Fundur nr. 121 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 121

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 10. nóvember var haldinn 121. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal: Hofi, 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.55. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á viðbrögðum við mengunaróhöppum þar sem olía hefur farið í ofanvatn að undanförnu. Nefndin óskar eftir minnisblaði vegna málsins.

Kristín Lóa Ólafsdóttir og Ísak Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Kynnt viðbrögð Heilbrigðiseftirlits við kvörtunum um ólykt sem berst frá fyrirtækjum í Gufunesi yfir í nálæga íbúðabyggð. Nefndin óskar eftir minnisblaði vegna málsins.

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagður fram listi, dags. 13. október 2017, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1250-1254.

4.    Lagður fram listi, dags. 13. október 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 12.06

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir     René Biasone
Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =