Fundur nr. 110 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 110

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2016, 14. desember, var haldinn 110. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla og hófst kl. 10:05. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Hermann Valsson (V), Jóna Björg Sætran (B), Kjartan Magnússon (D), Marta Guðjónsdóttir (D) og Sabine Leskopf (S). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Katla Hólm Þórhildardóttir (P); Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Sveinn Sigurður Kjartansson, foreldrar barna í leikskólum.Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrslan Helstu niðurstöður PISA 2015, bráðabirgðaskýrsla. Almar M. Halldórsson, verkefnastjóri á Menntamálastofnun og Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, kynna og svara fyrirspurnum. SFS2016120046

Dröfn Rafnsdóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Hrund Logadóttir og Nanna Kristín Christiansen taka sæti á fundinum undir kynningunni.

- Kl. 11:10 tekur Kristján Gunnarsson sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2015 verði gerðar opinberar. Sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum; lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði verði sendar viðkomandi skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur.

Frestað.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Niðurstöður PISA könnunar 2015 eru áhyggjuefni fyrir íslenskt skólakerfi og kalla á nána samvinnu og markvissar aðgerðir allra í skólasamfélaginu. Litlar breytingar eru á stöðu Reykjavíkur frá 2012 en árangur nemenda er þó heldur lakari. PISA er enginn algildur mælikvarði á gæði skólastarfs en niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem mikilvægt er að taka alvarlega um að bæta þurfi námsárangur í lestri, náttúruvísindum og stærðfræði. Gripið hefur verið til markvissra aðgerða til að bæta stöðuna varðandi læsi og lesskilning ekki síst með tilkomu Miðju máls og læsis en nauðsynlegt er að ná saman um markvissar aðgerðir til að efla náttúrufræðilæsi og stærðfræðimenntun í grunnskólanum. Þar er nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni þétt saman með aðkomu háskóla sem mennta kennara í viðkomandi greinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Niðurstöður PISA könnunar frá 2015 gefa ákveðnar vísbendingar um hvar íslenskir nemendur eru staddir þekkingarlega séð og hvernig þeim gengur að nýta sér þekkingu sína í nýju samhengi. Þar má sjá að all nokkur hópur íslenskra nemenda skortir mikið á lesskilning og hefur alvarlega takmarkaðan grunnskilning á stærðfræði og náttúruvísindum og hlýtur slíkt að kalla á snör viðbrögð af hálfu stjórnenda kennslu- og menntamála. Brýnt er að skoða hvar sé að ganga vel, hvaða þættir það eru í kennslu og skólastarfinu sem virðast skila góðum árangri og hvar og hvernig þarf að hlúa sérstaklega að kennsluháttum. Því er nauðsynlegt að opinbera niðurstöður PISA en gera það með þeim hætti að niðurstöðurnar verði ekki nýttar til neikvæðrar umræðu í skólasamfélaginu. Bættur lesskilningur virðist vera sterkur undirliggjandi þáttur til að bæta árangur nemenda í námi bæði í stærðfræði og náttúruvísindum og því er brýnt að leggja mun meiri áherslu en í dag er á lestur í víðum skilningi ekki síst á miðstigi og efsta stigi grunnskólans.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir framlagðar upplýsingar um niðurstöður PISA-könnunar 2015. Umræddar niðurstöður þarf að greina frekar í því skyni að skýra betur stöðu skólakerfisins í Reykjavík sem og stöðu einstakra skóla. Ljóst er að niðurstöður um árangur eru ekki viðunandi og mikilvægt er að þegar í stað verði ráðist í aðgerðir til úrbóta í þeim þremur greinum sem könnunin nær til, lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði. Tími er til kominn að láta verkin tala í skólastarfi í Reykjavík og hefja raunverulegar úrbætur í stað þess að vísa málum endalaust á milli nefnda, ráða, starfshópa og stýrihópa í stjórnkerfi borgarinnar eins og núverandi borgarstjórnarmeirihluti virðist helst hafa að leiðarljósi.

2. Spár um nemendafjölda og þétting byggðar. Hildur Björk Svavarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum.

3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. desember 2016, um endurskoðun reglna um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar og drög að reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar, dags. 6. desember 2016. Jafnframt lagðar fram reglur um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur, samþykktar 3. mars 2005 og reglur um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar með strætisvögnum Reykjavíkur og akstur nemenda með hópbifreiðum. SFS2016120053

- Kl. 11:55 víkur Rósa Ingvarsdóttir af fundinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar annars vegar hverfisráðs Vesturbæjar og skólaráða Grandaskóla og Melaskóla og hins vegar hverfisráðs Laugardals og skólaráða Langholtsskóla og Vogaskóla á tillögum og hugmyndum starfshóps um endurskoðun reglna um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar. Óskað verði eftir því við hverfisráðin að þau boði til funda vegna tillagnanna þar sem fjölskyldum væntanlegra grunnskólabarna í skólahverfunum verði kynntar tillögurnar.

Samþykkt.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að stjórnum foreldrafélaga Grandaskóla, Melaskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla verði gefinn kostur á að leggja fram umsagnir vegna tillagna starfshóps um endurskoðun reglna um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur auk viðkomandi skólaráða og hverfisráða.

Samþykkt.

4. Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar. Sabine Leskopf, formaður starfshóps um fjölmenningarþing, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016120047

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að vinna tillögur um hvernig Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar sem verður haldið í febrúar 2017 nýtist skóla- og frístundasviði sem best til úrbóta í þjónustu við börn og foreldra af erlendum uppruna.

Samþykkt.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2016:

Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að leggja fram drög að samningi, með sömu skilmálum og áður, vegna framlags til sjálfstætt rekinna grunnskóla í Reykjavík vegna frístundaheimila þeirra. Samningurinn gildi fyrir vorönn 2017. Jafnframt verði leitað til Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi möguleg áhrif breytinga á grunnskólalögum á rekstur frístundaheimila.

Greinargerð fylgir.

Samþykkt, með 5 atkvæðum Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Jafnframt lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, ásamt greinargerð, dags. 21. október 2016, bréf Skóla Ísaks Jónssonar, dags. 23. september 2016, bréf Skóla Ísaks Jónssonar, dags. 16. nóvember 2016, trúnaðarmál, þjónustusamningur Reykjavíkurborgar og Skóla Ísaks Jónssonar, vegna niðurgreiðslu vistunar skólabarna á frístundaheimilum sjálfstætt starfandi grunnskóla, dags. 10. september 2011, bréf Landakotsskóla, dags. 16. nóvember 2016, trúnaðarmál, og lög um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. SFS2016100093

6. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. desember 2016, um frestun samþykktar viðmiðunarreglna vegna umsókna sjálfstætt rekinna grunnskóla um aukið framlag. SFS2016100091

Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. nóvember 2016, drög að viðmiðunarreglum, tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs ásamt greinargerð, dags. 18. október 2016 og lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja framlagðar tillögur um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum skólum enda rétt að foreldrar eigi val um í hvaða skóla börn þeirra njóta menntunar. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir skólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra. Þá er rétt að samræmi sé á milli fjárframlaga til grunnskóla í borginni óháð rekstrarformi þeirra.

7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. desember 2016, um umsókn Reykjavik International School um fjölgun nemenda úr Reykjavík. Jafnframt lagt fram tölvubréf Reykjavik International School, dags. 13. september 2016, 25. október 2016, túnaðarmál og 22. nóvember 2016, trúnaðarmál. Enn fremur lagður fram þjónustusamningur skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Reykjavik International School, dags. 20. október 2015. SFS2014090060

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Lagt er til að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna í Reykjavik International School verði breytt með þeim hætti að miðað verði við að hámarksfjöldi reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna vegna geti orðið 27 í stað 17 nú frá og með upphafi skólaársins 2017 - 2018. Gerður verði viðauki við núverandi samning aðila, dags. 20. október 2015, þar sem kveðið er á um fjölgun reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna um 10 reykvíska nemendur. Breyting taki gildi frá upphafi skólaársins 2017 - 2018. Synjað er beiðni um að heildarfjöldi nemenda fari umfram 60 nemendur.

Greinargerð fylgir.

Samþykkt með fimm atkvæðum Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks og vísað til borgarráðs. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Vinstri grænna sitja hjá.

8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2016, um umsókn Landakotsskóla um aukið framlag. Jafnframt lagt fram bréf Landakotsskóla, dags. 21. september 2016. Enn fremur lagður fram þjónustusamningur skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Landakotsskóla, dags. 20. október 2015 ásamt viðauka, dags. 19. janúar 2016. SFS2016060089

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Lagt er til að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til Landakotsskóla verði breytt með þeim hætti að miðað verði við að hámarksfjöldi reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna geti orðið 178 í stað 158 frá upphafi skólaárs 2017 – 2018. Gerður verði viðauki við núverandi samning aðila frá 20. október 2015 þar sem kveðið er á um fjölgun nemenda.
Synjað er beiðni um að greitt verði lægra framlag en 75% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum vegna nemenda umfram heimilaðan hámarksfjölda.

Greinargerð fylgir.

Samþykkt með sex atkvæðum Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina og vísað til borgarráðs. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

9. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2016, um umsókn Waldorfskólans Sólstafa um aukið framlag frá hausti 2017. Jafnframt lagt fram bréf Waldorfskólans Sólstafa, dags. 22. apríl 2016 og 3. júní 2016, trúnaðarmál, og minnisblöð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. maí 2016 og 13. júní 2016, um umsókn Waldorfskólans Sólstafa um að greitt verði framlag vegna fleiri reykvískra nemenda. Enn fremur lagður fram þjónustusamningur skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Waldorfskólans Sólstafa, dags. 20. október 2015.

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Lagt er til að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna í Waldorfskólann Sólstafi verði breytt með þeim hætti að miðað verði við að hámarksfjöldi reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna geti orðið 57 í stað 47 nú. Gerður verði viðauki við núverandi samning aðila, dags. 20. október 2016, þar sem kveðið er á um fjölgun reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna um 10 reykvíska nemendur. Breyting taki gildi frá og með skólaárinu 2017 – 2018.

Greinargerð fylgir.

Samþykkt með sex atkvæðum Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina og vísað til borgarráðs. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

- Kl. 13.00 víkur Katla Hólm Þórhildardóttir af fundi og Halldór Auðar Svansson tekur þar sæti.

10. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. desember 2016, um drög að nýjum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum vegna neðri og efri stiga tónlistarnáms. Jafnframt lögð fram drög að reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, drög að samningsformi fyrir þjónustusamninga við tónlistarskóla vegna neðri stiga tónlistarnáms og vegna efri stiga tónlistarnáms. Enn fremur reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, dags. 29. maí 2012, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám, dags. 31. ágúst 2016 og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 13. apríl 2016 og minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2016, tillaga um að sviðsstjóra verði falið að leggja fram drög að breytingum á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og drög að samningum við þá. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016080106

Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata:

Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa drögum að reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar og drögum að samningum við tónlistarskóla vegna neðri og efri stiga til umsagnar tónlistarskóla í Reykjavík sem hagsmuni hafa af málinu, jafnframt til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt.

Haukur Þór Haraldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


11. Staða kjaramála grunnskólakennara. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016110043

12. Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2017. Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016020033

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Bætt fjárhagsstaða borgarsjóðs skilar sér í auknum fjárveitingum til skóla –og frístundastarfs Reykjavíkurborgar á komandi ári og þar birtist skýr pólitísk forgangsröðun meirihlutans.  Alls hækka fjárveitingar til sviðsins um tæplega 2 milljarða milli ára auk launahækkana.  Þar má nefna aukið fjármagn til faglegs starfs, starfsþróunar, skólamáltíða, íslenskukennslu barna af erlendum uppruna, námsráðgjafar, skólahljómsveita og sérhæfðs klúbbastarfs félagsmiðstöðva.  Leikskólar borgarinnar munu bjóða yngri börnum leikskólavist.  Fjármagn eykst til umbótaþátta með áherslu á læsi, eflingu verk-, tækni- og listnáms, fjölmenningu sérstaklega móðurmálskennslu og túlkaþjónustu við börn af erlendum uppruna og lýðræði í skóla- og frístundastarfi þar sem hæst ber innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Með þessu er lagður grunnur að því að Reykjavík taki forystu í skóla- og frístundastarfi á landsvísu og byggi upp til framtíðar í góðu samstarfi við stjórnendur, kennara, starfsfólk, foreldra að ógleymdum börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva fagna því að fá inn 23 milljónir í sértækt hópastarf fyrir unglinga í félagsmiðstöðvum en harma það að ekki hafi fengist inn fjármagn til að bæta fagumhverfi barna og starfsmanna í frístundaheimilum í Reykjavík með því að fækka börnum á starfsmann. Það sem áður var 12/stm v.1.bekkjar og 14/stm v 2.-4.bekkjar en er nú 13/stm v 1. bekkjar og 16/stm v 2.-4. bekkjar en á síðasta kjörtímabili var fjármagn úr almenna starfinu tekið í sértækan stuðning sem nú er úthlutað miðlægt.
Mjög mikið álag hefur verið á starfsfólki frístundaheimila og ekki má mikið út af bregða til að staðan sé óviðunandi. Vinnuaðstæður og dreifing starfsins á mörg svæði gerir starfið enn meira krefjandi og mikilvægt er að leita leiða til að bæta þessa þætti til að það komi ekki niður á fagstarfinu eins og nú er raunin. Rekstrarniðurstaða 2016 ber þess merki að ekki náðist að manna margar stöður.
Fara þarf í átak til að bæta vinnuaðstæður og auka fagmenntun starfsmanna í frístundaheimilum.

13. Lagt fram fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir janúar – september 2016. Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2016060115

14. Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 mkr., janúar – september 2016. SFS2016060116

15. Lagt fram yfirlit yfir ferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa frá janúar til september 2016, dags. 9. desember 2016. SFS2016120052

16. Starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Tjarnarinnar, kynnir og svarar fyrirspurnum.

- Kl. 14:15 víkur Magnús Þór Jónsson af fundi.

17. Lögð fram skýrslan Spennistöðin, áfangaskýrsla húsráðs, dags. í október 2016. Benóný Ægisson og Birgitta Bára Hassenstein, frá húsráði Spennistöðvarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla og Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Tjarnarinnar, kynna og svara fyrirspurnum. SFS2016120054

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða og skilmerkilega kynningu á frístundamiðstöðinni Tjörninni, sem er ný og sameinuð frístundamiðstöð sem fer af stað af miklum krafti, enda stofnuð á stoðum fyrirmyndar frístundastarfs.
Eins er þakkað fyrir áfangaskýrslu og kynningu á Spennistöðinni. Það er ljóst að Spennistöðin tengir saman fjölbreytta starfsemi, svo sem skólastarf, frístundastarf og aðra starfsemi sem ýtir undir virkni og þátttöku íbúa, nærumhverfinu til heilla.

18. Lagt fram svar, dags. 2. desember 2016, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, frá 106. fundi skóla- og frístundaráðs, varðandi verk-, tækni- og listgreinar. SFS2016100046

19. Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð þakkar Hildi Skarphéðinsdóttur fráfarandi skrifstofustjóra leikskólahluta fagskrifstofu fyrir góð og farsæl störf í þágu leikskólastarfs í borginni og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

20. Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð þakkar Valgerði Janusdóttur fráfarandi mannauðsstjóra skóla- og frístundasviðs fyrir góð og farsæl störf að skóla- og frístundamálum í borginni og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

21. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Eru samræmdir verkferlar hjá öllum grunnskólum reknum af Reykjavíkurborg varðandi móttöku og íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku ? Einnig er óskað upplýsinga varðandi hvort samræmdar reglur séu varðandi að greina þörf á kennslu í íslensku sem og varðandi að veita stuðningskennslu í íslensku fyrir börn sem eru fædd á Íslandi en eru með annað móðurmál en íslensku. SFS2016120064

Fundi slitið kl. 15:00

Skúli Helgason

Eva Einarsdóttir Hermann Valsson
Jóna Björg Sætran Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 1 =