Fundur nr. 132 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 132

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2018, 24. janúar, var haldinn 132. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík, kl. 11.05. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Börkur Gunnarsson (D), Eva Einarsdóttir (Æ), Hermann Valsson (V), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S) og Þórlaug Ágústsdóttir (Þ). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Jóna Björg Sætran (B); Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Lilja Eyþórsdóttir, skólastjórar í leikskólum; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum og Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram skýrsla til starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík - Könnun á meðal útskriftaárganga úr kennaranámi HÍ/KHÍ og HA árin 2000-2012, dags. í október 2017. SFS2016100041

Stefán Hrafn Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, varðandi málþing um nýliðun og bætt starfsumhverfi kennara, haldið 25. janúar 2018 á Grand hótel. SFS2016100041

3.    Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata auk bréfs Félags skólastjórnenda í Reykjavík, dags. 10. janúar 2018: 

Skóla- og frístundaráð samþykkir að efna til formlegs samstarfs við félög skólastjórnenda, háskóla og samband sveitarfélaga um leiðir til að styrkja faglega stöðu stjórnenda í skóla- og frístundastarfi og gera stjórnendastörf eftirsóknarverðari. Áhersla verði lögð á að greina starfsumhverfi þeirra, þ.e. verkaskiptingu stjórnenda innan stofnana, stjórnunarumfang og álagsþætti og koma fram með tillögur að aðgerðum um hvernig megi auka svigrúm stjórnenda til að sinna hlutverki sínu sem faglegir leiðtogar. Sviðsstjóra er falið að stofna starfshópa um verkefnið sem verði skipaðir fulltrúum skóla- og frístundaráðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga, stjórnenda í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og Háskóla Íslands, auk fulltrúa skóla- og frístundasviðs.

Samþykkt. SFS2018010139

Áheyrnarfulltrúi skólastjóra í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

Félag skólastjórnenda í Reykjavík fagnar framkominni tillögu um bætt starfsumhverfi stjórnenda í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Stjórn félagsins kallaði eftir þeirri rýnivinnu sem stefnt er að í tillögunni og lýsir ánægju með hugmyndir um þá aðila sem kallaðir verða til verka. Félagið er tilbúið að koma að umræddri vinnu á öllum stigum máls og skorar á skóla- og frístundaráð að kalla eftir breiðu samstarfi líkt og gert var þegar rýnt var í starfsumhverfi kennara út frá bókun 1 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara. Stjórnin ber miklar væntingar til þess að afrakstur þess samstarfs sem lýst er í tillögunni leiði til tillagna sem muni bæta starfsumhverfi stjórnenda í grunnskólum borgarinnar.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fagleg markviss vinna til efla stöðu skólastjórnenda sem faglegra leiðtoga er löngu tímabær og því ánægjulegt að nú fari slík vinna af stað í samstarfi fulltrúa skólastjórnenda ásamt breiðs hóps annarra sérfræðinga. Starfs- og vinnuskylda skólastjórnenda er umfangsmikil og þurfa þeir í raun að vera sérfræðingar á mörgum sviðum samtímis til að geta sinnt starfi sínu sem skyldi. Stjórnunarumfang skólastjórnenda getur hæglega skyggt á faglega forystu og brýnt að skerpa starfslýsingar meðstjórnenda og efla innbyrðis flæði verkefna, efla samskiptahæfni, markmiðasæknar vinnuaðferðir og samvinnu, en á sama tíma er brýnt að allt upplýsingaflæði sé lipurt af hálfu skóla- og frístundasviðs varðandi rekstrargrundvöll skólanna, fjármál og annað sem snýr að farsælum rekstri. Einnig væri til bóta að fastráða fjármálastjóra í ákveðnu starfshlutfalli við þá skóla sem þess óska.

4.    Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata:

Skóla- og frístundaráð leggur til að stuðningur verði aukinn við skóla og frístundamiðstöðvar vegna móttöku og aðlögunar barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Settur verður á fót starfshópur um bætt verklag við móttöku þessara barna með hliðsjón af fyrirmyndum í nágrannalöndum okkar. Sérstaklega verði hugað að því hvernig styðja megi við skóla- og frístundabyrjun barna úr hópi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd þar sem skólaganga hefur verið rofin eða takmörkuð og þar sem börn glíma við áfallastreitu, kvíða eða vanlíðan.

Greinargerð fylgir. SFS2018010152 
Samþykkt.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja mikla áherslu á að auka stuðning við skólakerfið vegna móttöku og aðlögunar barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með þarfir hvers barns í brennidepli. Því skal haldið til haga að um mjög mismunandi hópa er að ræða en við ítrekum mikilvægi þess að endurskoða reglulega almenna móttöku barna af erlendum uppruna en einnig að skerpa á nýjum veruleika varðandi skólagöngu barna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Við skorum á ríkið að bregðast sem fyrst við framkomnum tillögum borgarinnar um úrbætur varðandi bætt samstarf og stuðning við sveitarfélög sem þjónusta þennan hóp. Skóla- og frístundaráð hefur áður bent á mikilvægi þess að tryggja nægilegt fjármagn en jafnframt leggja fram skýrar leiðbeinandi reglur um skóla- og frístundastarf umræddra barna, sem geti nýst við að tryggja börnunum farsæla skólagöngu.

Fríða Bjarney Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


5.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, varðandi #metoo, yfirlýsingu frá konum innan menntageirans auk þess lögð fram yfirlýsing frá konum innan menntageirans. SFS2017120108

6.    Lagðar fram skýrslur vegna ytra mats skóla- og frístundasviðs á leikskólanum Árborg, dags. í október 2017, Maríuborg, dags. í nóvember 2017 og Skerjagarði, dags. í desember 2017. Auk þess lögð fram skýrsla vegna ytra mats Menntamálastofnunar á leikskólanum Sæborg. SFS2015060052

Auður Ævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 13.25 víkur Magnús Þór Jónsson af fundi.

7.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Hulduheima.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við Hulduheima, trúnaðarmál.
b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við Hulduheima, trúnaðarmál
c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við Hulduheima.
d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Ein umsókn barst um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Elínu Rós Hansdóttur leikskólastjóra Hulduheima frá og með 1. febrúar 2018. SFS2018010126

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Hulduheima Elínu Rós Hansdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Bryndísi Markúsdóttur fyrir vel unnin störf.

8.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Seljaborg.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við Seljaborg, trúnaðarmál.
b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við Seljaborg, trúnaðarmál
c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við Seljaborg.
d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Tvær umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Olgu Guðrúnu Stefánsdóttur leikskólastjóra Seljaborgar frá og með 1. febrúar 2018. SFS2018010127

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Seljaborgar Olgu Guðrúnu Stefánsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. 

9.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Engjaborg.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við Engjaborg, trúnaðarmál.
b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við Engjaborg, trúnaðarmál
c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við Engjaborg.
d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Fimm umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Pálu Pálsdóttur leikskólastjóra Engjaborgar frá og með 1. febrúar 2018. SFS2018010128

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Engjaborgar Pálu Pálsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. 

10.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Lyngheima.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við Lyngheima, trúnaðarmál.
b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við Lyngheima, trúnaðarmál
c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við Lyngheima.
d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Fjórar umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Kristínu Helgadóttur leikskólastjóra Lyngheima frá og með 1. febrúar 2018. SFS2017120094

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Lyngheima Kristínu Helgadóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Júlíönu S. Hilmisdóttur fyrir vel unnin störf.

11.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, varðandi samantekt á aðgerðum sem miða að því að manna störf á skóla- og frístundasviði. Jafnframt lagt fram á fundinum minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. janúar 2018, varðandi stöðu ráðninga í skóla- og frístundastarfi, 22. janúar 2018. SFS2017020191

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Verulegur árangur hefur náðst undanfarnar vikur í að fylla lausar stöður í leikskólum og frístundastarfi borgarinnar. Nú vantar að fylla 28 stöðugildi í leikskólum í stað 46 fyrir hálfum mánuði og 27 stöðugildi í frístund samanborið við 41 í síðustu mælingu. Nú eru yfir 90% starfsstöðva leikskóla og frístundar fullmannaðar eða vantar að fylla innan við tvö stöðugildi. Þennan árangur ber sérstaklega að þakka mikilli og góðri vinnu mannauðsdeildar skóla- og frístundasviðs og stjórnenda á vettvangi eins og rakið er í ítarlegu minnisblaði mannauðsdeildar sem lagt var fram á fundinum. Mikilvægt er að fylgja þessum góða árangri eftir, því enn er verk að vinna við að fullmanna starfsstöðvarnar og efla enn frekar aðbúnað og starfsanda á vettvangi.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Ljóst er að leikskólar og frístundaheimili eru ennþá undirmönnuð. Í minnisblaði kemur fram að enn vanti í 28 stöðugildi á leikskólum en ekki er tekið með í reikninginn hversu marga starfsmenn vanti ef börn væru tekin inn í þau 176 lausu pláss sem eru á leikskólunum. Ef þau væru meðtalin vantar í um 44 stöðugildi. Það þarf að taka á þessu vandamáli sem fyrst.

