Fundur nr. 14 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 14

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 24. október kl. 9:09, var haldinn 14. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal
Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds., Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, og áheyrnarfulltrúarnir, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. 

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sonja Wiium, og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundaritari er Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018.


2.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN170737

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018, ásamt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Kynning stóð til og með 20. september 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir/athugasemdir: Orkustofnun dags. 12. september 2018, Vegagerðin dags. 19. september 2018, Faxaflóahafnir dags. 19. september 2018, Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. september 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 19. og 20. september 2018, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 24. september 2018, Mosfellsbær dags. 24. september 2018, Umhverfistofnun dags. 3. október 2018, Minjastofnun Íslands dags. 3. október 2018, Kópavogsbær dags. 3. október 2018, Mosfellsbær dags. 15. október 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 17. október 2018.
Kynnt.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, veitingastaðir, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN180664

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að bætt er ákvæði um möguleg frávik frá almennum viðmiðum um opnunartíma veitingastaða.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 09.39 tekur Ellen Calmon sæti á fundinum.

4.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, stefna um gististaði, Sérrit um gististaðaákvæði         Mál nr. SN180733

Kynning á gildandi ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um heimildir vegna gististaða.  Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Breytingin var auglýst í B-deild 14. mars 2018.
Heimildir um veitingastaði, sérrit með helstu ákvæðum í aðalskipulagi. 
Kynnt. 


Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson og fulltrúi Flokk fólksins bóka: Takmarkanir á útleigu til ferðamanna er mikilvægar til að tryggja nægt framboð á íbúðum fyrir almennan markað. Engu að síður er mikilvægt að sanngirni sé gætt við útfærslu á heimildum, ekki síst gagnvart þeim sem hafa stundað heimagistingu sem nú er ekki lengur heimil. Réttindi fólks er unnt að verja með sólarlagsákvæði þannig að ekki verði um ósanngjarnan atvinnumissi að ræða. 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Undanfarin ár hefur verið mikil ásókn í rekstur gistiheimila á gamalgrónum íbúðarsvæðum í miðborginni. Í mörgum tilvikum hefur íbúðarhúsum verið breytt í gistiheimili og stakar íbúðir teknar af almennum íbúarmarkaði og settar í skammtímaleigu. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata þakka kynningu á stefnu um gististaði. Að baki liggur vönduð vinna. Við styðjum stefnuna.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Hverfisskipulag - leiðbeiningar, kynning         Mál nr. SN180716

Kynnt drög að samþykkt um málsmeðferð leiðbeininga um útfærslu skipulags- og byggingaheimilda í hverfisskipulagi sem fylgigagn hverfisskipulags í Reykjavíkurborg. Einnig er lögð fram áætlum um kynningu. 

Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6.    Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi     (01.193.4)    Mál nr. SN180076
681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
440417-1240 Snorrahús ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Snorrahús ehf. dags. 6. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst hækkun og stækkun á viðbyggingu hússins, breyting á lóðarmörkum, breyting á bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018 uppf. 30. ágúst 2018. Einnig eru lagðir fram minnispunktar Glámu Kím af fundi 9. mars 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018. Erindi er lagt fram að nýju ásamt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrætti dags. 4. október 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Bergstaðastræti 33B, Viðbygging og breyting í gististað     (01.184.410)    Mál nr. BN052687
670812-0810 Almenna C ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkunarflokki húss í flokk 4 og flokki gististað í flokki II G og fyrir áður gerðum breytingum og viðbyggingu og innra skipulagi rishæðar í húsinu á lóð nr. 33 B við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 25. júlí 2018 til og með 22. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 2. ágúst 2018 og Kristín Cecilsdóttir dags. 21. ágúst 2018.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2018. 
Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 2. maí 2017 og bréf hönnuðar dags. 3. maí 2017 fylgir erindi.  Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018. Bréf hönnuðar dags. 8. júní 2018 fylgir. Stækkun: 10,2 ferm., 21,1 rúmm. Gjald kr. 11.000.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2018 samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins  Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


8.    Gufunes, Skemmtigarður,  framkvæmdir - kynning     (02.2)    Mál nr. SN180732

Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins dags. 18. september 2018, um framkvæmdir í/við Skemmtigarðinn í Gufunesi.
Kynnt.

Arnar Þór Hjaltested ráðgjafaverkfræðingur og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
9.    Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180648
070763-3899 Kristinn Gylfi Jónsson, Seilugrandi 11, 107 Reykjavík

Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 19, september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að í stað einnar lóðar fyrir atvinnuhúsnæði verða tvær lóðir, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar arkit. dags. 15. október 2018. 
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

10.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 992 frá 9. október 2018  og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 993 frá 16. október 2018.

(E) Samgöngumál

11.    Njarðargata, bann við akstri hópbifreiða upp Njarðargötu         Mál nr. US180312

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs., skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 19. október 2018 varðandi bann við akstri hópbifreiða upp Njarðargötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

12.    Seltjarnarnes, Strætó, betri tengingu leiðarkerfis Vesturbæjar/ Seltjarnarnes við Grandann í Reykjavík.         Mál nr. US180311

Lagt fram bréf  Seltjarnarnesbæjar dags. 11. október 2018 varðandi samstarf um betri tengingu leiðarkerfis Vesturbæjar/ Seltjarnarnes við Grandann í Reykjavík. 

Skipulags- og samgönguráð bókar: Skipulags- og samgönguráð þakkar erindið og tekur undir mikilvægi þess að bæta tengingu strætisvagnaleiða þar sem þörf er á og kostur gefst. Góðar almenningssamgöngur eru hryggjarstykkið í eflingu virkra ferðamáta. Ráðið vísar erindinu áfram til skoðunar hjá Strætó BS, sem og skoðunar á tengingum innan Vesturbæjar með hliðsjón af núverandi skóla- og frístundaaksturs. 

13.    Álakvísl 31, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180290

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um 
sérmerkt p-stæði við Álakvísl 31, bílnúmer UD 518, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

14.    Miðstræti 3a, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180292

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um 
sérmerkt p-stæði við Miðstræti 3a, bílnúmer TMJ 90, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

15.    Skálagerði 3, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180293

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um  sérmerkt p-stæði við Skálagerði 3, bílnúmer MR 477, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

16.    Víðimelur 60, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180294

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um 
sérmerkt p-stæði við Víðimel 60, bílnúmer AB 466, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

17.    Þverholt 15, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180295

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um 
sérmerkt p-stæði við Þverholt 15, bílnúmer IHY 36, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

18.    Eikjuvogur 28, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180291

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um 
sérmerkt p-stæði við Eikjuvog 28, bílnúmer IUR 25, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

(D) Ýmis mál

19.    Gjaldskrá 2018, skipulagsfulltrúa         Mál nr. US180306

Lögð fram gjaldskrá embættis Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. 
Samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar gegn þremur atkvæðum Eyþórs Laxdal Arnalds, Hildar Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.
Vísað til Borgarráðs.

20.    Gjaldskrá 2018, Byggingarfulltrúi         Mál nr. US180307

Lögð fram gjaldskrá embættis Byggingarfulltrúa Reykjavíkur. 
samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar gegn þremur atkvæðum Eyþórs Laxdal Arnalds, Hildar Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.
Vísað til Borgarráðs.


21.    Gjaldskrá 2018, Bílastæðasjóður         Mál nr. US180308

Lögð fram gjaldskrá embættis Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. 
samþykkt með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir sem  sitja hjá.
Vísað til Borgarráðs.

Kl. 11.59 víkur Eyþór Laxdal Arnalds. af fundi.

