Fundur nr. 112 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 112

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2017, 25. janúar, var haldinn 112. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 11:10. Fundinn sátu Skúli Helgason formaður, Eva Einarsdóttir, Jóna Björg Sætran, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Sabine Leskopf og Sigríður Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Katla Hólm Þórhildardóttir; Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Guðrún Gunnarsdóttir; skólastjórar í leikskólum, Sigrún Unnur Einarsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Elínborg Una Þorgilsdóttir, Reykjavíkurráð ungmenna; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórhildur Löve, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir. Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Elínborg Una Þorgilsdóttir og Sigrún Unnur Einarsdóttir eru boðnar velkomnar á sinn fyrst fund í skóla- og frístundaráði.

Þetta gerðist:

1. Fjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. janúar 2017, um samning Reykjavíkurborgar og Útlendingastofnunar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, samningur Útlendingastofnunar og Reykjavíkurborgar um þjónustu Reykjavíkurborgar við umsækjendur um alþjóðlega vernd auk greinargerðar um starf að menntun og skólagöngu barna í leit að alþjóðlegri vernd og tillögur um áframhaldandi starf á þessu sviði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. janúar 2016. SFS2017010086

Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2017010086

- Kl. 11:30 tekur Birgitta Bára Hassenstein sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Undanfarið hefur átt sér stað umræða um nauðsyn þess að allar ákvarðanir um hagsmuni barna á Íslandi hverju sinni, óháð stöðu þeirra, taki mið af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nú hefur verið lögfestur á Íslandi. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sinnir nú þjónustu við börn sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi og ber skóla- og frístundaráði þar af leiðandi að standa vörð um hagsmuni þeirra. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar skorar á nýjan innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að meðferð allra mála sem tengjast börnum sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi taki ætíð mið af ákvæðum barnasáttmálans. Þá verði þess gætt að í þeim tilvikum þegar ákvörðun um brottvísun sé tekin hafi sérfræðingar um menntun og velferð barna gengið úr skugga um að hag viðkomandi barna sé vel borgið í því landi sem þeim verði vísað til. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur fullan skilning á því að það er mikil áskorun fyrir Útlendingastofnun að vinna vel að málum alls þess fjölda einstaklinga sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi. Menntun og velferð barna í heiminum í dag er á ábyrgð alþjóðasamfélagsins en framtíð barna og um leið þróun samfélagsins á hverjum stað mótast af því hvernig búið er að þeim á hverjum tíma. Því er fagna að þegar sé hafið samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um það hvernig haga skuli menntun barna í leit að alþjóðlegri vernd og styður áframhaldandi vinnu við þá samræðu. Um leið og meirihluti skóla- og frístundaráðs leggur áherslu á að hugað sé að menntun, frístundastarfi og velferð þeirra barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd er bent á nauðsyn þess að styðja vel við kennara, frístundastarfsfólk og aðra þá sem sinna þjónustu við börnin meðan beðið er eftir niðurstöðu í máli þeirra.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Hingað til lands hefur komið fjöldi fólks sem leitar hér eftir að fá alþjóðlega vernd og miklar líkur eru á að á næstu árum aukist jafnvel ásókn í alþjóðlega vernd hér á landi. Í þessum hópum er talsverður fjöldi barna á leik- og grunnskólaaldri og brýnt er að standa vel að þeirri þjónustu sem börnunum er veitt óháð því hvort heldur fjölskyldum þeirra er síðan veitt hér hæli sem flóttamenn eða fjölskyldan sé send úr landi síðar. Mörg þessara barna hafa þurft að líða mikið og hafa upplifað miklar hörmungar áður en þau koma hingað til lands og því er mikilvægt að strax við komu þeirra sé hugað að því hvernig hægt sé að bæta andlega vellíðan barnanna, auk þess að veita þeim menntun við hæfi eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sinnir nú þjónustu við börn sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi og eru skráð í skóla í Reykjavík auk þjónustu við börn í fjölskyldum kvótaflóttafólks. Þjónustuþörfin getur orðið umfangsmikil og margir aðilar þurfa að koma að þjónustunni auk þess að í dag vantar margs konar upplýsingar og ítarefni fyrir þá sem eiga að sjá um þjónustuna. Þar sem vitað er að fleiri sveitarfélög en Reykjavík þurfa að sinna þjónustu við þennan viðkvæma hóp, svo og þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur í grunninn ákveðið með hvaða hætti þessum málum er háttað, hlýtur að teljast eðlilegt að ríkið komi að hluta til að kostnaði við gerð þess efnis.

2. Lagðar fram upplýsingar og verklag fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla og frístundar vegna móttöku barna, sem sótt hafa um alþjóðlega vernd eða hæli á Íslandi. Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016100062

3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. janúar 2017, um tillögur vegna fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar. SFS2016120047
Samþykkt.

4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. janúar 2017, um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs 2017 og yfirlit um styrkumsóknir almennra styrkja skóla- og frístundaráðs 2017. Einnig lagðar fram reglur um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016090212

Tillaga úthlutunarnefndar um almenna styrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins 2017:

1) Umsækjandi: Landsamband slökkviliðs/sjúkrafl. Heiti verkefnis: Eldvarnarátak. Kr.250.000.
2) Umsækjandi: Gerður Kristný. Heiti verkefnis: Skáldatími. Kr. 360.000.
3) Umsækjandi: Foreldrafélag Austurbæjarskóla. Heiti verkefnis: Austó – skólinn okkar. Kr. 300.000.
4) Umsækjandi: Pörupiltar. Heiti verkefnis: Kynfræðsla pörupilta. Kr. 590.000.
5) Umsækjandi: Félag um vellíðan í skólum. Heiti verkefnis: Vellíðan í skólum. Kr. 900.000.
6) Umsækjandi: Sólveig Jakobsdóttir. Heiti verkefnis: Stafræn borgarvitund. Kr. 600.000.
7) Umsækjandi: Tónstofa Valgerðar. Heiti verkefnis: Hljómvangur. Kr. 1.500.000.

Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá.

5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. janúar 2017, um úthlutun þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs 2017 og yfirlit um styrkumsóknir þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs 2017. Einnig lagðar fram reglur um úthlutun þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. SFS2016090290

Tillaga úthlutunarnefndar um þróunarstyrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2017:

1)Umsækjandi: Klettaskóli. Heiti verkefnis: Atferlisþjálfun í Klettaskóla. Kr. 500.000.
2) Umsækjandi: Fellaskóli. Heiti verkefnis: Foreldrafell - félagsmiðstöð foreldra. Kr. 1.000.000.
3) Umsækjandi: Hlíðaskóli. Heiti verkefnis: Barnaópera í Hlíðaskóla. Kr. 300.000.
4) Umsækjandi: Vesturbæjarskóli. Heiti verkefnis: Verum meira snjöll. Kr. 350.000.
5) Umsækjandi: Árbæjarskóli. Heiti verkefnis: Velkomin í hverfið. Kr. 500.000.
6) Umsækjandi: Sæmundarskóli. Heiti verkefnis: Lýsandi og hvetjandi námsmat. Kr. 900.000.
7) Umsækjandi: Háaleitisskóli/Myndver. Heiti verkefnis: Lyklar. Kr. 300.000.
8) Umsækjandi: Seljaskóli. Heiti verkefnis: Sjálfsvitund og virðing. Kr. 450.000.
9) Umsækjandi: Hamraskóli. Heiti verkefnis: Ný skólanámsskrá – nýtt námsmat. Kr. 500.000.
10) Umsækjandi: Vogaskóli. Heiti verkefnis: Orð af orði. Kr. 250.000.
11) Umsækjandi: Fellaskóli. Heiti verkefnis: Brúarsmiður. Kr. 550.000.
12) Umsækjandi: Leikskólinn Rauðaborg. Heiti verkefnis: „Við skulum vera saman það er svo voða gaman. Kr. 500.000.
13) Umsækjandi: Leikskólinn Miðborg. Heiti verkefnis: Töfrandi tungumál. Kr. 2.000.000.
14) Umsækjandi: Leikskólinn Ösp. Heiti verkefnis: Hjarta hverfisins. Kr. 1.000.000.
15) Umsækjandi: Leikskólinn Sunnufold. Heiti verkefnis: Orð í tösku. Kr. 400.000.
16) Umsækjandi: Frístundaheimilið Gulahlíð. Heiti verkefnis: Frístundahreysti. Kr. 500.000.
17) Umsækjandi: Frístundaheimilið Galdraslóð/Gufunesbær. Heiti verkefnis: Útivistarklúbbur fyrir 3. og 4. bekk. Kr. 250.000
18) Umsækjandi: Frístundaheimilið Tjörnin/Félagsmiðstöðin 105. Heiti verkefnis:Yung sluts. Kr. 100.000.
19) Umsækjandi: Gufunesbær. Heiti verkefnis: Tjaldbúðir. Kr. 350.000.
20) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Frosti. Heiti verkefnis: Meðidda. Kr. 200.000.
21) Umsækjandi: Miðberg. Heiti verkefnis: Útilíf fyrir alla. Kr. 50.000.
22) Umsækjandi: Frístundaheimilið Glaðheimar. Heiti verkefnis: Hellaleikur- sjálfskapað ævintýri í ímynduðum helli. Kr. 200.000.
23) Umsækjandi: Frístundaheimilið Glaðheimar. Heiti verkefnis: Glaðheimapopp. Kr. 250.000.
24) Umsækjandi: Þróttheimar. Heiti verkefnis: Eflandi unglingar – Geðheilsa og vellíðan. Kr. 250.000.
25) Umsækjandi: Miðberg: Heiti verkefnis: Sköpunargleði. Kr. 250.000.
26) Umsækjandi: Frístundaheimilið Tjörnin/Félagsmiðtöðin 105. Heiti verkefnis: Feministafélag 105 – Feministatíkur. Kr. 150.000.
27) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Frosti. Heiti verkefnis: RPKF-Roleplay klúbbur Frosta. Kr. 150.000.
28) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Tjörnin/Félagsmiðstöðin 105. Heiti verkefnis: Femmin – stórfundur feministafélaga grunnskóla á Íslandi. Kr. 100.000.
29) Umsækjandi: Frístundaheimili Grandaskóla og Eldflaugin. Heiti verkefnis: Frístundasnillingar. Kr. 500.000.
30) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Hofið. Heiti verkefnis: Dansandi dúddar. Kr. 70.000.
31) Umsækjandi: Norðlingaskóli. Heiti verkefnis: Forvarnir til framtíðar. Kr. 200.000.
32) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Tjörnin/Selið. Heiti verkefnis: 21. aldar foreldrasamskipti. Kr. 300.000.
33) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Tían. Heiti verkefnis: Vinabönd – vináttufærni þjálfun. Kr. 250.000
34) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Tían. Heiti verkefnis: Velkomin – Fjölmenningarlegt félagsmiðstöðvarstarf. Kr. 600.000.
35) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Frosti. Heiti verkefnis: Miðstigsmissjon. Kr. 350.000.
36) Umsækjandi: Frísstundamiðstöðin Miðberg. Heiti verkefnis: Hvað lætur mér líða vel. Kr. 250.000.
37) Umsækjandi: Skólahljómsveit Grafarvogs/Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Heiti verkefnis: Flautubókin mín. Kr. 400.000.
38) Umsækjandi: Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Heiti verkefnis: Óður til jarðar. Kr. 700.000.
39) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Buskinn. Heiti verkefnis: Rannsókn. Kr. 250.000.
40) Umsækjandi: Laugarnesskóli. Heiti verkefnis: Að bæta líðan barna og ungmenna. Kr.1.000.000.
41) Umsækjandi: Gufunesbær/Hamraskóli. Heiti verkefnis: Smíðar, grænmeti og matreiðsla. Kr. 80.000.
42) Umsækjandi: Klébergsskóli. Heiti verkefnis: Læsi í sameinuðu skóla- og frístundastarfi á Kjalarnesi. Kr. 700.000.

Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá.

6. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. janúar 2017, um rekstur félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna að Hraunbæ 105. Jafnframt lögð fram drög að samningi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Hraunbæ 105 ásamt samningi sem samþykktur var í skóla- og frístundaráði 27. apríl 2016. SFS2016030076

Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:

Lagt er til að tillögu varðandi rekstur félagsmiðstöðvarinnar að Hraunbæ 105 verði vísað til umsagnar notendaráðs félagsmiðstöðvarinnar.

7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. janúar 2017, um drög að nýjum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla auk draga að reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og draga að reglum um þjónustusamninga þar sem fram koma breytingar á fyrri drögum. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. janúar 2017,auk fylgiskjals, merkt trúnaðarmál, varðandi drög að nýjum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms. Jafnframt lögð fram drög að reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla lögð fram á 111. fundi skóla- og frístundaráðs og drög að samningum vegna vegna neðri og stiga tónlistarnáms lögð fram á 111. fundi skóla- og frístundaráðs. Enn fremur reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, dags. 29. maí 2012, samningsform tónlistarskólasamninga, dags. 2012, samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 13. apríl 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, dags. 31. ágúst 2016, minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2016, varðandi drög að nýjum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms og tillaga um að sviðsstjóra verði falið að leggja fram drög að breytingum á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum við þá. Jafnframt minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2016. Enn fremur lagðar fram umsagnir og athugasemdir eftirfarandi aðila um reglur um þjónustusamninga við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms: Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. janúar 2017; Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, dags. 5. janúar 2017; Tónlistarskóli FÍH, ódags; Tónskóli Hörpunnar, dags. 4. janúar 2017; Stjórn samtaka tónlistarskóla, dags. 5. janúar 2017; Píanóskóli Þorsteins Gauta, ódags; Tónskóli Sigursveins og Tónskóli Hörpunnar, dags. 8. janúar 2017; Söngskóli Sigurðar Demetz, dags. 9. janúar 2017; Tónskóli Eddu Borg, dags. 7. janúar 2017; Tónlistarskólinn í Grafarvogi, ódags og Allegro Suzukitónlistarskólinn, dags. 8. janúar 2017. Einnig samantekt frá fundi með stjórnendum tónlistarskóla þann 23. september 2016.

Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016080106

Drög að reglum Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla samþykktar með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og vísað til borgarráðs með þeirri breytingu að ársreikningur tónlistarskóla skal vera endurskoðaður frá og með árinu 2018 og gildir þannig um gerð ársreiknings vegna ársins 2017. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. janúar 2017, um drög að samningum við tónlistarskóla vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms auk fylgiskjals, trúnaðarmál, og draga að þjónustusamningum við tónlistarskóla vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms og draga að þjónustusamningunum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms þar sem fram koma breytingar á fyrri drögum. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. janúar 2017,auk fylgiskjals, merkt trúnaðarmál, varðandi drög að nýjum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms. Jafnframt lögð fram drög að reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla lögð fram á 111. fundi skóla- og frístundaráðs og drög að samningum vegna vegna neðri og stiga tónlistarnáms lögð fram á 111. fundi skóla- og frístundaráðs. Enn fremur reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, dags. 29. maí 2012, samningsform tónlistarskólasamninga, dags. 2012, samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 13. apríl 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, dags. 31. ágúst 2016, minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2016, varðandi drög að nýjum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms og tillaga um að sviðsstjóra verði falið að leggja fram drög að breytingum á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum við þá. Jafnframt minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2016. Enn fremur lagðar fram umsagnir og athugasemdir eftirfarandi aðila um reglur um þjónustusamninga við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms: Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. janúar 2017; Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, dags. 5. janúar 2017; Tónlistarskóli FÍH, ódags; Tónskóli Hörpunnar, dags. 4. janúar 2017; Stjórn samtaka tónlistarskóla, dags. 5. janúar 2017; Píanóskóli Þorsteins Gauta, ódags; Tónskóli Sigursveins og Tónskóli Hörpunnar, dags. 8. janúar 2017; Söngskóli Sigurðar Demetz, dags. 9. janúar 2017; Tónskóli Eddu Borg, dags. 7. janúar 2017; Tónlistarskólinn í Grafarvogi, ódags, Allegro Suzukitónlistarskólinn, dags. 8. janúar 2017 og Tónskólans Do Re Mi, dags. 30. desember 2016 og 7. janúar 2017 merkt trúnaðarmál. Einnig samantekt frá fundi með stjórnendum tónlistarskóla þann 23. september 2016.

Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016080106

Með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra, dags. 24. janúar 2017 auk fylgiskjala, eru drög að samningum við tónlistarskólana vegna neðri og efri stiga samþykktir með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og vísað til borgarráðs. Samþykkt er að fela sviðsstjóra að gera samninga við þá aðila sem tilgreindir eru í fskj. 8.1.1 á grundvelli þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Gerður er fyrirvari um að skólarnir uppfylli skilyrði nýrra reglna Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

9. The Nordic Biophilia Educational Project. Lögð fram skýrsla um þátttöku Reykjavíkur í Norræna Biophilia-menntaverkefninu, ódags. og skýrslan The Biophilia Educational project, evaluation, dags. 23. september 2016. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2015020202

10. Lagður fram til kynningar verkefnissamningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar um námskeiðahald til kynningar á Biophilia menntaverkefninu. SFS2017010071


11. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. janúar 2017, um sameiginlegar reglur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skólaakstur fatlaðra grunnskólabarna auk þess lagðar fram sameiginlegar reglur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skólaakstur fatlaðra grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu. Hrund Logadóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016030177
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

12. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. janúar 2017 um úthlutun almennra styrkja og þróunarstyrkja árið 2015. SFS2017010119

13. Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ráðstefnu fyrir starfsfólk leikskóla Reykjavíkurborgar: Valið er skemmtilegast, þá fáum við að ráða hvað við leikum, haldin 3. febrúar 2017. SFS2017010120

14. Lagt fram svar við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 99. fundi skóla- og frístundaráðs, varðandi fjölda leikskólakennara og leikskóladeildir án starfandi leikskólakennara. SFS2016050328


- Kl. 14:05 víkur Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir af fundi.

15. Lagðar fram umsagnir skólaráðs Grandaskóla, dags. 10. janúar 2017, skólaráðs Melaskóla, dags. 12. janúar 2017, stjórnar foreldrafélags Grandaskóla, dags. 14. janúar 2017, foreldrafélags Melaskóla, dags. 14. janúar 2017, varðandi endurskoðun skólamarka.

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Skóla- og frístundaráð samþykkir að skólahverfamörk Grandaskóla og Melaskóla verði færð að Hofsvallagötu frá og með upphafi skólaársins 2017-2018. Samþykkt er að foreldrar sem eiga lögheimili í götum sem færast á milli skólahverfa við breytinguna hafi val um í hvorn skólann börn þeirra fari og forgang í báða skólana út skólaárið 2019-2020. Breytingin hafi ekki áhrif á þá nemendur sem nú sækja Melaskóla og Grandaskóla.

Greinargerð fylgir.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar skólaráða og stjórna foreldrafélaga Grandaskóla og Melaskóla og hverfisráðs Vesturbæjar á tillögu um að skólahverfamörk Grandaskóla og Melaskóla verði færð að Hofsvallagötu frá og með upphafi skólaársins 2017-2018. Tillagan felur í sér að foreldrar sem eiga lögheimili í götum sem færast á milli skólahverfa við breytinguna hafa val um í hvorn skólann börn þeirra fari og forgang í báða skólana út skólaárið 2019-2020. Breytingin hefur ekki áhrif á þá nemendur sem nú sækja Melaskóla og Grandaskóla. SFS2016120053

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. janúar 2017, um embættisafgreiðslu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, tvö mál. SFS2016080100

Fundi slitið kl. 14:50

Skúli Helgason

Eva Einarsdóttir Kjartan Magnússon
Jóna Björg Sætran Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf Sigríður Pétursdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 2 =