12.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, varðandi yfirlit yfir ráðstefnur og viðburði á vegum skóla- og frístundasviðs í janúar og febrúar 2018. SFS2018010129

13.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. janúar 2018, varðandi yfirlit yfir erindisbréf skóla- og frístundasviðs ágúst 2017 – janúar 2018. SFS2017010020

14.    Lagt fram yfirlit yfir starfshópa skóla- og frístundasviðs í janúar 2018, ódags. og starfshópa á vegum borgarstjóra sem skóla- og frístundasvið á fulltrúa í, dags. 15. janúar 2018. SFS2016020039

15.    Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. janúar 2018, við fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í skóla- og frístundaráði, sbr. 12. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 22. nóvember 2017, um stuðning við skólasamfélagið á Kjalarnesi í tengslum við sameiningu leikskólans, grunnskólans, íþróttahússins/sundlaugar og tónlistarskóla undir sömu rekstrarstjórn. SFS2017110171

16.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018, um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs árið 2018 og yfirlit um styrkumsóknir almennra styrkja skóla- og frístundaráðs 2018. Einnig lagðar fram reglur um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. SFS2017090336

Tillaga úthlutunarnefndar um almenna styrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins 2018:

1)    Umsækjandi: Landsamband slökkviliðs/sjúkrafl. Heiti verkefnis: Eldvarnarátak kr. 300.000.
2)    Umsækjandi: Hlín Magnúsdóttir Njarðvík. Heiti verkefnis: Fjölbreyttar kennsluaðferðir. Kr. 150.000.
3)    Umsækjandi: Eva Dögg Guðmundsdóttir. Heiti verkefnis:    Áfram. Kr. 600.000.
4)    Umsækjandi: Blátt áfram, forvarnarverkefni    . Heiti verkefnis: Bella net-hópastarf fyrir stúlkur. Kr. 400.000.
5)    Umsækjandi: Samfok. Heiti verkefnis: Börn og fátækt,“Á morgun er aldrei nýr dagur.“ Kr. 250.000.
6)    Umsækjandi: Alexía Björg Jóhannesdóttir. Heiti verkefnis: Kynfræðsla pörupiltar. Kr. 750.000.
7)    Umsækjandi: Hrafnhildur Einarsdóttir. Heiti verkefnis: Dans fyrir alla. Kr. 800.000.
8)    Umsækjandi: Muhammed Emin Kizilkaya. Heiti verkefnis: Panga stærðfræðikeppni 2018. Kr. 250.000.
9)    Umsækjandi: Hola-félag spænskumælandi á Íslandi. Heiti verkefnis: Félagsstarf ungmenna á spænsku. Kr. 210.000.
10)    Umsækjandi: Kristbjörn Helgason. Heiti verkefnis: Eru kökur góðar? Kr. 390.000.
11)    Umsækjandi: Rauði krossinn í Reykjavík. Heiti verkefnis:    Heilahristingur – heimanámsaðstoð. Kr. 350.000.
12)     Umsækjandi: Raddir. Heiti verkefnis: Stóra upplestrarkeppnin í Reykjavík. Kr. 250.000.

Samþykkt.

Birgitta Bára Hassenstein víkur af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið.

-    Kl. 14.47 víkja Kristján Gunnarsson og Rósa Ingvarsdóttir af fundi.

17.    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir yfirliti yfir þær tillögur, fyrirspurnir og bókanir sem fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hefur lagt fram í skóla- og frístundaráði á yfirstandandi kjörtímabili ásamt upplýsingum um hvort, hvenær og með hvaða hætti þær hafa verið afgreiddar. SFS2018010170

Fundi slitið kl. 14.58

Skúli Helgason

Börkur Gunnarsson    Eva Einarsdóttir
Hermann Valsson    Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf    Þórlaug Ágústsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 7 =