Fundur nr. 139

Hverfisráð Grafarvogs

Ár 2017, þriðjudaginn 9. maí var haldinn 139. fundur hverfisráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness og hófst fundurinn kl. 17.00. Viðstödd voru Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður, Guðbrandur Guðmundsson, Björn Jón Bragason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Gísli Rafn Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Hjördís Björg Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi Korpúlfa og  Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs sem ritaði fundargerð.   Unnur Margrét Arnardóttir, Jökull Pálmar Jónsson, Þórólfur Jónsson og Auður Ólafsdóttir komu á fundinn undir lið 1.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á hugmyndum sem bárust  í „Hverfið mitt“ ásamt mati og flokkun fagteymis.

- Kl. 18.30 víkja Unnur Margrét Arnardóttir, Jökull Pálmar Jónsson, Þórólfur Jónsson og Auður Ólafsdóttir fóru af fundinum.

2. Lögð fram styrkumsókn frá Þorvaldi Guðjónssyni verkefnastjóra í Miðgarði vegna framkvæmdar Grafarvogsdags 2017.
Samþykkt samhljóða að styrkja daginn um 150.000 kr.

3. Fram fer umræða um Máttarstólpan 2017.
Samþykkt að veita afreksíþróttasviðið Borgarholtsskóla Máttarstólpann 2017 ásamt 50.000 kr. viðurkenningu.

4. Lögð fram útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. apríl 2017 varðandi aðalskipulag – veitinga og gististaðir.
Frestað.

Fundi slitið kl. 17.55

Sigurður Hólm Gunnarsson

Guðbrandur Guðmundsson Björn Jón Bragason
Gísli Rafn Guðmundsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

16 + 3 =