Fundur nr. 130 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 130

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 28. ágúst var haldinn 130. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 09:11. Viðstödd voru Sunna Jóhannsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á drögum að árshlutareikningi A-hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu janúar-júní 2017, dags. 26. þ.m., ásamt drögum að skýrslu fjármálaskrifstofu við framlagningu árshlutareiknings, dags. 27. þ.m., og greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta. IE17060001

Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli H. Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9:20 tekur Ingvar Garðarsson sæti á fundinum.

2. Lagt fram minnisblað innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur dags. í dag um stöðu verkefna innan móðurfélags Orkuveitu Reykjavíkur sef. IE17030006

- Kl. 11:04 víkur Inga Björg Hjaltadóttir af fundi.

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur dags. í dag um breytingar á starfsáætlun 2017-2018. IE17030006
Samþykkt.

4. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfarandi verkefna innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur; frumskoðun á Fráveitu, niðurstöður eftirfylgniskoðunar á rafveitu og eftirfylgniskoðun á fjárhagslegu uppgjöri. IE17080004 & IE14100002

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar um árshlutareikning A-hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu janúar-júní 2017. IE17060001
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 12:10

Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =