Fundur nr. 114 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 114

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2017, 22. febrúar, var haldinn 114. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, Reykjavík, kl. 10.05. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Hermann Valsson (V), Kjartan Magnússon (D), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S) og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (B). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Þórhildur Ágústsdóttir (P); Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum; Sindri Smárason, Reykjavíkurráð ungmenna; Sveinn Sigurður Kjartansson, foreldrar barna í leikskólum og Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Soffía Pálsdóttir staðgengill sviðsstjóra, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson og Ragnheiður E. Stefánsdóttir.
Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram upplýsingar um Menntaskóla í tónlist. Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Menntaskóla í tónlist, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016080106
Sigfríður Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.17 tekur Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum.

2. Ytra mat í skóla- og frístundastarfi. Lagðar fram skýrslur Grandaborgar, dags. í ágúst 2016, Sælukots, dags. í september 2016, Selásskóla, dags. í september 2016, Ölduselsskóla, dags. í september 2016 og félagsmiðstöðvarinnar Sygin, dags. í október 2016. Auður Ævarsdóttir og Sigrún Harpa Magnúsdóttir, sérfræðingar á skrifstofu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, kynna og svara fyrirspurnum. SFS2015060052

- KL. 12.48 víkur Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir af fundinum.

Áheyrnarfulltrúi foreldrar barna í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum þakkar fyrir góða kynningu á niðurstöðum ytra mats í grunnskólum. Áheyrnarfulltrúinn telur mikilvægt að þessar vönduðu úttektir, mat á skólastarfi, nýtist til umbóta í skólastarfi og að umbótaáætlanir sem skólum er gert að skila inn verði birtar á heimasíðu skólanna og heimasíðusvæði Reykjavíkurborgar á sama hátt og matsskýrslurnar sjálfar. Gott væri að einnig að birta viðmið um gæði foreldrasamstarfs á heimasíðu SFS þar sem önnur viðmið vegna mats á skólastarfi eru vistaðar.

3. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu:

Skóla- og frístundaráð samþykkir að efna til formlegs samstarfs við  Félag fagfólks í frítímaþjónustu, háskóla og mennta- og menningarmálaráðuneytið um leiðir til að fjölga fagfólki á vettvangi frístundamála og bæta starfsumhverfi þeirra í frístundastarfi borgarinnar með það að markmiði að gera störf á vettvangi frítímans eftirsóknarverðari.  Áhersla verði lögð á aðgerðir til að fjölga fagmenntuðum starfmönnum, hækka starfshlutfall og tryggja betur starfsöryggi starfsmanna. Bæta starfsumhverfi starfsmanna í frístundastarfi, m.a. með vísan til lýðheilsumarkmiða Reykjavíkurborgar, auka umræðu um mikilvægi og inntak starfsins í samfélaginu og efla frístundamenntun þar með talið vettvangsnám. Sviðsstjóra verði falið að stofna starfshóp um verkefnið sem verði skipaður fulltrúum skóla – og frístundaráðs, stjórnendum og starfsmönnum frístundamiðstöðva, Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, þar með talið menntavísindasviðs, auk fulltrúa skóla- og frístundasviðs.

Samþykkt.

- Kl. 13.04 víkur Ragnheiður E. Stefánsdóttir af fundinum.

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva fagnar því að efla eigi fagumhverfi starfsmanna í frístundastarfi og bæta starfsöryggi þeirra. Framundan eru miklar áskoranir í að manna stöður frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva og fá til starfa starfsmenn með menntun. Skoða þarf sérstakalega mikla fækkun starfsmanna yfir sumartímann þar sem stöðugildum er fækkað mjög. Miklar vonir eru bundnar við vinnu starfshóps um nýliðun og bætt starfsmannaumhverfi starfsfólks frístundamiðstöðva.

SFS2017020124

4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs þann 8. febrúar 2017:

Lagt er til að gerð verði áætlun og átak í uppsetningu öryggismyndavéla utanhúss við leik- og grunnskóla borgarinnar í öryggisskyni og til að koma í veg fyrir skemmdir á skólahúsnæði og leiktækjum á skólalóðum.

Greinargerð fylgir.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar um tillögu um áætlun og átak í uppsetningu öryggismyndavéla.

Samþykkt.

SFS2017020125

- Kl. 13.20 víkur Eva Einarsdóttir af fundinum og Diljá Ámundadóttir tekur þar sæti.

