Fundur nr. 11 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 11

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 3. október kl. 9:05, var haldinn 11. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, og Marta Grettisdóttir.
Deildarstjóri Aðalskipulags Reykjavíkur situr fundinn undir liðum 2-4
Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 5-11.
Fundarritari er Örn Sigurðsson. 

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018.

2.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030: framfylgd, skýrsla um framfylgd         Mál nr. SN150367

Lögð fram skýrsla umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018,  uppfært í september 2018 um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 árið 2017 ásamt mælikvörðum. 
Kynnt. 
Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði telja mikilvægt að gripið verði til markvissra aðgerða svo unnt verði að ná markmiðum um greiðar samgöngur í borginni. Æskilegt er að auka hlutdeild gangandi og hjólandi, auk þeirra sem velja að nýta sér almenningssamgöngur. Það eru mikil vonbrigði að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda standi í stað milli mælinga. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Við teljum mikilvægt að hverfi borgarinnar verði sjálfbær enda hafi það jákvæð áhrif á samgöngumynstur. Við leggjum áherslu á samgöngubætur fyrir fjölbreyttar samgöngur og viljum bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
Kynnt hefur verið greinargóð samantekt um framfylgd Aðalskipulags og þróun síðasta árs í samanburði við markmið. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna góðri niðurstöðu samantektarinnar enda sýna mælikvarðar jákvæða þróun flestra þátta. Þar má nefna góðan árangur við þéttingu byggðar enda eru tæp 90% uppbyggingar á þéttingarreitum sem leiðir af sér aukinn fjölda íbúa á hektara innan vaxtarmarka Reykjavíkur auk hærra hlutfalls íbúa í nágrenni strætisvagnabiðstöðva og matvöruverslana. Þá hefur fjöldi íbúða sem hafin er bygging á aukist úr 10 árið 2010 í 923 árið 2017 en á síðustu þremur árum hefur verið hafin bygging á 2.771 íbúð.

Það er þó ákveðið áhyggjuefni að ferðavenjur og losun gróðurhúsalofttegunda hafi ekki þróast líkt og vonir stóðu til. Samkvæmt mælingum hefur farþegum í Strætó fjölgað og hjólreiðar aukist en umferð bíla hefur einfaldlega aukist hlutfallslega meira. Því er ljóst að bæta þarf aðstæður þeirra sem kjósa að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Það eru hagsmunir allra að draga úr bílaumferð í borginni, sem er m.a. mikilvægur þáttur í baráttunni við svifryk og aðra neikvæða umhverfisþætti en eins og fram kemur í samantektinni er 70% af losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík til komin vegna samgangna.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

3.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis         Mál nr. SN180358

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sundahöfn. Kynning stóð til og með 28. júní 2018: Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 14. júní 2018, Vegagerðin dags. 19. júní 2018, Skipulagsstofnun dags. 21. júní 2018, Garðabær dags. 3. júlí 2018, Umhverfisstofnun dags. 4. júlí 2018, samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. ágúst 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 29. ágúst 2018. 
Einnig er lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka ásamt umhverfisskýrslu VSÓ ráðgjafar dags. í september 21018.
Samþykkt að kynna drög að tillögu, sbr. 2. mgr.,30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Drögin verði send á hagsmunaaðila og verða aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

4.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsb, breyting á aðalskipulagi - heimildir um íbúðarhúsnæði         Mál nr. SN170741

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í október 2017, vegna breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut. Kynning stóð til og með 1. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Skipulagsstofnun dags. 20. nóvember 2017, samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, svæðisskipulagsnefnd, dags. 6. desember 2018, hverfisráð Laugardals dags. 31. október 2017.
Einnig eru lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut, er varðar kröfu um gerð deiliskipulags við breytingu húsnæðis á svæði M2e.
Samþykkt að kynna drög að tillögu, sbr. 2. mgr.,30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Drögin verði send á hagsmunaaðila og verða aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

5.    Bústaðavegur 151 og 153, breyting á deiliskipulagi     (01.826.1)    Mál nr. SN180383

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. Deiliskipulagtillagan sýnir færslu stofnveituhitalagnar gegnum reitinn  5 metra til suðurs sem hliðrar lóðarmörkum og byggingarreitum lóða nr. 151B og 151C sem því nemur. Lega stíga- og getnakerfis svæðisins hefur verið hannað frekar og hliðrað óverulega til.  Aðkomuleið að lóðum var framlengd til norður um 10 m svo stórir bílar geti athafnað sig á svæðinu næst nr. 151D. Aðkomuleið akandi umferðar að veitingastað á lóð nr. 153 var færð inn á lóð 151A sem minnkar, en við það er þörf á að fjarlæga helming af núverandi hesthúsum Fáks á lóðinni, samkvæmt uppdr. ARKÍS arkitekta ehf. og Landslags ehf. dags. 11. september 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Landslags dags. 15. maí 2018, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2018, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. júní 2018 og bréf Vegagerðarinnar dags. 28. september 2018.  Einni g eru lögð fram Húsaskrá og varðveislumat Formleifaskrá Borgarsögusafni dags. 28. september 2018 og uppdráttur Arkís arkitekta og Landslags ehf. dags. 1. október 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6.    Fálkagata 10, breyting á deiliskipulagi     (01.553.1)    Mál nr. SN180273
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju  umsókn Zeppelin ehf. f.h. Landslagna ehf. dags. 12. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 10 við Fálkagötu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum um eina með því að byggja þakhæð ofan á húsið ásamt því að setja svalir á húsið, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 20. febrúar 2018. Tillagan var auglýst frá 7. maí 2018 til og með 19. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Dögg Mósesdóttir og Daniel Schreiber dags. 4. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018. 
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018. 
Vísað til borgarráðs. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Kl. 10:33 víkur áheyrnarfulltrúinn Ásgerður Jóna Flosadóttir af fund en þá hafði einnig verið fjallað um lið nr. 39 á fundinum. 

7.    Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180360
491299-2239 Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 9. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í breyttu orðalagi og kvöðum er varða landnotkun á lóð A á skipulagssvæðinu. Lóð A verður blönduð íbúða- og atvinnuhúsalóð eftir breytingu í stað hreinnar atvinnuhúsalóðar. Að auki viðbót er varðar heimild fyrir leikskólastarfssemi á reitnum með leiksvæði í inngarði, samkvæmt uppdr. ALARK Arkitekta ehf. dags. 1. júní 2018. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. Dalhúss ehf. dags. 17. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2018.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25.september 2018 með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka. „Við fögnum áformum um íbúðabyggð og leikskólastarfsemi á lóð A við Hlíðarenda, enda húsnæðisþörf mikil í borginni og æskilegt að fjölga leikskólarýmum. Við hefðum þó talið æskilegt að fresta afgreiðslu málsins á meðan beðið er niðurstöðu úr kæruferli fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulaginu.”

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8.    Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN180140

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í breytingunni felst í meginatriðum stækkun á lóðinni við Álfabakka 4, aukning á nýtingu og byggingarmagni ásamt því að hámarkshæð bygginga hækkar o.fl. auk uppfærðra kvaða um settjörn og legu rafstrengja skv. deiliskipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 2. mars 2018 síðast br. 9. ágúst 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 2. mars 2018 síðast br. 9. ágúst 2018 og greinargerð dags. 2. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 22. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsin í Bænum ehf. dags. 7. maí 2018, og Veitur dags. 22. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018. 
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.7.september 2018 með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

9.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 990 frá 25. september 2018 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 991 frá 2. október 2018.

(C) Fyrirspurnir

10.    Frakkastígsreitur, 1.172.1, (fsp) Laugavegur 33, 33a, 33b, 35 og Vatnsstígur 4     (01.172.1)    Mál nr. SN180557
621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
710806-1360 Leiguíbúðir ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 3. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg um að . Í breytingunni felst að fallið er frá niðurrifi húsanna við Laugaveg 33 og 35, hækka húsið að Laugavegi 35 um eina hæð og að hús við Laugaveg 33A og Vatnsstíg 4 verði rifin og ný byggð í þeirra stað, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. dags. 3. ágúst 2018. Einnig er lagt fram minnisblað Minjastofnunar Íslands dags. 26. júní 2018 og greinargerð Zeppelin ehf. dags. 3. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2018. 
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2018 samþykkt. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Samgöngumál

11.    Göngugötur 2018, framlenging á  göngugötutímabilsins í miðborginni         Mál nr. US180260

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 10. september 2018, varðandi framlengingu á göngugötutímabilinu í miðborg Reykjavíkur. 
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs,. skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 10. september 2018 dregin til baka 

(D) Ýmis mál

14.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, heildarkosnaður við framkvæmdir við Birkimel,  Grensásveg, Borgartún og Hofsvallagötu.         Mál nr. US180274

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði 30. ágúst 2018  varðandi heildarkostnað framkvæmda við Birkimel,  Grensásveg, Borgartún og Hofsvallagötu.  Einnig eru lögð fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 19. september 2018. 
Birkimelur. 
Grensásvegur. 
Borgartún. 
Hofsvallagata. 

15.    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, viðreisnar og Vinstri Græn, Borgarlína         Mál nr. US180275

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. september 2018 þar sem umhverfis- og skipulagssviði er falið að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfi almenningssamgangna. 
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

16.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, brugðist verði við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti         Mál nr. US170156

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir leggja til að brugðist verði nú þegar við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti. Svæði sem áður var á þurru er nú umflotið milli Norðlingaholts og Rauðhóla. Athuga þarf hvort ekki þarf að lækka vatnsstöðu Elliðavatnsins eins og áður var gert með því að opna lokur í stíflugarði og hleypa vatni á árfarveg Bugðu sem er þurr neðan stíflugarðs í Elliðavatni." Einnig er lögð fram greinargerð.
Einnig er lögð fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds,  dags. 31. ágúst 2018 ásamt umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. dags. 26. september 2018. 
Frestað. 

Kl. 11:28 víkur áheyrnarfulltrúinn Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi.  

17.    Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, varðandi  breyttan opnunartíma bílastæðahúsa borgarinnar         Mál nr. US180241

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins þar sem lagt er til að  bílastæðahús borgarinnar verði opin allan sólarhringinn. Einnig er lögð fram greinargerð.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdarstjóra Bílastæðasjóðs dags.  24. september 2018.
Skipulags- og samgönguráð lítur jákvætt á tillöguna og vísar henni til meðferðar hjá stýrihóps um bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar. 

18.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, úrbætur á göngutengslum við Sléttuveg         Mál nr. US180072

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon og Halldór Halldórsson, leggja til að úrbætur verði gerðar á göngutengslum við Sléttuveg í því skyni að auðvelda íbúum við götuna, ekki síst þeim sem eiga erfitt með gang eða nota hjólastóla, að komast á milli húsa og um hverfið. Leitast verði við að tengja saman gangstéttir og göngustíga milli húsa, t.d. Sléttuveg 15-17, svo íbúar þeirra komist hjá því að þurfa að fara eftir götunni þegar þeir fara fótgangandi eða á hjólastól milli húsa. Þá verði úrbætur gerðar á gangstéttarbrúnum í hverfinu og fláum fjölgað í því skyni að auðvelda fólki í hjólastólum að komast leiðar sinnar. Við undirbúning framkvæmda skal samráð haft við öll húsfélög við Sléttuveg og þeim gefinn kostur á að skila ábendingum um hvaða framkvæmdir séu æskilegar svo áðurnefndum markmiðum verði náð."
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018. 
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018 samþykkt.

19.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ekki verði mokað yfir steinbryggju við Tryggvagötu         Mál nr. US180232
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að ekki verði mokað yfir steinbryggju við Tryggvagötu 
Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson leggja fram eftirfarandi frávísunartillögu.
“Líkt og fram kom í bókun fulltrúa Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar á sjöunda fundi skipulags- og samgönguráðs fagna fulltrúarnir tillögu um varðveislu Steinbryggjunnar enda um að ræða sögufrægar minjar í góðu ástandi. Í ljósi þess að undirbúningur varðveislu minjanna var þegar hafinn á umhverfis- og skipulagsviði þegar tillagan kom fram, og ráðið fengið kynningu þess efnis, er tillögu þessari vísað frá.”

Umhverfis- og skipulagsráðs vísar tillögunni frá með atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Katrínar Atladóttur, Hildar Björnsdóttur og Valgerðar Sigurðardóttur.

20.    Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Stórhöfði 45         Mál nr. US180283

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins þar sem lagt er til að þegar verði ráðist í malbikun, gerð gangstétta, lýsingu og annars frágangs á vegakafla við Stórhöfða 45, en þar stendur nú sjúkrahús SÁÁ. Einnig er lögð fram greinargerð. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,. skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

21.    Bankastræti 12, kæra 115/2018     (01.171.2)    Mál nr. SN180643
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. september 2018 ásamt kæru dags. 14. september 2018 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bankastræti.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

22.    Dugguvogur 8-10, kæra 76/2018, umsögn     (01.454.0)    Mál nr. SN180402
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. maí 2018 ásamt kæru dags. 22. maí 2018 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 27. apríl 2018 á umsókn um byggingarleyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. september 2018.

23.    Drápuhlíð 36, kæra 99/2018, umsögn, úrskurður     (01.713)    Mál nr. SN180535
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erndi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. júlí 2018 ásamt kæru dags. 17. júlí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa um að gefa út byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 36 við Drápuhlíð. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja umsókn um byggingu bílskúrs á lóð nr. 26 við Drápuhlíð.

24.    Hverfisgata 98, kæra 110/2017, umsögn, úrskurður     (01.174.1)    Mál nr. SN170779
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er breyting á nýtingu sameignar og séreignar í fjölbýlishúsinu Hverfisgötu 98. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. október 2017. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. september 2018: Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

25.    Vatnsstígur 9a, kæra 105/2017, umsögn, úrskurður     (01.152.4)    Mál nr. SN170710
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. september 2017, ásamt kæru þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa að breyta skráningu íbúðar við Vatnsstíg 9a. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. desember 2017. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. september 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

26.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN180067

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs 6. september  vegna breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, afmörkun landnotkunar.

27.    Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN170918
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs 6. september 2018 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðar nr. 2 við Austurbakka.

28.    Ármúli 7, breyting á deiliskipulagi     (01.262.1)    Mál nr. SN180352
530117-0490 Reitir - þróun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2018 um samþykki borgarstjórnar þann 4. september 2018 um synjun á breytingu á deiliskipulagi vegna Ármúla 7.

29.    Brúnavegur 13 - Hrafnista, breyting á deiliskipulagi     (01.351)    Mál nr. SN180547
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
570269-2679 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Laugarás Hrafnistu vegna lóðarinnar nr. 13 við Brúnaveg.

30.    Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, breyting á deiliskipulagi     (01.85)    Mál nr. SN160479
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs 6. september 2018 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðanna nr. 7, 9 og 11 við Stjörnugróf og 10 við Bústaðablett.

31.    Hallarmúli 2, breyting á deiliskipulagi     (01.261.1)    Mál nr. SN170870
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla.

32.    Kjalarnes, Jörfagrund 54-60, breyting á deiliskipulagi     (03.247.2)    Mál nr. SN180367
500101-2370 Hús invest ehf., Lambhaga 3, 800 Selfoss

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis  lóðarinnar nr. 54-60 við Jörfagrund.

33.    Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180550
630191-1579 Stjörnuegg hf., Vallá, 162
500215-1000 TAG teiknistofa ehf., Flétturima 5, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs 6. september 2018 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Vallá á Kjalarnesi.

34.    Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi     (01.352.5)    Mál nr. SN180468
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingu á breytingu deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún.

35.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi, markmið um göngugötur         Mál nr. SN170909

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. september 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni.

36.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes, Breytt landnotkun atvinnusvæðis. Þróun blandaðrar byggðar     (02.2)    Mál nr. SN170527

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. september 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna breytingar á landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi.

37.    Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. september 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi.

38.    Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN180630
600269-0979 Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. september 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis,  lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg.

39.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, lagastoð eða reglur um innviða og byggingarréttargjaldgjald í Reykjavík:         Mál nr. US180285

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrua Flokks fólksins Ásgerðar Jónu Flosadóttur um lagastoð eða reglur um innviða og byggingarréttargjaldgjald í Reykjavík Innviðagjald er eitt gjalda sem Reykjavíkurborg innheimtir. Þetta gjald á mér vitanlega sér ekki stoð í lögum eða reglum og óljóst er hver tilgangur þess er.  
1. Hver er tilgangur gjalda eins og Innviðagjalds, þ.e. til hvaða verkefna á gjaldið að fara.
2.  Hvers vegna ætti að rukka oftar en einu sinni fyrir slíka innviði?
3.  Hvað gerist ef aðili í svokölluðum frjálsum einkaréttarlegum samningum við Reykjavíkurborg neita að greiða gjald sem ekki á sér stoð í lögum og á sér ekki skýran tilgang, neitar greiðslu.  Er raunin þá sú að málin eru ekki tekin fyrir, eða ekki afgreidd, eða hvort tveggja?
4. Eru líkur á því að aðilar hafi litið svo á að mál þeirra hefðu ekki fengið brautargengi nema með því að fallast á þessi gjöld?
5. Er gert virðismat á verkefnum við ákvörðunartöku verkefna í borginni, þ.e. að verkefni sem eru stórkostlega hagkvæm borginni fái fókus og framgang og styrki þannig tekjustraum borgarinnar?
6. Ef tafirnar sem eru að efnast í þessu máli vegna ýmiskonar æfinga í kring um innviðagjöld og aðra fjárhagslega þætti sem minna máli skipta, kosta borgina vel á þriðju milljón króna á hverjum vinnudegi ef tekið er tillit til tekjumöguleika borgarinnar með nýju skipulagi á Heklureit, eða 576 milljónir á ári hverju sem málin tefjast
Einnig er lögð fram greinargerð. 
Vísað til umsagnar hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:55

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 

Gunnlaugur Bragi Björnsson    Kristín Soffía Jónsdóttir 
Hjálmar Sveinsson     Katrín Atladóttir 
Hildur Björnsdóttir     Valgerður Sigurðardóttir.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 25. september kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 990. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Gunnar Logi Gunnarsson og Erna Hrönn Geirsdóttir.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arkarvogur 2     (01.451.401) 105601    Mál nr. BN054742
710817-0810 ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða fjölbýlishús, fjórar byggingar, staðsteyptar, einangraðar og klæddar að utan, með 162 íbúðum og bílgeymslu fyrir 162 bíla á lóð nr. 2 við Arkarvog.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 5. júlí 2018 og yfirlitsmynd um ofanvatnslausnir o.fl varðandi lóð frá Landslag ódagsett.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018 ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærð, A-rými:  23.357,5 ferm., 77.506,2 rúmm.
B-rými:  762,4ferm.
Samtals:  23.206,6 ferm
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

2.    Álfheimar 74     (01.434.301) 105290    Mál nr. BN055220
430487-2139 Húsfélagið Glæsibæ, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og endurnýja glugga að setja láréttan póst á glugga og minnka þar með opnanlegu fögin.
á 2. hæð húss á lóð nr. 74 við Álfheima.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

