Fundur nr. 119 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 119

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 8. september var haldinn 119. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal: Hofi, 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.36. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, Heimir Janusarson, Björn Birgir Þorláksson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

2. Lögð fram drög að reglugerð um fráveitu, dags. 10. maí 2017, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2017.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram drög að áætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um loftgæði á Íslandi, Hreint loft til framtíðar, ódagsett, ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. september 2017.

Kristín Lóa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram erindi matvælastofnunar, dags. 14. júlí 2017, um lokadrög að landsbundinni eftirlitsáætlun til margra ára 2017-2020 (LEMA) ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. ágúst 2017.

5. Lögð fram lokadrög matvælastofnunar á sannprófun á skilvirkni opinbers eftirlits, ódagsett, ásamt athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við skjalið, dags. 31. ágúst 2017.

-  kl. 11.45 víkur Heimir Janusarson af fundinum.

6. Lagt fram að nýju svarbréf matvælastofnunar vegna samráðs og samstarfs, dags. 23. júní 2017, og kynning frá Matvælastofnun.

Jón Gíslason, Viktor S. Pálsson, Jónína Þ. Stefánsdóttir og Jón Ágúst Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lagður fram listi, dags. 8. september 2017, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1238 -1241.

8. Lagður fram listi, dags. 8. september 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 13.14

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir  Heimir Janusarson
Björn Birgir Þorláksson Ragnheiður Héðinsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 0 =