Fundur nr. 132

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 29. september, var haldinn 132. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Inga Björg Hjaltadóttir boðaði forföll. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um verklag um upplýsingagjöf innri endurskoðunar B-hluta félaga. IE17030003

Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram starfsáætlun endurskoðunarnefndar 2017-2018. IE17090005
Samþykkt.

3. Lagðar fram endurskoðaðar starfsreglur endurskoðunarnefndar. IE16110010
Samþykkt.

4. Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina, dags. 27. apríl 2017, um aðgengi að ársreikningi borgarinnar. R17040177/IE17050001
Frestað.

5. Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 21. þ.m., um mat á innra eftirliti Faxaflóahafna ásamt umsögn endurskoðunarnefndar um skýrslu Innri endurskoðunar. IE17020005
Umsögn endurskoðunarnefndar vísað til hafnarstjórnar ásamt skýrslu innri endurskoðunar.

Fundi slitið kl. 10.45

Ólafur Kristinsson

Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 1 =