22.    Lokastígur 9, málskot     (01.181.2)    Mál nr. SN180677
420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Gunnars Arnar Sigurðssonar dags. 26. september 2018 varðandi afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 um að setja þaksvalir á bílskúr á lóð nr. 9 við Lokastíg, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 12. ágúst 2018.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa staðfest með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


23.    Þjóðarsjúkrahús - staðarvalsgreining, tillaga til þingsályktunar         Mál nr. SN180085
420169-3889 Alþingi, Kirkjustræti, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 27. september 2018 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á tillögu til þingsályktunar um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. október 2018.

Kl. 12.14 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

24.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Frágangur lóðar við Háteigsskóla         Mál nr. US180270

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi frágang lóðar við Háteigsskóla.  Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofur framkvæmda og viðhalds, dags. 18. október 2018.

25.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins., Úlfarsfell         Mál nr. US180296

Lögð fram fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði:  Óskað er eftir upplýsingum vegna núverandi masturs og mannvirkja á Úlfarsfelli. 
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði "Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. maí 2012, um að veita byggingarleyfi fyrir tækjaskýli úr timbri og tveimur 10 m tréstaurum til fjarskiptareksturs á toppi Úlfarsfells, er felld úr gildi"Eru núverandi mannvirki því í óleyfi á Úlfarsfelli ?
Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. október 2018.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir og fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bóka:
Með umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 17. október 2018 staðfestist að umrædd mannvirki voru og eru í óleyfi á Úlfarsfelli. Þetta staðfestir einnig bréf skipulagsstofnunar dags. 30. janúar 2013 en þar var kynnt niðurstaða stofnunarinnar um að synja um meðmæli með veitingu byggingarleyfis efst á Úlfarsfelli vegna tækjaskýlis og tveggja 10m hárra staura til fjarskiptareksturs. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp úrskurð í kærumálinu þann 17. nóvember 2015. Í úrskurðinum var hafnað kröfu Reykjavíkurborgar um ógildingu á ákvörðun skipulagsstofnunnar. Við teljum ámælisvert að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi, á vinsælu og verðmætu útivistarsvæði í borgarlandinu.

Fulltrúi Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugus Braga Björnssonar,Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata telja slæmt að ranglega hafi verið staðið að framkvæmdinni í upphafi. Við bendum þó á að engin lagaskylda hvílir á byggingarfulltrúa að fjarlægja mannvirki sem sett hafa verið upp án leyfis. Úrskurður úrskurðarnefndar leiðir því ekki sjálfkrafa til þess að umrædd mannvirki séu fjarlægð. Þann 19. september var samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli, sem mun leysa af hólmi núverandi mannvirki. Umrædd framkvæmd tryggir fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem þar verður til einn af fáum útsýnisstöðum í borginni sem er aðgengilegur öllum.

26.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hagkvæmt húsnæði á BSÍ-reit         Mál nr. US180180    

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hagkvæmt húsnæði á BSÍ-reit. Tillögunni fylgir greinargerð. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. október 2018. 

Tillagan felld með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir bóka: Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga þannig úr verðhækkunum. Íbúakannanir hafa sýnt að færri geta búið vestarlega í borginni en vilja. Húsnæðisverð í borgarhlutanum er hátt og framboð eigna lítið. Sjálfstæðisflokkurinn vill mæta þessari eftirspurn og telur því íbúabyggð á BSÍ reitnum kjörið tækifæri. 
 
Á BSÍ reitnum er í dag samgöngumiðstöð og bensínstöð. Með hliðsjón af örri þróun umhverfisvænni orkugjafa mun ekki reynast þörf næstu árin á þeim fjölda bensínstöðva sem nú finnast í borgarlandinu. Margar lóðanna mætti heldur nýta til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði. BSÍ reiturinn er um fimm hektarar að stærð og er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík telur rétt að reiturinn verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum, með áherslu á íbúðir fyrir stúdenta og hagkvæmar einingar fyrir ungt fólk í nálægð við Háskóla Íslands, miðborgina og einhverja af stærstu vinnustöðum borgarinnar. Með því að fjölga íbúðum vestarlega og vinnustöðum austarlega í borginni mætti ná betra jafnvægi í samgöngum og borgarskipulagi.
 
Við hörmum að tillögunni hafi verið hafnað og teljum röksemdirnar að baki þeirri ákvörðun ófullnægjandi og í andstöðu við yfirlýsta stefnu.

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Ellen Calmon og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
Að undanförnu hafa Reykjavíkurborg og ríkið unnið að sameiginlegri framtíðarsýn fyrir BSÍ reit en þar er m.a. gert ráð fyrir nýrri samgöngumiðstöð og liggja fyrir drög að samkeppnislýsingu þar að lútandi. Einhliða ákvörðun um uppbyggingu íbúða á reitnum myndi setja fyrri áform og samráð í uppnám. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata telja þó að vel komi til greina að hagkvæmt íbúðarhúsnæði á reitnum verði að einhverju leyti hluti af forsendum hugmyndasamkeppni sem stefnt er á að loknu frekara samráði við breiðari hóp hagsmunaaðila.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27.    Þjóðhildarstígur 2-6, kæra 122/2018     (04.112.2)    Mál nr. SN180704
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. október 2018 ásamt kæru dags. 5. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni um niðurrif skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6.

28.    Laugavegur 130, kæra 124/2018, umsögn     (01.241.0)    Mál nr. SN180705
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. október 2018 ásamt kæru dags. 8. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun um að beita byggingarleyfi fyrir svölum á fyrstu hæð á viðbyggingu á veitingastaðnum Ban Thai að Laugavegi 130. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. október 2018.

29.    Kjalarnes, Hólaland, deiliskipulag     (32.45)    Mál nr. SN180266
420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hólaland á Kjalarnesi.

30.    Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN180625
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli.

31.    Fossvogshverfi, breyting á skilmálum vegna einbýlishúsa     (01.85)    Mál nr. SN180637

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis.

32.    Bústaðavegur 151 og 153, breyting á deiliskipulagi     (01.826.1)    Mál nr. SN180383

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 11. október 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarinar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg.

34.    Fálkagata 10, breyting á deiliskipulagi     (01.553.1)    Mál nr. SN180273
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 11. október 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fálkagötureit vegna lóðarinnar nr. 10 við Fálkagötu.

35.     Fyrirspurn frá Sjálfstæðisflokki:
Óskað er upplýsinga um allar þær arkitektastofur og verkfræðistofur sem SEA og umhverfis- og skipulagssvið hafa átt viðskipti við frá árinu 2013. Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti yfir einstök verkefni sem þessum aðilum hafa verið falin auk kostnaðar.
Vísað til Umhverfis-og skipulagssviðs.

-    Kl. 13.03 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13.40

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Gunnlaugur Bragi Björnsson    Ellen Calmon
Hjálmar Sveinsson    Eyþór Laxdal Arnalds
Marta Guðjónsdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 9. október kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 992. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Harri Ormarsson, Gunnar Logi Gunnarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Almannadalur 1-7     (05.865.701) 209396    Mál nr. BN055154
300182-4969 Þórunn Helga Sigurðardóttir, Friggjarbrunnur 25, 113 Reykjavík
110275-2939 Axel Kjartan Baldursson, Friggjarbrunnur 25, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli eignarhluta 0104 og 0105 á efri hæð og byggja steyptan stiga úr rými 0101 upp á efri hæð, svalir á norðurhlið ásamt því að breyta innra skipulagi í rými 0101 og 0104 í hesthúsi nr. 5 á lóð nr. 1-7 í Almannadal.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

2.    Arkarvogur 2     (01.451.401) 105601    Mál nr. BN054742
710817-0810 ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða fjölbýlishús, fjórar byggingar, staðsteyptar, einangraðar og klæddar að utan, með 162 íbúðum og bílgeymslu fyrir 162 bíla á lóð nr. 2 við Arkarvog.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 5. júlí 2018 og yfirlitsmynd um ofanvatnslausnir o.fl varðandi lóð frá Landslag ódagsett.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018 ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærð, A-rými:  23.357,5 ferm., 77.506,2 rúmm.
B-rými:  762,4ferm.
Samtals:  23.206,6 ferm
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055245
530513-1060 Austurhöfn ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera bílakjallara að séreign og til að afmarka sérnotafleti á lóð fjölbýlishúss á reit 5 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

4.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055257
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055196 þannig að um minni háttar tilfærslu á innveggjum er að ræða á 4. hæð í L1 sem er verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055264
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 3. hæð í byggingu L1 sem er mhl. 12 á reit 2 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

6.    Austurberg 8-10     (04.677.402) 112265    Mál nr. BN055153
560896-2399 Austurberg 8-10,húsfélag, Austurbergi 8, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að framlengja þak yfir svalir og setja svalalokanir á allar íbúðir í húsi á lóð nr. 8 til 10 við Austurberg. Yfirlýsing og samþykki húsfélags Austurbergs 8 til 10 ódagsett, umboð frá Haraldi Helgasyni dags. 12. apríl 2018 og umboð frá Ingvari Engilbertssyni  dags. 17. apríl 2018 fylgja erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2018.
Stækkun, nýtt B- rými:  XX ferm. XX. rúmm.
Svalalokun:   XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2018 og vísað til athugasemda.

7.    Austurstræti 10A     (01.140.406) 100849    Mál nr. BN055273
660411-1350 H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 5. hæðar úr íbúð í skrifstofu og lokaða félagsaðstöðu, breyta þar gluggum og svalahurðum ásamt dyragati að glerskála, gera svalir á þaki 4. hæðar norðan megin og opna á ný yfir í nr. 12, í húsi á lóð nr. 10a við Austurstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.09.2018 við erindi SN180627.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

8.    Austurstræti 12     (01.140.407) 100850    Mál nr. BN055274
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð og koma þar fyrir fleiri snyrtingum ásamt því að breyta íbúð á 5. hæð í skrifstofu og lokaða félagsaðstöðu, fjarlægja núverandi milliloft þakrýmis, einangra þak og styrkja burðarvirki þess og opna á ný yfir í nr. 10a í húsi á lóð nr. 12 við Austurstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.09.2018 við erindi SN180627.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

9.    Álfheimar 49     (01.438.004) 105393    Mál nr. BN055246
500269-3249 Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur hraðhleðslustæðum fyrir rafmagn á austur hluta lóðar nr. 49 við Álfheimar. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

10.    Bergstaðastræti 20     (01.184.011) 102006    Mál nr. BN055021
100373-5649 Örn Úlfar Höskuldsson, Bergstaðastræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum inngöngudyrum, breytingum innanhúss, nýjum svölum á vesturhlið og samnýtingu eignahluta í húsi nr. 20 við Bergsstaðastræti.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dagsett 17.07.2018, afrit af rekstrarleyfi f. gististað í flokki I frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, afrit af umsókn um rekstrarleyfi dags. 21.7.2016, umsögn borgarráðs dags. 25. jan. 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. ágúst 2018 og innsent bréf hönnuðar dags. 5.9.2018 varðandi breytingar í umsókn.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. september 2018 og dags. 25. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.    Brautarholt 4-4A     (01.241.203) 103021    Mál nr. BN055115
220255-2479 Einar Guðlaugsson, Tunguvegur 23, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. september 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Stækkun:  46,2 ferm., 82,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til grenndarkynningar.
Vísað til uppdrátta nr. 101, 102, 103 dags. 21. ágúst 2018.

12.    Breiðagerði 20     (01.817.201) 108130    Mál nr. BN055279
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir léttum vegg til að skerma kennslustofu í kjallara austurálmu frá gangi og til að koma fyrir hljóðeinangrandi plötum í innglugga og rennihurðir sem skilja milli bókasafns og margmiðlunarstofu í Breiðagerðisskóla á lóð nr. 20 við Breiðagerði.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

13.    Dugguvogur 4     (01.452.201) 105608    Mál nr. BN055064
460217-1990 Bæting ehf., Þrastarási 37, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð í hluta af iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 4 við Dugguvog.
Samþykki frá meðeigendum dags. 3. september 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. í ágúst 2018 fylgja erindi.
Stærð á millipalli er 64,8 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

14.    Efstasund 38     (01.357.015) 104404    Mál nr. BN055252
201169-5779 Signý Jóna Hreinsdóttir, Efstasund 38, 104 Reykjavík
150870-4969 Heiðar Örn Gunnlaugsson, Efstasund 38, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til  að byggja viðbyggingu á lóð nr. 38 við Efstasund.
Stækkun: ??
Óleyfisbygging á lóðinni verður fjarlægð samhliða byggingu viðbyggingar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.

15.    Fiskislóð 3     (01.089.502) 197244    Mál nr. BN055066
600269-2599 Smáragarður ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja nýja framhlið og skilti á suðvesturhlið sem sýnir starfsemi sem er í húsinu á lóð nr. 3 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

16.    Flókagata 16     (01.247.203) 103354    Mál nr. BN052655
570210-1140 Jóli slf., Flókagötu 16a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr á lóðamörkum við hús á lóð nr. 16 við Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2017. 
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Hrefnugötu 3, 5 og 7 og Flókagötu 14 og 16a frá 24. ágúst 2018 til og með 21. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Ragnheiður Aradóttir, Kári Steinar Karlsson og Kristín Káradóttir dags. 19. september 2018.
Stærð A-rými 36,4 ferm., 115,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17.    Freyjubrunnur 31     (02.693.803) 205734    Mál nr. BN055249
520515-1000 Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052368 þannig að brunakrafa hurða milli anddyris og stigahúss er fjarlægð, rýmisnúmerum í bílageymslu er breytt, innraskipulagi anddyris í rými 0401 er breytt og komið er fyrir ræstiaðstöðu í rými 0202 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Freyjubrunn. Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

18.    Friggjarbrunnur 32     (05.053.304) 205957    Mál nr. BN055201
511209-1530 Litla tré ehf., Gvendargeisla 42, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036790, um er að ræða breytingar á gluggum, efnisvali á þakdúk og einangrun útveggja húss á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.
Með erindi fylgir tölvupóstur með samþykki aðalhönnuðar að Sigurður H. taki við sem aðalhönnuður á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054362
640513-0470 Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík
160572-3969 Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Garðsenda 1, 4 og 5, Ásenda 16 og Byggðarenda 7 og 17 frá 24. ágúst 2018 til og með 21. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20.    Grjótháls 8     (04.301.201) 111014    Mál nr. BN055197
570715-0700 Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
590269-1749 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053654 þannig að bætt er við hurð á suðurhlið og hliðarop á mhl. 04 stækkað á lóð nr. 8 við Grjótháls.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21.    Gvendargeisli 60     (05.135.408) 190251    Mál nr. BN055294
060758-2129 Sigurjón Ólafsson, Gvendargeisli 60, 113 Reykjavík
240160-7149 Matthildur Ernudóttir, Gvendargeisli 60, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN024729 vegna lokaúttektar, innra skipulagi er breytt í húsinu og komið er fyrir verönd og heitum potti á lóð nr. 60 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

22.    Haðaland 1-7     (01.864.001) 108809    Mál nr. BN055134
051057-7169 Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt einbýlishús og bílskúr í stað eldri húsa á lóð nr. 5 við Haðaland.
Stærð, nýbygging íbúðarhús A rými: 235,0 ferm., 1.017,3 rúmm.
Nýbygging B rými: 64,1 ferm.
Stærð, nýbygging bílskúr:  49,0 ferm., 199,8 rúmm.
Stærð, niðurrif íbúðarhús:  190,1 ferm.
Stærð, nýbygging bílskúr:  439,1 ferm.
Meðfylgjandi gögn eru minnisblað Verkís dags. 13.9.2018 ritað í nóvember 2017, Minnisblað Eflu dags. 30.11.2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

23.    Haðaland 26     (01.863.401) 108801    Mál nr. BN055262
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga og grafa frá suðurhlið á 2. áfanga skólans, breyta áhaldageymslu í skrifstofu og innrétta hluta búningsherbergja sem áhaldageymslur sem og setja upp fataherbergi fyrir frístundaheimili í skólabyggingu á lóð nr. 26 við Haðaland.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 25.09.2018 ásamt lista yfir breytingar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og bréfs skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2018.

24.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN055293
450107-0420 Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö stigahús, þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum sem verður mhl. 03 á lóð nr. 1 við Haukahlíð.
Stærð, A-rými:  3.778,1 ferm., 13.436,2 rúmm.
B-rými:  198,1 ferm., 609,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

25.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055295
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054382 fyrir mhl.06 og BN055181/BN054191 fyrir mhl.02 sem felst í breytingu á skráningu mhl. 02, Smyrilshlíðar 12, 14, 16 og 18 þannig að sprinklerklefi færist yfir í mhl. 06 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

26.    Hávallagata 9     (01.160.305) 101167    Mál nr. BN055152
180254-2189 Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, Hávallagata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka baðherbergi í kjallara með með því að taka í notkun óuppfyllt rými, byggja yfir svalir, gera nýjar og innrétta baðherbergi á fyrstu og annarri hæð í húsi á lóð nr. 9 við Hávallagötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. september 2018, samþykki frá öðrum eiganda Hávallagötu 11, dags. 1. september 2018 og samþykki eiganda Sólvallagötu 4 fylgja erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2018.
Stækkun: 12,1 ferm.,  31,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2018.

27.    Hlíðargerði 26     (01.815.407) 108015    Mál nr. BN055286
281276-5069 Svanur Baldursson, Hlíðargerði 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með anddyri við aðalinngang á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 26 við Hlíðargerði.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015.
Stækkun: 6,8 ferm., 21,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 10-00 dags. 1. október 2018.

28.    Hraunbær 102A     (04.343.301) 111081    Mál nr. BN054944
561299-4129 Columbus Classis ehf., Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík
411014-0370 Rakang Thai ehf., Bjallavaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054092 sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi, fjölgun gesta um 55 og gera yfirbyggt reykskýli fyrir veitingastaðinn í flokki II í húsi á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Skýrsla eiganda og byggingastjóra dags. 22. júní 2018 og umsögn brunahönnuðar dags. 12. apríl. 2018 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

29.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN054691
500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja meðferðarkjarna Nýs Landspítala við Hringbraut.
Stærðir:  A-rými 69.567,3 ferm., 311.158,3 rúmm.
Greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 21.05.2018 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30.    Klettagarðar 8-10     (01.322.101) 192062    Mál nr. BN055191
461009-0420 Klettur - sala og þjónusta ehf., Klettagörðum 8-10, 104 Reykjavík
631210-0740 Klettagarðar 8-10 ehf, Klettagörðum 8-10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á þremur geymslutjöldum úr PVC dúk strengdum á stálgrind, og til að byggja geymsluskúr úr stálgrind klæddan samlokueiningum úr glerull ásamt því að koma fyrir 20 gámum á lóð nr. 8-10 við Klettagarða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Stækkun:  1.060 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018 og vísað til athugasemda.

31.    Kringlan 4-12     (01.721.001) 107287    Mál nr. BN055253
530117-0650 Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými S-277 á 2. hæð, setja nýja veggi, stúka af lagersvæði og færa til mátunarklefa auk þess að opna á milli verslana S-277-1 og S-277-2 og loka fyrir inngang frá verslun S-277-1 í verslunarmiðstöðinni Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32.    Kringlan 4-12     (01.721.001) 107287    Mál nr. BN055290
250647-3799 Ragnhildur Pétursdóttir, Valhúsabraut 39, 170 Seltjarnarnes
530117-0650 Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunareiningu 221-2 í snyrtistofu í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.    Lambhagavegur 11A     (02.647.103) 218295    Mál nr. BN054116
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð Veitna úr forsteyptum einingum á lóð nr. 11A við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
Stærð:  17,3 ferm., 65,8 rúmm.
Gjald kr 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34.    Lambhagavegur 19     (02.683.401) 208852    Mál nr. BN055167
520510-1330 Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051044 þannig að innra skipulagi er breytt og húsinu skipt upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar gróðurhús og hins vegar fjórhjólaleigu, flóttastiga er breytt og hann fluttur  á suðausturhlið húss á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

35.    Langagerði 48     (01.832.105) 108551    Mál nr. BN055284
170657-2179 Auðunn Jóhann Guðmundsson, Langagerði 48, 108 Reykjavík
200975-2199 Magdalena Elísabet Andrésdóttir, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN033298 þannig að núverandi svalir eru fjarlægðar og nýjar svalir byggðar á viðbygginu og gluggum breytt á húsinu á lóð nr. 48 við Langagerði. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36.    Laugavegur 20B     (01.171.504) 101420    Mál nr. BN055276
470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051652 þannig að veitingastaður verður í flokki ll - tegund f, krá, í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.
Erindi fylgir hljóðskýrsla dags. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN055156
581200-2770 STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052285 þannig að leyfilegur gestafjöldi verði 10 í stað 6 í gististað í íbúð 0301 og íbúð 0304 í húsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN055288
530317-0990 Reykjavík Napólí ehf., Grandagarði 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta ísbúð í pizzagerð með veitingaleyfi í flokki II, tegund c. á Hlemmi Mathöll á lóð nr. 107 við Laugaveg.
Gjald. kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

39.    Lindargata 14     (01.151.503) 101008    Mál nr. BN055269
600109-0570 LB ráðgjöf ehf., Pósthólf 251, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta á lóð og breyta notkun 1. hæðar úr iðnaði í íbúð í húsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40.    Lofnarbrunnur 14     (05.055.501) 206089    Mál nr. BN052686
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3ja hæða, 11 íbúða fjölbýlishús auk bílakjallara á lóð nr. 14 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. maí 2017 fylgir erindinu.Bréf frá hönnuði dags. 26. apríl. 2018  og 4. okt. 2018.
Stærð: A rými 1.437,8 ferm., 4.580.8 rúmm. B rými XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41.    Logafold 166     (02.871.203) 110323    Mál nr. BN055092
060334-4209 Jón Elli Guðjónsson, Logafold 166, 112 Reykjavík
170174-3649 María Hlín Steingrímsdóttir, Logafold 166, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á neðri hæð og áður óskráðu rými inn af bílskúr í húsi á lóð nr. 166 við Logafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi.
Stækkun er 21,2 ferm., 57,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42.    Miðtún 10     (01.223.005) 102880    Mál nr. BN055287
200362-6409 Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
270389-2289 Úlla Björnsdóttir, Kleppsvegur 44, 105 Reykjavík
200494-2029 Bjarni Orvar Björnsson, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu við inngang 0001 í húsi á lóð nr. 10 við Miðtún.
Stækkun:  2,0 ferm, 6,0 rúmm.
Erindinu fylgir undirritað samþykki 3ja meðeigenda á lóð, dags. 25.09.2018.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

43.    Mjölnisholt 6     (01.241.013) 103008    Mál nr. BN055248
461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053561 þannig að eldhúsi og svefnherbergi er víxlað á 2. og 3. hæð og yfirborðsefni þaks verður ásoðinn þakdúkur í stað járns á fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

44.    Mýrargata 27     (01.130.228) 223065    Mál nr. BN055265
480915-1510 Arwen Holdings ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
040163-4849 Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera tvær íbúðir húsi á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

45.    Mýrargata 29     (01.130.228) 223066    Mál nr. BN055263
480915-1510 Arwen Holdings ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
040163-4849 Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 29 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

46.    Nauthólsvegur 83     (01.755.201) 214254    Mál nr. BN055095
701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja til fimm hæða hús fyrir 125 námsmannaíbúðir auk kjallara á lóð nr. 83 við Nauthólsveg.
Stærð: 
A-rými:  6.714,8 ferm., 23.374,1 rúmm.
B-rými:  680,1 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47.    Nauthólsvegur 83     (01.755.201) 214254    Mál nr. BN055298
701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og  jarðvinnu fyrir fjölbýlishús sbr. erindi BN055095 á lóð nr. 83 við Nauthólsveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48.    Rangársel 8     (04.938.702) 112922    Mál nr. BN055032
220660-2659 Hallgrímur Þ Gunnþórsson, Rangársel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými í ungbarnaleikskóla fyrir 15 til 20 börn, sem verður ein leikskóladeild með snyrtingu, ræstingu/þvottahúsi, eldhúsi og aðstöðu fyrir stafsmenn í rými 0101 í mhl. 04 og verður útisvæði fyrir börnin í einkagarði sem er í eigu rekstara aðila í sama húsi á lóð nr. 8 við Rangársel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar dags. 9. apríl 2018.
Einnig fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 26. ágúst 2018 og ljósrit af skiptayfirlýsingu lóðar dags. 24. ágúst 1987.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

49.    Rauðarárstígur 35     (01.244.201) 103185    Mál nr. BN055224
430504-3980 Gistihúsið Víkingur ehf, Furuhjalla 10, 200 Kópavogur
220376-3389 Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Hagamelur 38, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta svölum frá áður samþykktu erindi BN053545 auk þess að setja pallalyftu í stað ramps í móttöku á lóð nr. 20 við Þverholt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50.    Seljavegur 32     (01.133.111) 100230    Mál nr. BN055266
690981-0259 Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss, breyttum notkunarflokki og stiga í stað svala í húsi á lóð nr. 32 við Seljaveg.
Erindinu fylgir bréf frá Ríkiseignum dags. 10.04.2018 þar sem Lotu ehf er veitt umboð til að leggja erindið inn til byggingarfulltrúa.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

51.    Skeifan 2-6     (01.461.201) 105667    Mál nr. BN055215
441286-1479 Hús fyrir Epal ehf., Skeifunni 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja brú/gönguleið yfir op á 2. hæð og nýtt sýningarsvæði fyrir verslun á lóð nr. 2-6 við Skeifuna.
Stækkun og leiðrétting 2. hæðar 218,5 ferm, : 
Bréf hönnuðar vegna leiðr. á stærðum, dagsett 28.10.2018, fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

52.    Skólavörðustígur 25     (01.182.242) 101894    Mál nr. BN054598
510311-1590 SMT100 ehf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051427 sem felst í því að hætt er við að framlengja aðalstiga upp á rishæð og nú óskað eftir að innrétta skrifstofur í stað íbúða í rýmum 0101, 0201 og 0301 í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53.    Skútuvogur 13     (01.427.401) 105178    Mál nr. BN055296
300947-4419 Steindór Pétursson, Hraungata 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054606 vegna lokaúttektar, um er að ræða breytingu á eldvarnarmerkingum og klæðningu innandyra á veitingastað 1. hæðar á lóð nr. 13 við Skútuvog.
Meðfylgjandi erindi er bréf hönnuðar vegna texta í umsókn, dags. 3.10.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54.    Suðurlandsbraut 24     (01.264.103) 103530    Mál nr. BN055260
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 3., 4. og 5. hæð, koma fyrir nýjum flóttastiga í kverk milli húsa vestanmegin, hækka þak á framhluta húss og koma þar fyrir loftræsiklefa í húsi á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Stækkun vegna hækkunar þaks: 11,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018 og vísað til athugasemda.

55.    Urðarbrunnur 7-11     (05.053.801) 206131    Mál nr. BN055250
540814-0230 Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða, steinsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum, einangrað að utan og klætt loftaðri álklæðningu, á lóð nr. 7-11 við Urðarbrunn.
Stærð, mhl. 01, A-rými:  228,9 ferm., 796,9 rúmm.
B-rými:  20,2 ferm., 60,2 rúmm.
Mhl. 02, A-rými:  426,3 ferm., 1.363 rúmm.
B-rými:  22,2 ferm., 66,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

56.    Úlfarsbraut 82     (02.698.603) 205744    Mál nr. BN052609
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051319 sem felst í því að hætt er við bogadregið þakskyggni ofan á þaki og gluggum á vesturhlið er breytt ásamt því að hætt er við stoðveggi á lóð í húsi á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu.
Samþykki lóðarhafa á nr. 84 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57.    Úlfarsbraut 126     (05.056.501) 205756    Mál nr. BN055009
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja hæða íþróttamiðstöð auk hækkunar á ljósamöstrum á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut.
Stærð:
A-rými:  5.049 ferm., 48.090,8 rúmm.
B-rými:  2.019,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er í skipulagsferli og vísað til athugasemda.

58.    Vitastígur 12     (01.173.119) 101536    Mál nr. BN055188
570197-2829 Hugver ehf, Pósthólf 671, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. e fyrir 20 gesti á 1. hæð húss á lóð nr. 12 við Vitastíg.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

59.    Öldugata 12     (01.136.316) 100574    Mál nr. BN054613
190156-5679 Jón Gunnlaugur Jónasson, Öldugata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar með þaksvölum við hús á lóð nr. 12 við Öldugötu.
{Bréf með rökstuðningi um endurupptöku frá eigendum dags. 23. apríl 2018, afrit af tölvupósti SHS dags. 2. mars 2018, útlitsteikningar með undirritun eigenda nr. 10, 13 og 14 ódagsett fylgir með umsókn.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Erindinu fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18.06.2018.
Stækkun viðbygging:  xxx ferm., xxx rúmm.
Stækkun bílskúr:  xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 5.13.01, 5.13.02, 5.13.03, 5.13.04 dags. 18. desember 2017 og síðast breytt 12. september 2018.

Ýmis mál

60.    Hofteigur 19     (01.362.207) 104597    Mál nr. BN055216
190791-2469 Tara Brynjarsdóttir, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
260891-2199 Egill Þormóðsson, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
Tilkynnt er um framkvæmd sem er breyting á innra fyrirkomulagi í kjallaraíbúð og fela í sér að breyta þarf burðarvegg og súlu í kjallara á lóð nr. 19 við Hofteig.
Meðfylgjandi er greinagerð hönnuðar ásamt samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

61.    Krókavað 1     (04.731.801) 198731    Mál nr. BN055315
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stækka lóðina Krókavað 1, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 08.10.2018.
Lóðin Krókavað 1 (staðgr. 4.731.801, L198731) er 3227 m².
Bætt 50 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (L221449).
Lóðin Krókavað 1 (staðgr. 4.731.801, L198731) verður 3277 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 01.06.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 15.06.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

62.    Lambhagavegur 11A     (02.647.103) 218295    Mál nr. BN055316
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stækka lóðina Lambhagaveg 11A, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 08.10.2018.
Lóðin Lambhagavegur 11A (staðgr. 2.647.103, L218295) er 40 m².
Bætt 19 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (L221447).
Lóðin Lambhagavegur 11A (staðgr. 2.647.103, L218295) verður 59 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10.09.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 11.09.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

63.    Lindarvað 2     (04.771.102) 201476    Mál nr. BN055317
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stækka lóðina Lindarvað 2, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 08.10.2018.
Lóðin Lindarvað 2 (staðgr. 4.771.102, L201476) er 3679 m².
Bætt 34 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (L221449).
Leiðrétt um -1 m² vegna fermetrabrota.
Lóðin Lindarvað 2 (staðgr. 4.771.102, L201476) verður 3712 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 01.06.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 15.06.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

64.    Miðtún 82     (01.235.110) 102954    Mál nr. BN055297
030446-3999 Sigurður Harðarson, Njarðargata 41, 101 Reykjavík
Spurt er hvort áður gerð (ósamþykkt) íbúð í risi fengist samþykkt sem íbúð í húsi nr. 82 við Miðtún.
Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi né ákvæðum byggingarreglugerðar um íbúðir.

65.    Tindasel 3     (04.934.103) 112898    Mál nr. BN055271
120551-2809 Gestur Ólafur Auðunsson, Digranesheiði 30, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir skjólveggjum á lóðarmörkum lóðar nr. 3 við Tindasel.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlandsins.
Samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir girðingu á lóðarmörkum er krafist.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:25

Harri Ormarsson    Nikulás Úlfar Másson
Óskar Torfi Þorvaldsson    Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson    Gunnar Logi Gunnarsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Olga Hrund Sverrisdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 23. október kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 994. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack og Harri Ormarsson. Nikulás Úlfar Másson yfirgaf fundinn eftir lið nr. 53.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055299
630109-1080 Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054077 sem felst breytingu á staðsetningu ÚT-ljósa í húsi á Reit 2-L1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

2.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055264
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 3. hæð í byggingu L1 sem er mhl. 12 á reit 2 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgja tvö bréf með skýringum hönnuðar bæði dags. 25. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.    Ármúli 5     (01.262.002) 103514    Mál nr. BN055198
620104-2480 Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052120 þannig að útsogsrör frá eldhúsi er flutt á austurgafl og minniháttar breytingar innandyra á lóð nr. 5 við Ármúla.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

4.    Ásvallagata 58     (01.139.011) 100744    Mál nr. BN055357
231064-7969 Hildur Hrefna Kvaran, Ásvallagata 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047880 þannig að svalahurð á svefnherbergi verður einföld í stað tvöfaldrar til að auðvelda aðgengi út á svalir einbýlishúss á lóð nr. 58 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5.    Bergstaðastræti 14     (01.180.212) 101700    Mál nr. BN055332
640216-0930 Grettisberg ehf., Bergstaðastræti 10a, 101 Reykjavík
581298-3669 Fíkjur ehf., Bergstaðastræti 10a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II, tegund a, í kjallara húss nr. 14 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6.    Bergstaðastræti 29     (01.184.413) 102073    Mál nr. BN055324
040474-5019 Guðmundur Aðalsteinsson, Danmörk, Sótt er um leyfi til byggja mhl. 02 sem er tveggja hæða steynsteypt íbúðarhús með kjallara á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.
Stærð mhl.02: 226,7 ferm., 682,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7.    Bíldshöfði 9     (04.062.001) 110629    Mál nr. BN054410
421014-1590 Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindum BN052079 (heilsugæsla 2.h.), BN052828 (verslun suðurenda) og BN053491(verslun norðurenda) vegna lokaúttekta í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Bréf arkitekts dags. 21.03.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

8.    Bolholt 6-8     (01.251.203) 103441    Mál nr. BN055150
480402-2430 Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN054047 sem felst í breytingum á skábrautum, neyðarlýsingu, starfsmannarými og tæknirými á 3. og 5. hæð í gististað í flokki ll í húsi á lóð nr. 6-8 við Bolholt.
Erindi fylgja bréf frá SHS og mynd af skábraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055258
681205-3220 HTO ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindum BN029205, BN035128, BN037406 og BN045135 þannig að staðsetningu bílastæða fyrir hreyfihamlaða er breytt, merkingar á lyftum eru fjarlægðar og umferðarleiðir merktar v/lokaúttektar á bílakjallara BK2, á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

10.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055344
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 6. hæð og í hluta 5. hæðar í Katrínartúni 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055017
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. a á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhúss Katrínartúns 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu, uppfærð 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

12.    Bólstaðarhlíð 20     (01.274.001) 103628    Mál nr. BN055309
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja timburbyggingu sem nota á sem kennslustofu og tengigang sem tengist við færanlega kennslustofu á á lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð.
Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

13.    Breiðagerði 20     (01.817.201) 108130    Mál nr. BN055279
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir léttum vegg til að skerma kennslustofu í kjallara austurálmu frá gangi og til að koma fyrir hljóðeinangrandi plötum í innglugga og rennihurðir sem skilja milli bókasafns og margmiðlunarstofu í Breiðagerðisskóla á lóð nr. 20 við Breiðagerði.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

14.    Einarsnes 42-42A     (01.672.019) 203190    Mál nr. BN055366
030176-3169 Benedikt Sveinsson, Einarsnes 42A, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi þak og byggja nýtt söðulþak með kvistum á báðum hliðum ásamt því að stækka anddyri í húsi á lóð nr. 42a við Einarsnes.
Stækkun:  x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Einarsnes 62     (01.673.015) 188233    Mál nr. BN055275
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049610 þannig að bíslag hefur verið stækkað yfir kjallaratröppur, innra skipulagi hefur verið breytt og þak bílskúrs verður einhalla til samræmis við nágrannabílskúr, við einbýlishús á lóð nr. 62 við Einarsnes.
Stækkun:  7,9 ferm., 47 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Ferjuvogur 2     (01.440.101) 105399    Mál nr. BN055311
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleiðum og brunavarnabúnaði í Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog.
Bréf hönnuðar dags. 5. okt. 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17.    Fischersund 3     (01.136.540) 100629    Mál nr. BN054638
610312-1360 Fischersund 3 ehf., Fischersundi 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi á jarðhæð ásamt leyfi til að byggja nýjar svalir, breyta gluggum og gera gististað í flokki lll - tegund c, minna gistiheimili fyrir 10 gesti, í húsi á lóð nr. 3 við Fischersund.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18.    Fjólugata 19     (01.185.513) 102203    Mál nr. BN053919
060658-5019 Guðjón Ingi Árnason, Rauðarárstígur 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, stækka og endurnýja bílskúr og útbúa svalir á hluta þaks, lækka gólf í kjallara, grafa frá suðurhlið og innrétta nýja íbúð þar, breyta aðkomu, byggja nýjar svalir á 2. hæð og í risi, breyta gluggum og innra skipulagi, einangra að utan og klæða með flísum hús á lóð nr. 19 við Fjólugötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2017.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 5. desember 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2017 og minnisblað um brunavarnir dags, 9. nóvember 2017.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018, bréf til nágranna dags. 26. febrúar 2018, samþykki eiganda Sóleyjargötu 17, tveggja eigenda Sóleyjargötu 19, eiganda Sóleyjargötu 17, eins eiganda Sóleyjargötu 15 og eins eiganda Fjólugötu 19A.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt fyrri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.    Gefjunarbrunnur 7     (02.695.203) 206007    Mál nr. BN054948
160882-3529 Gunnar Hannesson, Þorrasalir 13, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús úr varmamótum á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 7 við Gefjunarbrunni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.
Stærð: 251,3 ferm., 607,44 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20.    Grettisgata 9     (01.172.235) 101489    Mál nr. BN055259
420498-3229 Hótel Frón ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
591108-0260 Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 4. hæð í gistiheimili í húsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
21.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055359
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053745 þannig að innra skipulag og lögun efri hæðar bílakjallara, sem er mhl. 12, breytist og til að skrá sprinklerklefa sem hluta bílakjallara í stað mhl. 02 í fjölbýlishúsum á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærðarbreyting:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

22.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055330
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tveggja til fimm hæða fjölbýlishús, tvö stigahús með 26 íbúðum sem verða mhl. 05 á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærð, A-rými:  3.311,9 ferm., 11.778,4 rúmm.
B-rými:  133,4 ferm., 391,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