5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs þann 8. febrúar 2017:

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur óskar eftir því við Menntamálastofnun að hún veiti Reykjavíkurborg sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum; þ.e. lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði. Umræddar upplýsingar um árangur hvers skóla verði sendar viðkomandi skólastjórnendum, sem kynni þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn foreldrafélags, í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Lagt fram bréf Menntamálastofnunar, dags. 30. janúar 2017, varðandi PISA könnun 2015.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Það lýsir skammsýni og metnaðarleysi hjá fulltrúum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna að hafna því að Reykjavíkurborg óski eftir sundurgreindum upplýsingum um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum. Flest önnur sveitarfélög landsins munu fá slíkar niðurstöður og nýta þær vafalaust til umbóta í skólastarfi sínu. Mörg erlend skólakerfi nota niðurstöður PISA-prófa til að láta skóla fá endurgjöf á starf sitt. Íslenska menntakerfið er í kjörstöðu að því leyti að hér þreyta allir 10. bekkingar PISA-prófið og því ættu niðurstöður þess að nýtast betur en í öðrum OECD-ríkjum þar sem einungis er um úrtak að ræða. Árið 2012 tók Námsmatsstofnun (forveri Menntamálastofnunar) saman greinargóðar upplýsingar um frammistöðu hvers skóla fyrir sig. Margir skólastjórnendur fögnuðu því að fá slíka endurgjöf á starfsemi sína, nýttu niðurstöðurnar til umbóta í skólastarfi og efldu þannig hag nemenda sinna. Þeir gátu þá séð hversu hátt hlutfall nemenda sinna var á hverju hæfnisþrepi og hvar þeir voru í röðinni miðað við aðra skóla í Reykjavík. Ekki er fallist á þau rök að vikmörk séu of mikil til að raunhæft sé að fá upplýsingar um frammistöðu hvers skóla og senda þær viðkomandi skólastjórnendum. Augljóst er að niðurstöður eru áreiðanlegri eftir því sem nemendur eru fleiri og hefur talan sextíu verið nefnd sem æskileg stærð í því sambandi. Nú eru sjö reykvískir grunnskólar með um sextíu nemendur eða fleiri í 10. bekk og því a.m.k. ljóst að þessir stóru skólar gætu fært sér umræddar niðurstöðu í nyt samkvæmt þessari viðmiðunartölu. Enn fremur er ljóst að stjórnendur í mun fleiri skólum gætu rýnt þessar niðurstöður til gagns þótt þar sé um fámennari nemendahópa að ræða.

- KL. 13.47 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Trausti Harðarson tekur þar sæti.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er að reykvískir skólar séu í farabroddi við menntun og ánægju nemenda sinna, í því felst m.a. greining á árangri grunnskóla sem Reykjavíkurborg rekur.  Til þess höfum við innlend könnunarpróf eins og samræmdu prófin og PISA könnunina sem er erlend könnun.  Tillaga sjálfstæðismanna er fullkomlega réttmæt og ljóst er að sveitafélög landsins sitja ekki við sama borð þegar kemur að greiningu á skólum sem þeir reka, þar sem mörg sveitafélög reka bara einn skóla, með einum 10 bekk.  Í ljósi jafnræðis sveitafélagsins Reykjavík og annara teljum við afstöðu meirihlutans um að vilja ekki birta niðurstöður PISA kannana eftir skólum innan borgarinnar afar hæpna.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar  Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihlutinn áréttar að upplýsingar um PISA niðurstöður einstakra skóla í Reykjavík eru afar ónákvæmar og á mörkum þess að geta talist marktækar, svo vitnað sé í umsögn Menntamálastofnunar sem er framkvæmdaaðili PISA könnunarinnar á Íslandi.  Það þjónar engum tilgangi að vinna með slík gögn því þau geta gefið afar ófullkomna og villandi mynd af gæðum skólastarfs í viðkomandi skólum.  Það væri ábyrgðarhluti af ráðinu að eiga frumkvæði að því að slíkar upplýsingar yrðu teknar saman og birtar opinberlega.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina treysta skólastjórnendum í Reykjavík fyllilega til þess að fá sundurgreindar niðurstöður um árangur viðkomandi skóla í hendur og meta hvort og þá hvernig unnt er að nýta þær til umbóta í skólastarfi.

