Fundur nr. 113

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2017, 8. febrúar, var haldinn 113. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Klettaskóla kl. 10:05. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Hermann Valsson (V), Jóna Björg Sætran (B), Kjartan Magnússon (D),) Sabine Leskopf (S) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Katla Hólm Þórhildardóttir (P); Birgitta Bára Hassenstein; foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir; skólastjórar í leikskólum, Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum og Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum.
Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fram fer vettvangsferð í Klettaskóla.

Árni Einarsson, skólastjóri Klettaskóla og Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.30 er fundi fram haldið í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 14, Reykjavík.
- Kl. 11.30 taka Magnús Þór Jónsson, Þórhildur Löve, Ingibjörg Margrét
Gunnlaugsdóttir, Atli Steinn Árnason og Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum og Örn Þórðarson víkur.

2. Fram fer kynning á framkvæmdum við starfseiningar skóla- og frístundasviðs 2017. Lagt fram yfirlit yfir fasteignir: fjárfesting, átak og viðhald 2017 og yfirlit yfir boltagerði – endurnýjun og lagfærðingar á gervigrasi 2017.SFS2017020045

Agnar Guðlaugsson, deildarstjóri á umhverfis- og skipulagssviði, Jón Valgeir Björnsson frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Daníel Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer kynning á ástandsmati grunnskólalóða frá 2016 ásamt forgangsröðun endurgerðar, fyrirhugaðar framkvæmdir 2017 við endurgerð leik- og grunnskólalóða. SFS2017020045.

Ólafur Ólafsson, deildarstjóri á umhverfis- og skipulagssviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram yfirlit yfir ástandsmat skólalóða, dags. 28. október 2016,  yfirlit yfir endurgerð leik- og grunnskólóða, ódags. og yfirlit yfir ástandsmat skólalóða, dags. 28. október 2016.

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er gleðiefni að fjármagn til almenns viðhalds skólahúsnæðis hækkar á þessu ári um 214 m. kr., nýju fjármagni 70 m. kr. er varið til málunar í fyrsta sinn frá hruni og af 800 m. kr. til sérstakra átaksverkefna í endurbótum fasteigna renna 620 m. til leik-, grunnskóla og frístundar.  425 m. kr. er varið í endurgerð lóða við leikskóla og grunnskóla.  Þá er ógetið stærstu fjárfestingarverkefna málaflokksins við byggingu glæsilegs leik og grunnskóla í Úlfarsárdal sem nemur 1,6 milljörðum á árinu og 900 m. kr. til nýbyggingar við Klettaskóla.  50 m. kr. verður varið í endurnýjun sparkvalla á 16 skólalóðum.  Þessar fjárfestingar eru mikilvægar til að styrkja umgjörð hins öfluga skóla- og frístundastarfs í borginni.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir fagna greinagóðri og yfirgripsmikilli úttekt umhverfis- og skipulagssviðs á ástandi grunnskólalóða sem framkvæmd var 2016. Forgangsröðun framkvæmda er vandmeðfarin en byggir á skipulegri úttekt og samanburði á ástandi skólalóðanna. Í einhverjum tilvikum valda eftirsóknarverðar og bráðnauðsynlegar framkvæmdir hækkun á innri leigu viðkomandi skóla vegna þess að deila má um hvort ákveðin verkefni skuli teljast átaksverkefni eða viðhaldsverkefni. Þetta þarf að rýna vel svo hægt verði að lágmarka innri leigu skólahúsnæðis. Á sama tíma þarf að fylgja því vel eftir að framkvæmdatími standist.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna enn og aftur á að viðhaldi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila er mjög ábótavant víða í borginni. Þær framkvæmdir, sem hér hafa verið kynntar, eiga allar rétt á sér en þó er ljóst að þær svara ekki hinni miklu uppsöfnuðu viðhaldsþörf, sem er fyrir hendi í skólahúsnæði og á skólalóðum borgarinnar. Um leið og fyrri ábendingar og tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í viðhaldsmálum skóla eru ítrekaðar, er sérstaklega óskað eftir því að átak verði gert í málningu og viðhaldi leiktækja og annars tréverks á lóðum leikskóla og grunnskóla Reykjavíkurborgar.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir kynningu á ástandsmati grunnskólalóða í Reykjavík þar sem m.a. kemur fram einkunn fyrir hverja skólalóð. Athygli vekur að lóð Vesturbæjarskóla var ekki metin að þessu sinni og er því óskað eftir því að slíkt mat fari fram á þeirri lóð sem fyrst.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að gerð verði áætlun og átak í uppsetningu öryggismyndavéla utanhúss við leik- og grunnskóla borgarinnar í öryggisskyni og til að koma í veg fyrir skemmdir á skólahúsnæði og  leiktækjum á skólalóðum.

Greinargerð fylgir.
Frestað.

Daníel Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram umsögn Menntamálastofnunar, dags. 30. janúar 2017, varðandi PISA könnun. Lögð fram að nýju tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 1. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2016.

Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Menntamálastofnun sem er framkvæmdaaðili PISA könnunarinnar á Íslandi hefur upplýst að ekki verði teknar saman niðurstöður PISA könnunar fyrir einstaka skóla í Reykjavík. Ástæðan er sú að prófið skilar meðaltölum fyrir einstaka skóla sem eru skv. umsögn Menntamálastofnunar „afar ónákvæm… og…vart marktæk“. Mikilvægt er að hafa í huga að hver nemandi svarar aðeins litlum hluta þeirra spurninga sem liggja fyrir í heildarprófinu og niðurstöður milli nemenda og skóla eru því ekki fyllilega samanburðarhæfar. Birting slíkra niðurstaðna fellur um sjálfa sig af þessum sökum og væri beinlínis villandi sem mælikvarði á gæði skólastarfs í viðkomandi skólum. 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina tekur undir bókunina.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir vilja að skólastjórnendur, kennarar, nemendur og foreldrar fái ætíð eins greinargóðar upplýsingar og unnt er hvað varðar mat á skólastarfi og námsárangri. Hvað varðar niðurstöður í PISA könnun frá 2015 er brýnt að hafa í huga að þar er ekki um samræmd námsmatsverkefni að ræða í öllum skólum og því er ekki unnt að túlka niðurstöðurnar sem sambærilegan námsmatskvarða á milli skólanna. Niðurstöðurnar fyrir hvern skóla um sig geta því verið afar ónákvæmar og í sumum tilvikum vart talist marktækar til samanburðar.  Æskilegt er að skólasamfélagið kynni kennurum og foreldrum betur uppbyggingu PISA kannana og hver tilgangur þeirra er. Eftir stendur að mikilvægast er að vera með stöðuga rýni til gagns með hvaða hætti megi bæta árangur skólastarfs og menntunar í víðum skilningi.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Færð hafa verið góð rök fyrir því að einstakir skólar geti nýtt sér niðurstöður PISA-könnunar 2015 til að bæta skólastarf með svipuðum hætti og ýmsir skólar gerðu með niðurstöður PISA-könnunar 2012. Fullur skilningur er á því að slík vinna getur verið ýmsum annmörkum háð og að ólíkar skoðanir kunni að vera uppi á milli skólastjóra hvort nýta eigi niðurstöðurnar í þessu skyni. Því er æskilegt að hverjum skóla verði í sjálfsvald sett hvort hann nýti umræddar niðurstöður eða ekki og með öllu óþarft að opinberar yfirstofnanir bregði fæti fyrir slíka viðleitni.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur óskar eftir því við Menntamálastofnun að hún veiti Reykjavíkurborg sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum; þ.e. lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði. Umræddar upplýsingar um árangur hvers skóla verði sendar viðkomandi skólastjórnendum, sem kynni þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn foreldrafélags, í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur.

Frestað. SFS2016120046

6. Lögð fram drög að reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkur auk yfirlits yfir skiptingu skólahverfa eftir borgarhlutum, reglur um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur, samþykktar 3. mars 2005 og reglur um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar með strætisvögnum Reykjavíkur og akstur nemenda með hópbifreiðum. Auk þess lagðar fram umsagnir foreldrafélags Vogaskóla, dags. 30. janúar 2017, umsögn skólaráðs Vogaskóla, dags. 27. janúar 2017, umsögn skólaráðs Langholtsskóla, dags, 10. desember 2015 og 26. janúar 2017, umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 31. janúar 2017, umsögn foreldrafélags Melaskóla, dags. 6. febrúar 2017, umsögn skólaráðs Grandaskóla, dags. 2. febrúar 2017, umsögn foreldrafélags Grandaskóla, dags. 2.febrúar 2017, umsögn skólaráðs Melaskóla, dags. 3. febrúar 2017, umsögn foreldrafélags Grandaskóla, dags. 14. janúar 2017, umsögn foreldrafélags Melaskóla, dags. 14. janúar 2017, umsögn skólaráðs Grandaskóla, dags. 10. janúar 2017, umsögn skólaráðs Melaskóla, dags. 12. janúar 2017 og bréf sviðsstjóra til foreldra leikskólabarna, dags. 27. janúar 2017. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. desember 2016, um endurskoðun reglna um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur. SFS2016120053

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Skóla- og frístundaráð samþykkir og vísar til borgarráðs drögum að reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar sem byggðar eru á niðurstöðum starfshóps skóla- og frístundasviðs. Samþykkt er að gera tvær breytingar á skólahverfamörkum. Skólahverfamörkum Langholtsskóla og Vogaskóla verði breytt frá og með upphafi skólaársins 2017 – 2018 þannig að Álfheimar 31 – 35, Glaðheimar, Sólheimar 25, Hlunnavogur og Sigluvogur flytjast úr skólahverfi Langholtsskóla yfir í skólahverfi Vogaskóla. Breytingin hafi ekki áhrif á þá nemendur sem nú þegar sækja Langholtsskóla og Vogaskóla. Jafnframt er samþykkt að skólahverfamörk Grandaskóla og Melaskóla verði færð þannig að Meistaravellir tilheyri Grandaskóla fyrir nýja nemendur frá upphafi skólaársins 2017 - 2018. Breytingin hafi ekki áhrif á þá nemendur sem nú þegar sækja Grandaskóla og Melaskóla. Í báðum tilvikum eigi foreldrar sem eiga lögheimili í götum sem færast á milli skóla-hverfa við breytinguna val um í hvorn skólann börn þeirra fari og forgang í báða skólana út skólaárið 2017 - 2018.

Greinargerð fylgir.

Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Brýnt er að sem fyrst eigi sér stað úrbætur á húsnæðismálum Melaskóla og frístundaheimilisins Selsins óháð fyrirhuguðum tilfærslum á skólahverfismörkum. Athygli er vakin á úttektum og erindum Foreldrafélags Melaskóla um málið.

7. Lögð fram samantekt skólastjóra Melaskóla vegna húsnæðismála, dags. 17. janúar 2017, ályktun opins fundar skólaráðs Melaskóla, dags. 30. nóvember 2016 og ályktun stjórnar foreldrafélags Melaskóla, dags. 25. janúar 2017.

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að greina og móta tillögur um hvernig megi bæta aðbúnað nemenda Melaskóla þar á meðal með breyttri nýtingu húsnæðis og aðstöðu og breyttu fyrirkomulagi á inntöku nýrra nemenda. Við tillögugerðina verði haft samráð við umhverfis- og skipulagssvið (USK), skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA), skólastjóra og skólaráð Melaskóla og jafnframt. Tillögunum verði skilað eigi síðar en 15. mars 2017.

Greinargerð fylgir.

- Kl. 13.49 víkur Magnús Þór Jónsson af fundi.

Samþykkt.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að í fyrirhugaðri vinnu við greiningu og mótun tillagna um úrbætur á húsnæðismálum Melaskóla, þar á meðal breyttri nýtingu húsnæðis og aðstöðu og breyttu fyrirkomulagi á inntöku nýrra nemenda, verði haft náið samráð og samstarf við stjórn foreldrafélags Melaskóla.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að greina og móta tillögur um hvernig megi bæta aðbúnað nemenda Melaskóla þar á meðal með breyttri nýtingu húsnæðis og aðstöðu og breyttu fyrirkomulagi á inntöku nýrra nemenda. Við tillögugerðina verði haft samráð við umhverfis- og skipulagssvið (USK), skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA), skólastjóra og skólaráð Melaskóla. Þá verði leitað álits stjórnar foreldrafélags Melaskóla við mótun tillagnanna. Tillögunum verði skilað eigi síðar en 15. mars 2017.

Greinargerð fylgir.

Samþykkt.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina og áheyrnarfulltrúa Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Mikil aðsókn að Melaskóla á undanförnum árum hefur þrengt mjög að húsakosti og aðstöðu nemenda í skólanum. Nauðsynlegt er að bregðast við því með markvissum hætti og leggur meirihlutinn því fram þessa tillögu um að mótaðar verði tillögur um lausnir á aðstöðuvanda skólans. Við tillögugerðina verði haft samráð við skólastjóra og skólaráð Melaskóla eins og lög gera ráð fyrir en jafnframt verði leitað álits stjórnar foreldrafélags skólans við tillögugerðina.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihlutans hafa nú fellt tillögu um að borgaryfirvöld eigi náið samráð og samstarf við stjórn Foreldrafélags Melaskóla um mótun tillagna um úrbætur á húsnæðismálum Melaskóla o.fl. Umrædd stjórn hefur unnið gott starf við að greina húsnæðisvanda skólans og komið með ýmsar hugmyndir til úrlausnar. Æskilegt hefði því verið að gefa stjórninni kost á að koma með formlegum hætti að þeirri vinnu sem framundan er vegna málefna skólans. Athygli vekur að í bréfi stjórnar foreldrafélagsins frá 6. febrúar þ.m. er lýst yfir furðu vegna þess að ekki hafi borist svar frá borgaryfirvöldum við ítrekuðum erindum stjórnarinnar um húsnæðismál skólans. Óskað er eftir því að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs svari umræddum erindum stjórnar Foreldrafélags Melaskóla sem fyrst.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og  áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Eins og kemur fram í bókun meirihlutans þá mun stjórn foreldrafélags Melaskóla hafa formlega aðkomu að því ferli sem framundan er við að móta tillögur um lausn á húsnæðisvanda Melaskóla.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að borgaryfirvöld eigi að hafa náið samráð og samstarf við stjórn Foreldrafélags Melaskóla um þá vinnu sem framundan er í húsnæðismálum skólans en fulltrúar meirihlutans telja nægilegt að leitað verði álits stjórnarinnar um málið. Á þessu er töluverður munur.

8. Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. janúar 2017, um rekstur félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna að Hraunbæ 105. Jafnframt lögð fram drög að samningi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Hraunbæ 105 ásamt samningi sem samþykktur var í skóla- og frístundaráði 27. apríl 2016. Auk þess lögð fram umsögn notendaráðs Hraunbæjar 105, dags 1. febrúar 2017. SFS2016030076
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Jóhannes Guðlaugsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Ársels og Heiða Hrönn Harðardóttir, umsjónarmaður félagsstarfs í Hraunbæ 105, taka sæti á fundinum undir þessum lið..

9. Lögð fram áfangaskýrsla starfshóps, Brúum bilið, dags. í janúar 2017. SFS2014090065

Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 14.49 víkur Rósa Ingvarsdóttir af fundi.
- Kl. 15.10 víkja Atli Steinn Árnason, Þórhildur Löve, Birgitta Bára Hassenstein og Guðrún Gunnarsdóttir af fundi.
- Kl. 15.25 víkur Andrea Sigurjónsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 15.26


Skúli Helgason

Eva Einarsdóttir Hermann Valsson
Kjartan Magnússon Jóna Björg Sætran
Marta Guðjónsdóttir  Sabine Leskopf

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

15 + 2 =