3.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018 á kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi markmið um göngugötur í miðborginni.

4.    Fram fer umræða um strætósamgöngur í hverfum Laugardals, Háaleitis, Bústaða, Hlíða og Miðborgar sem á að tengja saman frístundastaf í hverfunum. 

Fundi slitið kl. 12.30

Svafar Helgason

Sindri Snær Einarsson    Elsa Hrafnhildur Yeoman
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =