Fundur nr. 12 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 12

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 10. október kl. 9:08, var haldinn 12. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir,  Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Marta Grettisdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 3-9. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 1. Starfsfólk skrifstofu umhverfisgæða hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 1.
Fundarritari er Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(E) Samgöngumál

1.    Gólfið í Kvosinni, kynning         Mál nr. US180035

Kynnt  framtíðarsýn á "Gólfið í Kvosinni". 
Götur, Torg og önnur svæði tekin fyrir og hönnunarforsendur þeirra greindar ásamt forgangsröðun verkefna.
Kynnt. 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Áfram Strætó,          Mál nr. US180288

Lagt fram bréf dags. 1. júní 2018 fulltrúa fyrirtækja á svonefndu Hálsasvæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Bæjarhálsi varðandi betri almenningssamgöngur á svæðinu. 
Vísað til meðferðar Strætó bs. 

Skipulags- og samgönguráð þakkar fyrir góða hvatningu og tekur undir mikilvægi þess að bæta samgöngulausnir fyrir starfsfólk og viðskiptavini á Hálsasvæðinu þar sem má finna fjölda mannmargra vinnustaða. Það er til fyrirmyndar hve mörg fyrirtæki á svæðinu hafa mótað sér samgöngustefnu og hvetja þannig til virkra ferðamáta. Góðar almenningssamgöngur eru hryggjarstykkið í eflingu virkra ferðamáta og óskar Skipulags- og samgönguráð eftir tillögum frá Strætó BS að bættri þjónustu á svæðinu.

(A) Skipulagsmál

3.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018.

4.    Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-13, breyting á deiliskipulagi     (05.130.4)    Mál nr. SN180357
681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
700707-0750 Byggingafélag námsmanna ses., Pósthólf 5480, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta  dags. 9. maí 2018 fh. byggingarfélags námsmanna  varðandi breytingu á deiliskipulagi námsmannagarða við  Klausturstíg 1-11 og Kapellustígur 1-13 . Í breytingunni felst að fjölga íbúðum um 52 í fjórum nýjum húsum á lóðinni nr 1-  11 við Klausturstíg og 1-13 við Kapellustíg ásamt því að heimila byggingu geymslu fyrir starfssemi byggingarfélags námsmanna, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 9. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Jón Þorsteinsson dags. 16. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018.
Vísað til borgarráðs. 

5.    Skógarhlíð 14, breyting á deiliskipulagi     (01.705.9)    Mál nr. SN180487
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
690500-2130 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 26. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 14 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst stækkun á lóð til suðurs að núverandi stoðvegg og stíg, ásamt breytingum á byggingarreitum á tveimur stöðum. Annarsvegar er gerður nýr byggingarreitur fyrir bílageymslu og tæknirými innan lóðarstækkunarinnar og hinsvegar er byggingareitur aðalhúss stækkaður til vesturs, fyrir byggingar á einni hæð, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 26. júní 2018. 
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi     (01.193.4)    Mál nr. SN180076
681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
440417-1240 Snorrahús ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Snorrahús ehf. dags. 6. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst hækkun og stækkun á viðbyggingu hússins, breyting á lóðarmörkum, breyting á bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018 uppf. 30. ágúst 2018. Einnig eru lagðir fram minnispunktar Glámu Kím af fundi 9. mars 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018. Erindi er lagt fram að nýju ásamt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrætti dags. 4. október 2018.
Frestað.

Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjórir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lambhagavegur 12A, breyting á deiliskipulagi     (02.498.2)    Mál nr. SN180657
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 24. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkur/Hallsvegur suður vegna lóðarinnar nr. 12A við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að lóð fyrir spennistöð er stækkuð úr 16 fm. í 35 fm. ásamt því að vera flutt til norðvesturs vestan við lóðamörk Lambhagavegs 14, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 28. nóvember 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180360
491299-2239 Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 9. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í breyttu orðalagi og kvöðum er varða landnotkun á lóð A á skipulagssvæðinu. Lóð A verður blönduð íbúða- og atvinnuhúsalóð eftir breytingu í stað hreinnar atvinnuhúsalóðar. Að auki viðbót er varðar heimild fyrir leikskólastarfssemi á reitnum með leiksvæði í inngarði, samkvæmt uppdr. ALARK Arkitekta ehf. dags. 1. júní 2018. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. Dalhúss ehf. dags. 17. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2018.
Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 3. október 2018. 
Rétt bókun er:
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25.september 2018 með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka. „Við fögnum áformum um íbúðabyggð og leikskólastarfsemi á lóð A við Hlíðarenda, enda húsnæðisþörf mikil í borginni og æskilegt að fjölga leikskólarýmum. Við hefðum þó talið æskilegt að fresta afgreiðslu málsins á meðan beðið er niðurstöðu úr kæruferli fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulaginu.”
Vísað til borgarráðs. 

9.    Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN180140

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í breytingunni felst í meginatriðum stækkun á lóðinni við Álfabakka 4, aukning á nýtingu og byggingarmagni ásamt því að hámarkshæð bygginga hækkar o.fl. auk uppfærðra kvaða um settjörn og legu rafstrengja skv. deiliskipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 2. mars 2018 síðast br. 9. ágúst 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 2. mars 2018 síðast br. 9. ágúst 2018 og greinargerð dags. 2. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 22. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsin í Bænum ehf. dags. 7. maí 2018, og Veitur dags. 22. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018. 
Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 3. október 2018. 
Rétt bókun er:
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.7.september 2018 með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 
Vísað til borgarráðs. 

(D) Ýmis mál

10.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins,  Umferðaljósastýring
         Mál nr. US180234

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi stýringu  umferðaljósa. 
Reykjavíkurborg tók í notkun nýja og fullkomna tölvu til stýringar umferðarljósa árið 2006.
1. Hafa  öll umferðarljós í borginni verið tengd tölvunni og ef ekki hvaða umferðarljós eru ekki tengd í dag?
2. Hafa uppfærslur verið gerðar með reglubundnu millibili og  hvenær var síðasta uppfærsla framkvæmd. 
Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 4.október 2018.

11.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Umferðarmál á Grandasvæðinu.         Mál nr. US180273

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi umferðarmál á Grandasvæðinu. 
"Hvað ætlar meirihlutinn í Reykjavík að gera er varðar umferðarmál á Grandasvæðinu í Reykjavík?
Komið hefur fram í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir Faxaflóahafnir og unnin af Árna Steini Viggóssyni að megn og vaxandi óánægja er með umferðaröryggi á svæðinu hjá þeim sem stunda þar atvinnurekstur, gangandi og hjólandi og akandi vegfarendur og hinum mikla fjölda ferðamanna sem fara um svæðið. Það kemur fram í síðustu könnun að einungis 15 manns eða 11.8% viðmælanda af þeim 127 sem höfðu skoðun á málinu þótti aðstæður vera í lagi. Sýna þessar niðurstöður hversu stór hluti viðmælenda er óánægður með umferðarmálin á umræddu svæði. Mikil slysahætta er á svæðinu vegna umferðar bifreiða sem bruna í gegnum svæðið þar á meðal olíubílar. Höfnin var einu sinni höfn , nú eru aðstæður allt aðrar. Viðmælendur telja hættulegt að keyra um svæðið. Það er verið að bíða eftir stóra slysinu að mati þeirra sem eiga erindi á svæðið. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

12.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna framkvæmda á Landsspítalareit         Mál nr. US180272

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna framkvæmda á Landsspítalareit. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

13.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna framkvæmda á Hlíðarfótsreit-Valsmannareit         Mál nr. US180271

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna framkvæmda á Hlíðarfótsreit-Valsmannareit.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

14.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Frágangur lóðar við Háteigsskóla         Mál nr. US180270

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi frágang lóðar við Háteigsskóla. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

15.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdir við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut         Mál nr. US180202

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hver staðan  er staðan á framkvæmda við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut? 
Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds dags. 13. september 2018. 

16.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Staða malbikunarframkvæmda         Mál nr. US180203

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  um malbikunarframkvæmdir: Hver er staða malbikunarframkvæmda á götum Reykjavíkurborgar? 
Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds dags. 31. ágúst 2018. 

17.    Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, gerð Sundarbrautar/ Sundagangna         Mál nr. US180259

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.  
"Miðflokkurinn leggur til að tafarlaust verði hafnar samræður við Vegagerð Ríkisins um gerð Sundarbrautar/ Sundagangna". 
Einnig er lögð fram greinargerð. 
Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra dags. 8. október 2018.

18.    Tillaga fólks flokksins, Göngubrú við Klambratún         Mál nr. US180262

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins  þar sem lagt til að unnið verði áfram með Vegagerðinni við að skoða möguleika á að setja göngubrú  á móts við Klambratún enda er umferðaröngþveitið þar ekki boðlegt borgarbúum lengur. Nú eru þarna gönguljós sem tefja umferð um götuna sem gerir ásandið enn verra og mengunina enn meiri. Göngubrú á þessum stað yrði strax til bóta. Ekki hefur verið full staðfest af sérfræðingum borgarinnar sem og óháðum að brú þarna yfir sé ófær leið. Óskað er eftir að hlutlausir aðilar auk sérfræðinga borgarinnar komi að mati þess hvort göngubrú á þessu svæði sér annars vegar fær kostur og hins vegar góður kostur.
Einnig er lögð fram greinargerð. 
Tillagan felld með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, sem jafnframt bóka ásamt áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands Daníels Arnar Arnarssonar:
Í þéttu borgarumhverfi eru gangandi vegfarendur ávallt í forgangi, bæði hvað varðar hönnun og skipulag. Í dag komast gangandi og hjólandi stystu leið yfir götuna og það er fullkomlega eðlilegt og ásættanlegt að akandi umferð þurfi að stoppa á gönguljósum inn í þessu borgarumhverfi. Mislæg gönguþverun á þessum stað væri mikil og kostnaðarsöm aðgerð en ávinningur takmarkaður.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Katrín Atladóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

19.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kortlagning á fjölda og staðsetninu P-merktra stæða         Mál nr. US180263

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: 
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að framkvæmd verði kortlagning á fjölda og staðsetningu P- merktra stæða fyrir fatlað fólk í borginni. Þeim gagnagrunni verði viðhaldið af landupplýsingadeild borgarinnar. Kortlagningin myndi m.a. nýtast umhverfis- og skipulagssviði og ferlinefnd Reykjavíkurborgar."
Samþykkt 
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs 

20.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, brugðist verði við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti         Mál nr. US170156

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir leggja til að brugðist verði nú þegar við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti. Svæði sem áður var á þurru er nú umflotið milli Norðlingaholts og Rauðhóla. Athuga þarf hvort ekki þarf að lækka vatnsstöðu Elliðavatnsins eins og áður var gert með því að opna lokur í stíflugarði og hleypa vatni á árfarveg Bugðu sem er þurr neðan stíflugarðs í Elliðavatni." Einnig er lögð fram greinargerð.
Einnig er lögð fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds,  dags. 31. ágúst 2018 ásamt umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. dags. 26. september 2018. 
Lögð fram ný tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að brugðist verði nú þegar við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti. Svæði sem áður var á þurru er nú umflotið milli Norðlingaholts og Rauðhóla. Umhverfis- og skipulagssvið vinni tillögur að því hvernig auka megi flutningsgetu Bugðu og Orkuveita Reykjavíkur framkvæmi mælingar á rennsli og stýringu á vatnsyfirborði í Elliðaárvatni. Tillögurnar skulu berast skipulags- og samgönguráði eigi síðar en við árslok 2018."
Ný tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkt. 

21.    Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Stórhöfði 45         Mál nr. US180283

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins þar sem lagt er til að þegar verði ráðist í malbikun, gerð gangstétta, lýsingu og annars frágangs á vegakafla við Stórhöfða 45, en þar stendur nú sjúkrahús SÁÁ. Einnig er lögð fram greinargerð. 
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

22.    Bankastræti 12, kæra 115/2018, umsögn     (01.171.2)    Mál nr. SN180643
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. september 2018 ásamt kæru dags. 14. september 2018 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bankastræti. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. október 2018.

26.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins., Úlfarsfell         Mál nr. US180296

Lögð fram fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði:  Óskað er eftir upplýsingum vegna núverandi masturs og mannvirkja á Úlfarsfelli. 
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði "Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. maí 2012, um að veita byggingarleyfi fyrir tækjaskýli úr timbri og tveimur 10 m tréstaurum til fjarskiptareksturs á toppi Úlfarsfells, er felld úr gildi"Eru núverandi mannvirki því í óleyfi á Úlfarsfelli ?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 


27.    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks., kaup á gróðri         Mál nr. US180297

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er upplýsinga um öll kaup borgarinnar á erlendum gróðri frá árinu 2014 til þess dags sem fyrirspurn er svarað. Kallað er eftir yfirliti með sundurliðun kostnaðar yfir téð tímabil, ásamt upplýsingum um ástæður kaupanna. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. . 

28.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðarkoddar, gangbrautir         Mál nr. US180298

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  í skipulags og samgönguráði - Óskað er eftir því að umferðakoddar verði fjarlægðir af Strandvegi og settar verði upp gangbrautir líkt og skýrsla er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs leggur til. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra. 

29.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, öryggi gangandi og hjólandi         Mál nr. US180299

Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði fara fram á að tafarlaust verði farið í þær úrbætur á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Grafarvogi líkt og bent er á  í skýrslu er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra. 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:07.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 

Gunnlaugur Bragi Björnsson    Kristín Soffía Jónsdóttir 
Hjálmar Sveinsson     Katrín Atladóttir
Hildur Björnsdóttir     Valgerður Sigurðardóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 1 =