Fundur nr. 142 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 142

HVERFISRÁÐ BREIÐHOLTS

Ár 2017, þriðjudaginn 29. ágúst, var haldinn 142. fundur hverfisráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Lágholti í fjölskyldumiðstöðinni Gerðubergi og hófst kl. 16.15. Viðstödd voru Nichole Leigh Mosty, Elísabet Ólöf Helgadóttir, Sigþór K. Ágústsson og Aðalheiður Frantzdóttir. Einnig voru mættir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina, Þorsteinn Valdimarsson frá Rauða Krossinum og Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um styrkveitingar hverfisráðs Breiðholts.

2. Fram fer kynning á stefnu og starfsáætlun hverfisráðs Breiðholts.
Hverfisstjóra falið að vinna málið áfram.

3. Fram fer umræða um viðurkenningar í Breiðholti.
Samþykkt að óska eftir tilnefningum í þrjá flokka: öryggi og forvarnir, efling félagsauðs og umhverfisverðlaun með sjálfbærni að leiðarljósi.

4.  Lögð fram tillaga að stofnun undirnefndar hverfisráðs varðandi fjölskyldumiðstöð.
Frestað.

Fundi slitið kl. 18.00.

Nichole Leigh Mosty

Elísabet Ólöf Helgadóttir Aðalheiður Frantzdóttir Sigþór K. Ágústsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 1 =