Fundur nr. 133

Hverfisráð Miðborgar

Ár 2016, fimmtudaginn 15. desember, var haldinn 133. fundur hverfisráðs Miðborgar. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 77 og hófst kl. 11.33 Viðstödd voru: Svafar Helgason ( P) sem stýrði fundi og Elsa Hrafnhildur Yeoman (BF). Benóný Ægisson frá Íbúasamtökum Miðborgar Einnig sátu fundinn þau Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, sem jafnframt ritaði fundargerðina.


Þetta gerðist:

1. Innri endurskoðun á þjónustumiðstöðvum og hverfaráðum.

- Kl. 11.44. tekur Áslaug Friðriksdóttir sæti á fundinum.

Formaður hverfisráðs Svafar Helgason (P) leggur fram svohljóðandi bókun:

Formaður hverfisráðs miðborgar fagnar þeirri vinnu og niðurstöðum sem koma fram í úttekt og innri endurskoðun um þjónustumiðstöðvar og hverfisráð Reykjavíkurborgar. Báðir valkostir sem lagðir hafa verið fram í því skjali hugnast hverfisráði miðborgar betur en að leyfa núverandi fyrirkomulagi að halda áfram óbreyttu. Valkostur 2 sem fer fram á róttækari breytingar og kerfislæga uppstokkun stendur þó fremur þeirri fyrri. Borgarhlutaráð sem pólitískur armur þjónustumiðstöðvana hugnast okkur sem raunhæf leið að dreifingu valds og ábyrgðar innan borgarkerfisins sem tekur betur tillit til staðhátta og hverfislægar nálgunar á þjónustu sem hefur orðið of miðstýrð hjá fagsviðunum. Telur formaður hverfisráðs miðborgar að borgarhlutaráð, með fyrirhugaðri aukningu á ábyrgðarhlutverki, valdsviði og aðgengi að mannauði muni vera mikilvægt skref í áttina að þeirri breytingu að vinna verkefni með lausnum og útfærslum sem eru sérsniðnar að þörfum nærumhverfisins frekar en að vinna að heildrænum lausnum og stefnumótun sem betur eiga heima í miðlægri stjórnsýslu.

2. Úthlutun styrkja úr hverfisráði.

- Kl. 11.52 víkur Benóný Ægisson af fundi.

Tvær umsóknir bárust til hverfisráðs, annars vegar frá Íbúasamtökum Miðborgar og hins vegar verkefnið, Hjólað óháð aldri. Hverfisráð hefur 500.000 kr. til úthlutunar og ákváðu að Íbúasamtökin fengju allan styrkinn.

- Kl. 12.07 tekur Benóný Ægisson sæti á fundinum.

3. Ungmennaráð Miðborgar og Hlíða. Hrefna Þórarinsdóttir frá Frístundamiðstöðinni
Tjörninni fór yfir hlutverk ungmennaráðs og óskaði eftir góðu samstarfi við hverfisráðið.

Fundi slitið kl. 12.23

Svafar Helgason

Elsa Hrafnhildur Yeoman Áslaug Friðriksdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 12 =