SFS2016120046

6. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. febrúar 2017, um staðfestingu starfsáætlana leikskóla 2016-2017. Jafnframt lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Árborgar, Blásala, Brákarborgar, Brekkuborgar, Drafnarsteins, Engjaborgar, Garðaborgar, Hlíðar, Jöklaborgar, Kvistaborgar, Miðborgar, Múlaborgar, Stakkaborgar, Suðurborgar, Sunnuáss, Tjarnar og Vinargerðis fyrir starfsárið 2016-2017. Jafnframt lagðar fram starfsáætlanir sameinuðu leik- og grunnskólanna Dalskóla og Ártúnsskóla og sjálfstætt reknu leikskólanna Öskju, Ársólar, Barnaheimilisins Óss, Leikgarðs, Lunds, Mánagarðs, Sólgarðs og Sælukots. SFS2016110045
Samþykkt.

- KL. 13.51 tekur Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. febrúar 2017, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 99. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi sundurliðun eftir leikskólum um hversu margir leikskólakennarar eru þar að störfum og hversu margar deildir leikskólanna eru án starfandi leikskólakennara. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir fjölda stöðugilda og fjölda deilda án leikskólakennara, yfirlit yfir öll stöðugildi í leikskólum Reykjavíkurborgar og yfirlit yfir hlutfall fagmenntaðs starfsfólks í sjálfstætt reknum leikskólum auk upplýsinga um þróun fagmenntunar í leikskólum. Jafnframt lagt fram  svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. janúar 2017. SFS2016050328

8. Opinskátt um ofbeldi. Sigríður Marteinsdóttir, leikskólaráðgjafi á skóla- og frístundasviði, Inga Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Grandaskóla, Martin Bruss Smedlund forstöðumaður frístundaheimilisins Undralands og Rannveig Júníana Bjarnadóttir leikskólastjóri á Gullborg, kynna og svara fyrirspurnum. SFS2013090281

9. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. febrúar 2017, varðandi tillögu að skóladagatali grunnskóla skólaárin 2018-2019 auk skóladagatals fyrir skólaárið. Fyrir skólaárið 2018-2019 er gert ráð fyrir að skólastarf hefjist 22. ágúst 2018 og að skólar taki vetrarleyfi 18., 19. og 22. október 2018 og 25. og 26. febrúar 2019. Lagt er til að umhverfisdagar verði 16. september 2018 og 25. apríl 2019. Skólaslit verði 7. júní 2019. SFS2017020126
Samþykkt.

10. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. febrúar 2017, við fyrirspurn um fundartími og skipulag funda skóla- og frístundaráðs auk bréfs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. ágúst 2014, varðandi skipulag funda skóla- og frístundaráðs með tilliti til þátttöku áheyrnarfulltrúa foreldra. SFS2016110083

Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum þakkar fyrir svar við fyrirspurn um fundarskipulag skóla- og frístundaráðs, deildarskiptingu fundarefna. Þetta er í annað sinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra í grunnskólum leggur fram fyrirspurn sem þessa til ráðsins um endurskoðun fundartíma og fundarskipulags. Áheyrnarfulltrúi foreldra í grunnskólum skilur ávinning fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn sviðsins sem felst í því að að taka þátt í umræðu um mál óháð skólastigum í sameinuðu ráði leik- grunn- og frístundamála. Það er líka áhugavert fyrir lögbundna áheyrnarfulltrúa að geta tekið þátt í heildstæðri umræðu um skólamál.
Skóla- og frístundaráð er stærsta ráðið innan borgarkerfisins, en það hefur jafnframt þá mikilvægu sérstöðu að hafa mikinn fjölda lögbundinna áheyrnarfulltrúa, alls 8 manns, síðan bætast við embættismenn og starfsmenn sviðsins frá ýmsum fagskrifstofum. Ljóst er að aðstæður og aðkoma áheyrnarfulltrúa er önnur á þessum fundum, þeir eru t.a.m. í annarri vinnu og fundir ráðsins taka lungan úr vinnudegi flestra, sem getur verið hindrun fyrir þátttöku. Áheyrnarfulltrúi leggur áherslu á mikilvægi þess að endurskoða fundartíma ráðsins reglulega og hann taki mið að  ólíkri aðkomu þátttakenda.

11. Dagskrárlið 11 í útsendri dagskrá um vinabæjarferð fulltrúa Reykjavíkurborgar til Bergen er frestað.

12. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundavið, dags. 22. febrúar 2017, varðandi stöðu starfsmannamála á skóla- og frístundasviði  þann 15. febrúar 2017. SFS2017020191

Fundi slitið kl. 15.05

Skúli Helgason

Diljá Ámundadóttir Hermann Valsson
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf Trausti Harðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 5 =