23.    Háaleitisbraut 58-60     (01.284.401) 103735    Mál nr. BN055351
091188-3339 Stína Tuyet Thanh Nguyen, Veghús 7, 112 Reykjavík
290343-4379 Sveinn Henrik H Christensen, Vaðlasel 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053073 þannig að komið er fyrir frákaststokk á vesturhlið verslunarhúss á lóð nr. 58-60 við Háaleitisbraut.
Erindi fylgir samþykki húsfélags áritað á uppdrátt dags. 15. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

24.    Hátún 29     (01.235.018) 102941    Mál nr. BN055364
290786-2749 Róbert Halldórsson, Sviss, 260487-6049 Oddur Ólafsson, Hátún 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá eignarhluta í kjallara sem ósamþykkta íbúð vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 29 við Hátún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

25.    Hvammsgerði 10     (01.802.408) 107702    Mál nr. BN055200
190170-5869 Sverrir Björgvinsson, Lofnarbrunnur 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist á norðurhlið og til að byggja svalir á vesturgafli einbýlishúss á lóð nr. 10 við Hvammsgerði.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2018.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

26.    Kleppsvegur 104     (01.355.008) 104321    Mál nr. BN054476
300551-2709 Bjarni Geir Alfreðsson, Leifsgata 3, 101 Reykjavík
061078-3719 Björn Salvador Kristinsson, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, endurnýja anddyri, byggja utanáliggjandi stigahús, innrétta þrjár íbúðir, fjarlægja klæðningu og múra að utan, ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr við hús á lóð nr. 104 við Kleppsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.
Áður gerður bílskúr:  41,1 ferm., 125,3 rúmm.
Stækkun:  136,9 ferm., 347,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

27.    Kvistaland 17-23     (01.863.201) 108805    Mál nr. BN055325
191268-3779 Þóranna Jónsdóttir, Eyrarbraut 9, 825 Stokkseyri
Sótt er um leyfi til að leiðrétta stærðir í húsi nr. 17 á lóð nr. 17- 23 við Kvistaland.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

28.    Lambhagavegur 19     (02.683.401) 208852    Mál nr. BN055167
520510-1330 Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051044 þannig að innra skipulagi er breytt og húsinu skipt upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar gróðurhús og hins vegar fjórhjólaleigu, flóttastiga er breytt og hann fluttur  á suðausturhlið húss á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

29.    Langholtsvegur 115     (01.414.003) 105096    Mál nr. BN055338
010982-3329 Stefán Þorvarðarson, Langholtsvegur 115, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steyptan bílskúr á tveimur hæðum við norðvesturgafl húss á lóð nr. 115 við Langholtsveg.
Stærðir (hvors bílskúrs fyrir sig): 20,3 ferm., 56,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

30.    Laugateigur 20     (01.364.304) 104634    Mál nr. BN055301
020375-3299 Unnur Kristín Ragnarsdóttir, Laugateigur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052964 vegna lokaúttektar sem felst í því að fallið er frá því að vera með hurð út í garð á jarðhæð í húsi á lóð nr. 20 við Laugateig.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31.    Laugavegur 20B     (01.171.504) 101420    Mál nr. BN055276
470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051652 þannig að veitingastaður verður í flokki ll - tegund f, krá, í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.
Erindi fylgir hljóðskýrsla dags. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

32.    Laugav 22/Klappars 33     (01.172.201) 101456    Mál nr. BN055231
590517-1430 22 Bravó ehf., Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
480191-1459 Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og brunavörnum í veitingastað í flokki III á 1. hæð í Laugavegi 22 á lóðinni Laugav22/Klappars 33.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

33.    Laugavegur 27     (01.172.009) 101431    Mál nr. BN053920
681172-0179 Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í lítilsháttar breytingum á innra fyrirkomulagi núverandi veitingastaðar í húsi á lóð nr. 27 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN055288
530317-0990 Reykjavík Napólí ehf., Grandagarði 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta ísbúð í pizzagerð með veitingaleyfi í flokki II, tegund c. á Hlemmi Mathöll á lóð nr. 107 við Laugaveg.
Gjald. kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35.    Lautarvegur 8     (01.794.302) 213566    Mál nr. BN055339
640616-0240 Bstjóri ehf., Dalaþingi 9, 203 Kópavogur
591016-0910 Vogurinn fasteignafélag ehf., Lautarvegi 8, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051958 þannig að grafið hefur verið frá kjallara og settur stoðveggur við lóðamörk, gluggum breytt á vestur- og norðurhlið og komið fyrir dyrum á norðurhlið bílskúra v/lokaúttektar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

36.    Lautarvegur 14     (01.794.104) 213562    Mál nr. BN055368
580915-0270 Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050491, þannig að komið er fyrir fataherbergjum á 2. og 3. hæð og hurð að tómstundaherbergi verður með eldvarnarmerkingu í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Lindarvað 2-14     (04.771.102) 201476    Mál nr. BN055349
301072-4309 Rúnar Marinó Ragnarsson, Lindarvað 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á austurhlið húss nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Lindarvað.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38.    Lofnarbrunnur 14     (05.055.501) 206089    Mál nr. BN052686
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3ja hæða, 11 íbúða fjölbýlishús auk bílakjallara á lóð nr. 14 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. maí 2017 fylgir erindinu. Bréf frá hönnuði dags. 26. apríl. 2018  og 4. okt. 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Stærð: A rými 1.437,8 ferm., 4.580.8 rúmm.
B rými XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.

39.    Lofnarbrunnur 40-42     (05.055.604) 206096    Mál nr. BN047408
151179-5339 Magnús Gunnar Erlendsson, Lofnarbrunnur 42, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi á efri hæð og í kjallara, bæta við hurð og glugga á austurhlið kjallara og innrétta gluggalaus rými í sökkli parhúss nr. 42 á lóðinni nr. 40-42 við Lofnarbrunn.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í borgarráði þann 10. maí 2007 fylgir erindinu ásamt samþykki eiganda Lofnarbrunns 40 áritað á uppdrátt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Stækkun:  22,9 ferm., 126 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.

40.    Lokastígur 28     (01.181.309) 101779    Mál nr. BN055261
530916-0140 Fasteignafélag Kópavogs ehf., Smiðjuvegi 40d, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, færa til starfsmannaaðstöðu og snyrtingu fyrir hreyfihamlaða, færa fram hluta af útvegg á norðausturhlið og koma fyrir palli/svölum á 3. hæð veitingahúss í flokki II á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Stækkun:  1,3 ferm., 3,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
41.    Lyngháls 4     (04.326.402) 180304    Mál nr. BN055307
711296-4929 Grjótháls ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN053059 sem er breyting á burðarvirki, gerð viðbyggingar og tengibyggingar og nýr inngangur með skyggni gerður á norðurhlið í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 2. okt. 2017 fylgir
Stækkun í ferm. og minnkun á rúmm. frá áður samþykktu erindi er: 32,1 ferm.  og -344,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

42.    Melbær 31-43     (04.361.406) 111266    Mál nr. BN055320
030873-5569 Geir Sigurður Jónsson, Melbær 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa burðarvegg og setja stálbita í hans stað og færa eldhús í húsi nr. 41 á lóð nr. 31-43 við Melbæ.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

43.    Miðtún 20     (01.223.101) 102891    Mál nr. BN055326
190861-2609 Ásgeir Ævar Guðnason, Miðtún 20, 105 Reykjavík
010464-3749 Guðbjörg Björnsdóttir, Miðtún 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist og loka anddyri og sólskála á húsi nr. 20 við Miðtún.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

44.    Rangársel 8     (04.938.702) 112922    Mál nr. BN055032
220660-2659 Hallgrímur Þ Gunnþórsson, Rangársel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými í ungbarnaleikskóla fyrir 15 til 20 börn, sem verður ein leikskóladeild með snyrtingu, ræstingu/þvottahúsi, eldhúsi og aðstöðu fyrir stafsmenn í rými 0101 í mhl. 04 og verður útisvæði fyrir börnin í einkagarði sem er í eigu rekstraraðila í sama húsi á lóð nr. 8 við Rangársel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar dags. 9. apríl 2018.
Einnig fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 26. ágúst 2018, ljósrit af skiptayfirlýsingu lóðar dags. 24. ágúst 1987, tölvupóstur frá umsækjanda til SHS og Umhverfis og heilbrigðisstofu dags. 11. okt. 2018, leigusamningur um afnot af hluta lóðar dags.1. október og tveir tölvupóstar frá Björgvin Víglundssyni dags. 18. og 19. október 2018. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45.    Rauðagerði 6-8     (01.820.201) 108289    Mál nr. BN055084
181271-3029 Linda Rut Benediktsdóttir, Rauðagerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og gera nýja íbúð í kjallara, rými 0002 í húsi nr. 6 á lóð nr. 6 - 8 við Rauðagerði.
Samþykki meðeiganda á teikningum og í bréfi dags. 10. ágúst 2018, jákvæð fyrirspurn frá skipulagi dags. 26. maí 2018 og húsaskoðun dags. 11. september 2018 fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46.    Ránargata 29     (01.135.206) 100455    Mál nr. BN055337
210265-5389 Hörður Magnússon, Ránargata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara í húsi á lóð nr. 29 við Ránargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

47.    Skaftahlíð 24     (01.274.201) 103645    Mál nr. BN055334
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í mhl. 01 og 03 og koma þar fyrir skrifstofum kennslustofum, búningsaðstöðu og matsal ásamt því að byggja tengigang neðanjarðar milli húsa á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Stækkun: 7,7 ferm., Xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

48.    Skeifan 15, Faxafen 8     (01.466.001) 195608    Mál nr. BN055350
480904-2730 Örninn Hjól ehf, Faxafeni 8, 108 Reykjavík
550570-0259 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja milligólf í norðurenda með aðgengi úr verslun á 1. hæð ásamt áður gerðum breytingum á útliti norðurhliðar í húsi nr. 8 við Faxafen á lóð nr. 15 við Skeifuna / nr. 8 við Faxafen.
Stækkun: x ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

49.    Sogavegur 42     (01.813.104) 107876    Mál nr. BN055247
110466-3589 Ingi Eiríksson, Sogavegur 42, 108 Reykjavík
250766-3009 Hrönn Jónsdóttir, Sogavegur 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara með því að grafa út, gera geymslu, sjónvarpsherbergi og þvottaherbergi og koma fyrir stiga niður í kjallara í húsi á lóð nr. 42 við Sogaveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags 18. sept. 2018 og samþykki eigenda á Sogavegi 40 fylgir erindi.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Stækkun: 59,1 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
50.    Stigahlíð 81     (01.732.203) 107375    Mál nr. BN055310
111057-1929 Dóra Hjálmarsdóttir, Stigahlíð 81, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053497 þannig að hætt er við að stækka bílageymslu við hús á lóð nr. 81 við Stigahlíð. 
Minnkun:  6,3 ferm., 22,2 rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

51.    Suðurhlíð 9     (01.780.401) 107506    Mál nr. BN053802
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN047128 vegna lokaúttektar sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi, útliti og brunahönnun í húsi á lóð nr. 9 við Suðurhlíð.
Skýrsla brunahönnunar uppfærð 12. október 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

52.    Suðurlandsbraut 4     (01.261.403) 103513    Mál nr. BN054820
510108-2210 Mænir Reykjavík ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050670 vegna lokaúttektar, en um er að ræða breytingu á brunahólfun stigahúss á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

53.    Suðurlandsbraut 24     (01.264.103) 103530    Mál nr. BN055260
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 3., 4. og 5. hæð, koma fyrir nýjum flóttastiga í kverk milli húsa vestanmegin, hækka þak á framhluta húss og koma þar fyrir loftræsiklefa í húsi á lóð nr. 24 við  Suðurlandsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Stækkun vegna hækkunar þaks:  11,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

54.    Urðarbrunnur 30     (05.054.601) 205784    Mál nr. BN055356
040983-5039 Sæþór Ásgeirsson, Þingasel 4, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á þremur pöllum úr Ytong einingum á lóð nr. 30 við Urðarbrunn.
Stærð, A-rými:  325 ferm., 1.463,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

55.    Vesturgata 51C     (01.134.007) 100303    Mál nr. BN055292
051180-4539 Hafþór Páll Bryndísarson, Vesturgata 51C, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka ris þannig að ný hæð verði þar sem nú er hæð og ris í húsi á lóð nr 51C við Vesturgötu.
Stækkun:  ferm, rúmmetrar.
Vísað er í umsögn Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 25. apríl 2014, útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa, dags. 28. apríl 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 18. maí 2014.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

56.    Þingholtsstræti 1     (01.170.305) 101342    Mál nr. BN054654
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I - tegund d á 1. hæð húss á lóð nr. 2 við Ingólfsstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018. Erindinu fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. september 2018, undirritað samþykki meðeigenda á lóð á teikn. dags. 6.9.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

57.    Ægisgarður 5     (01.116.101) 100061    Mál nr. BN055244
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sex söluhús úr timbri á steyptum sökklum ásamt inntakshúsi á lóð nr. 5 við Ægisgarð.
Stærðir:
Mhl. 02: 40,7 ferm., 182,9 rúmm.
Mhl. 03: 76,0 ferm., 347,2 rúmm.
Mhl. 04: 93,9 ferm., 391,1 rúmm.
Mhl. 05: 52,7 ferm., 214,1 rúmm.
Mhl. 06: 90,3 ferm., 378,9 rúmm.
Mhl. 07: 52,7 ferm., 214,1 rúmm.
Mhl. 08:   8,6 ferm.,   24,1 rúmm.
Alls : 414,9 ferm., 1.752,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58.    Öldugata 53     (01.134.305) 100354    Mál nr. BN052952
510105-2490 Öldugata 53,húsfélag, Öldugötu 53, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á bakhlið 2., 3. og 4. hæðar, gera sérnotaflöt fyrir íbúð 1. hæðar og koma fyrir fellistiga á fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Öldugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2017.
Jafnframt er erindi BN046007 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 21. maí 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi. 
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 51 og 55 og Brekkustíg 12 og 14 frá 10. september 2018 til og með 8. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu skipulags skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt. sbr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

59.    Kirkjustétt 18-22     (04.135.102) 187985    Mál nr. BN055280
121271-4789 Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík
Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að byggð er einnar hæðar staðsteypt viðbygging á vesturhlið og komið fyrir svölum á viðbygginguna á húsi nr. 22 við Kirkjustétt.
{Stækkun viðbyggingar er: XX ferm., XX rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

60.    Rauðalækur 40     (01.344.105) 104029    Mál nr. BN054454
040576-3719 Bjarki Þór Eliasen, Rauðalækur 40, 105 Reykjavík
Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í því að fjarlægja hluta úr burðarvegg milli eldhúss og borðstofu ásamt því að stækka hurðargöt þar og breyta fyrirkomulagi í eldhúsi í íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 40 við Rauðalæk.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Afgreitt.
Senda skal byggingarfulltrúa stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um framkvæmdina.

Fyrirspurnir

61.    Hólmsland C-13 C-14         Mál nr. BN055211
171047-5609 Ólafur Óskar Einarsson, Hjaltabakki 12, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja niður tvær 2800 lítra rotþrær við gamla sumarbústaði, C13 og C14 í Hólmslandi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2018.
Frestað.
Vísað til athugasemda.

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 12:30

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack
Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =