Fundur nr. 114

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 10. mars var haldinn 114. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.35. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ólafur Jónsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigríður Jónína Jónsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 8. febrúar 2017 og bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. febrúar 2017, um breytingar á fulltrúum í heilbrigðisnefnd.

2. Lögð fram starfsleyfisumsókn Björgunar hf., dags. 31. janúar 2017, drög að sértækum starfsleyfisskilyrðum og bréf Björgunar hf. dags. 28. febrúar 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að sértækum starfsleyfisskilyrðum ásamt fylgigögnum m.v.t. gr. 24.1 í reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun sbr. 5. gr. a. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. febrúar 2017, til Brúneggja ehf. og bréf, dags. 8. mars 2017, þar sem lagt er fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar að samþykkja hreinsun úrgangs á lóð Brúneggja ehf., Brautarholti 5, Kjalarnesi.
Samþykkt með vísan til 4. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs sbr. 4 og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Ólafur Jónsson fulltrúi SA situr hjá við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 21. febrúar 2017 og 8. mars 2017, þar sem lagt er fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar að samþykkja hreinsun úrgangs á lóð Bakkakots við Suðurlandsveg.
Samþykkt með vísan til 4. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs sbr. 4 og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. mars 2017, þar sem lagt er fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur að aflétta leigubanni að Langholtsvegi 190.
Samþykkt.

6. Lögð fram til samþykktar uppfærð starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði í Reykjavík.
Samþykkt.

7. Fram fer kynning á verkefnum hundaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Helgi Valur Helgason og Óskar Björgvinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. febrúar 2017, og drög að umsögn heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um tilraunaverkefni að leyfa gæludýr í strætisvagna, auk erindis Strætó bs., dags. 7. september 2016, ásamt greinargerð og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. september 2016.
Frestað.

9. Fram fer kynning á niðurstöðum heilbrigðiseftirlits í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum 2016.

Heilbrigðisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Heilbrigðisnefnd bendir sérstaklega á athugasemdir sem koma fram varðandi aðgengi leik- og grunnskólabarna að hættulegum efnum og krefst tafarlausra úrbóta.

Gunnar Kristinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Fram fer kynning á verkefni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um losun fitu í fráveitu frá matvælafyrirtækjum og notkun fituskilja í fráveitu.
Frestað.

11. Fram fer kynning á heilbrigðiseftirliti með hávaða á kvikmynda- og leiksýningum fyrir börn.
Frestað.

12. Fram fer kynning á niðurstöðum heilbrigðiseftirlits með Þorramat 2017.
Frestað.

13. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. febrúar 2017, um drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir með síðari breytingum sbr. auglýsingu https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/um-rafsigarettur-og-breytingu-a-logum-um-tobaksvarnir.

14. Lagður fram listi yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 10. mars 2017. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1190 – 1196.

15. Lagður fram listi yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 10. mars 2017.

Fundi slitið kl. 13.21

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir  René Biasone
Björn Birgir Þorláksson Ólafur Jónsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 0 =