3.    Bíldshöfði 9     (04.062.001) 110629    Mál nr. BN054969
421014-1590 Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052079 vegna lokaúttektar sem felst í lagfæringu á brunamerkingum í rými 0103 í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4.    Brautarholt 4-4A     (01.241.203) 103021    Mál nr. BN055115
220255-2479 Einar Guðlaugsson, Tunguvegur 23, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. september 2018.
Stækkun:  46,2 ferm., 82,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

5.    Bræðraborgarstígur 16     (01.134.221) 100347    Mál nr. BN055206
530104-3380 Stólpar ehf., Nesbala 114, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að sameina ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi 2. hæðar og gluggum á bakhlið 1. hæðar húss á lóð nr. 16 við Bræðraborgarstíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Bæjarflöt 9     (02.576.004) 225815    Mál nr. BN055177
671113-0390 Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN54614 þannig að byggingarefni hússins verði steypa í stað stálgrindar, setja nýjar svalir á öll rými á 2. hæð, auka nýtingarhlutfall með því að stækka 2. hæð auk annarra breytinga innandyra í húsi á lóð nr. 9 við Bæjarflöt.
Stækkun:  xx ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

7.    Fiskislóð 49-51     (01.087.602) 100012    Mál nr. BN054840
450916-0990 Kaðall ehf., Hellulandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052100 þannig að anddyri er stækkað á húsinu nr. 51 á lóð nr. 49- 51 við Fiskislóð.
Stækkun: 10,98 ferm. 38,2 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

8.    Friggjarbrunnur 14-16     (05.053.703) 205897    Mál nr. BN055128
490117-0160 Friggjarbrunnur 14-16, húsfélag, Friggjarbrunni 14-16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalalokun ásamt þaki á svalir 0307 og 0308 á hús nr. 16 á lóð nr. 14 -16 við Friggjarbrunn.
Samþykki frá aðalfundi húsfélags Friggjarbrunni 14 -16 dags. 30. apríl 2018 fylgir erindi.
Stærðir B rými:  Svalir 0307 verða 7 ferm., 20,3 rúmm. Svalir 0308 verða 7 ferm., 20,3 rúmm.
Samtals stækkun B-rýma er 14 ferm., 40,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9.    Friggjarbrunnur 32     (05.053.304) 205957    Mál nr. BN055201
511209-1530 Litla tré ehf., Gvendargeisla 42, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036790, um er að ræða breytingar á gluggum, efnisvali á þakdúk og einangrun útveggja húss á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

10.    Garðsendi 1     (01.824.402) 108421    Mál nr. BN055123
060751-7069 Hermann Gunnarsson, Garðsendi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054690 þannig að rýmisnúmer 0004 og 0005 eru sameinuð í eitt rýmisnúmer í húsi á lóð nr. 1 við Garðsenda.
Umboð til hönnuðar dags. 13. maí 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

11.    Grjótháls 8     (04.301.201) 111014    Mál nr. BN055197
570715-0700 Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
590269-1749 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktur erindi BN053654 þannig að bætt er við hurð á suður hlið og stækka hliðaropnun á mhl. 04 á lóð nr. 8 við Grjótháls.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

12.    Gylfaflöt 15     (02.576.005) 225816    Mál nr. BN055175
671113-0390 Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN54616 þannig að byggingarefni hússins verði steypa í stað stálgrindar, setja nýjar svalir á öll rými á 2. hæð, auka nýtingarhlutfall með því að stækka 2. hæð auk annarra breytinga innandyra í húsi á lóð nr. 17 (áður nr. 15) við Gylfaflöt.
Stækkun:  xx ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

13.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN055148
450107-0420 Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4-5 hæða fjölbýlishús með 27 íbúðum, sem verður mhl. 05, sjá erindi BN054251, á lóð nr. 1 við Haukahlíð.
Erindi fylgir minnisblað um reyklosun af svalagöngum dags. 17. september 2018.
Stærð, A-rými:  3.160,4 ferm., 9.972,1 rúmm.
B-rými:  353,7 ferm., 1.028,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055217
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054053 þannig að innra skipulagi í íbúðum 0501 og 0502 er breytt, hæðin dregin inn að hluta og gluggasetning uppfærð í Smyrilshlíð 10 og Haukahlíð 5 sem eru mhl. 01 á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærðarbreyting:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055181
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta 02, 03, 04 og 05 og verða þeir mhl. 02, einnig er sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti 5. hæðar í Smyrilshlíð 18 (áður mhl. 05) í fjölbýlishúsunum Smyrilshlíð 12, 14, 16 og 18 á lóð nr. 5 við Haukahlíð
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Hverfisgata 61     (01.152.515) 101087    Mál nr. BN055222
610613-1520 Almenna E ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044976 með því að breyta hluta klæðningar í geymslum úr flokki 1 yfir í flokk 2 í húsi á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17.    Hverfisgata 86A     (01.174.032) 224237    Mál nr. BN055182
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að flytja byggingu af lóð nr. 73 við Laugaveg á lóð nr. 86A við Hverfisgötu. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

18.    Kambsvegur 24     (01.354.107) 104275    Mál nr. BN055119
060961-4099 Viggó Þór Marteinsson, Kambsvegur 24, 104 Reykjavík
291264-5309 Þórhildur Þórisdóttir, Kambsvegur 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr og innrétta íbúð við einbýlishús á lóð nr. 24 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2018.
Stækkun:  40 ferm., 110,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2018.

19.    Kirkjustétt 2-6     (04.132.201) 188525    Mál nr. BN055202
530516-0670 M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og notkun rýma í MHL-02, einnig er sótt um leyfi til að byggja 3. hæð ofan á núverandi hús sem og viðbyggingu við vesturhlið húss á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Stækkun:
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

20.    Kistuhylur 4 (Árbæjarsafn)     (04.26-.-99) 110979    Mál nr. BN055178
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sýningarskála, stálgrindarhús á steyptum sökklum til að hýsa eimreiðar sem sýna á í Árbæjarsafni og verður mhl. 41 á lóð nr. 4 við Kistuhyl.
Stærð: 133,2 ferm., 610 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
21.    Klettagarðar 8-10     (01.322.101) 192062    Mál nr. BN055191
461009-0420 Klettur - sala og þjónusta ehf., Klettagörðum 8-10, 104 Reykjavík
631210-0740 Klettagarðar 8-10 ehf, Klettagörðum 8-10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á þremur geymslutjöldum úr PVC dúk strengdum á stálgrind, til að byggja geymsluskúr úr stálgrind klæddan samlokueiningum úr glerull auk þess að koma fyrir 20 gámum á lóð nr. 8-10 við Klettagarða.
Stækkun:  1.060 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22.    Kringlan 7     (01.723.101) 107298    Mál nr. BN055207
481075-0419 Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 7 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

23.    Lambhagavegur 7A     (02.647.503) 218294    Mál nr. BN054189
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð fyrir raforku á lóð nr. 7a við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
Stærð: 17,3 ferm., 65,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

24.    Lambhagavegur 9     (02.647.502) 211678    Mál nr. BN055209
450997-2779 Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051890 með því að bæta við gluggum á gafla auk tilfærslu og speglun á innkeyrslu- og gönguhurðum á húsi á lóð nr. 9 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25.    Laufásvegur 65     (01.197.010) 102698    Mál nr. BN055165
181266-4309 Aðalsteinn Egill Jónasson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og skipta í tvær íbúðir einbýlishúsi á lóð nr. 65 við Laufásveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

26.    Laugavegur 118     (01.240.103) 102980    Mál nr. BN055179
460189-1369 Melholt ehf, Grettisgötu 87, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílaverkstæði, stálgrindarhús klætt steinullareiningum á kjallara sem fyrir er, á Grettisgötu 87 á lóð nr. 118 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2019.
Stærð, áður byggður kjallari:  794,5 ferm., 2.140,4 rúmm.
Nýbygging:  814,2 ferm., 3.985,4 rúmm.
Samtals: 1.608,7 ferm., 6.125,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2018.

27.    Lynghagi 7     (01.555.103) 106626    Mál nr. BN055221
200977-5059 Jón Þór Finnbogason, Lynghagi 7, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu aftan við bílskúr á lóð fjölbýlishúss nr. 7 við Lynghaga.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda og samþykki eiganda Lynghaga 9 dags. 4. apríl 2018 ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2016.
Stækkun:  14,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28.    Melgerði 17     (01.815.312) 108008    Mál nr. BN055129
140356-7009 Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Melgerði 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi kvisti og gera nýja og stærri kvisti, byggja sólstofu á austurhlið og breyta fyrirkomulagi efrihæðar sem og gluggasetningum á einbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Melgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2019.
Stækkun:  107,7 ferm., 314,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2018.

29.    Rauðagerði 6-8     (01.820.201) 108289    Mál nr. BN055084
181271-3029 Linda Rut Benediktsdóttir, Rauðagerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og gera nýja íbúð í kjallara, rými 0002 í húsi nr. 6 á lóð nr. 6 - 8 við Rauðagerði.
Samþykki meðeiganda á teikningum og í bréfi dags. 10. ágúst 2018, jákvæð fyrirspurn frá skipulagi dags. 26. maí 2018 og húsaskoðun dags. 11. september 2018 fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

30.    Sjafnargata 14     (01.196.503) 102659    Mál nr. BN054786
601173-0189 Sonja ehf., Gilsbúð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að útbúa þaksvalir á neðra þak byggingar og endurnýja svalahandrið á húsi á lóð nr. 14 við Sjafnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018.
Einnig fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. júní 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018.
Erindið var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Fjölnisvegi 13 og 15 og Sjafnargötu 12. Grenndarkynningin var stytt þar sem samþykki lóðarhafa Fjölnisvegi 13 og 15 og Sjafnargötu 12 liggja fyrir, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31.    Skeifan 2-6     (01.461.201) 105667    Mál nr. BN055215
441286-1479 Hús fyrir Epal ehf., Skeifunni 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja brú/gönguleið yfir op á 2. hæð og nýtt sýningarsvæði fyrir verslun á lóð nr. 2-6 við Skeifuna.
Stækkun: 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

32.    Skipholt 23     (01.250.109) 103427    Mál nr. BN055199
701003-3140 Fasteignir & Co. ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á einlyftu bakhúsi á lóð nr. 23 við Skipholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

33.    Skólavörðustígur 42     (01.181.417) 210269    Mál nr. BN055093
550289-1219 R. Guðmundsson ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047136 v/lokaúttektar á húsi á lóð nr. 42.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

34.    Skúlagata 28     (01.154.304) 101119    Mál nr. BN055228
670417-0260 S28 ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð nr. 28 við Skúlagötu sbr. BN055171.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35.    Skútuvogur 7     (01.424.001) 105173    Mál nr. BN055050
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
450199-3469 Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja milliveg sem áður hólfaði af hluta vörugeymslu húsi nr. 7 og áður gerðar innri breytingar á húsunum á lóð nr. 7 og 9 við Skútuvog.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. 14. september 2018 og bréf hönnuðar með skýringum dags. 17. september 2018.
Stærð, mhl. 01, A-rými:  10.090,4 ferm., 95.100,2 rúmm.
Mhl. 02, A-rými:  3.642,5 ferm., 31.363,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

36.    Sogavegur 3     (01.810.-98) 107820    Mál nr. BN055218
660407-2350 Fiskikóngurinn ehf., Stórakri 6, 210 Garðabær
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta frystigám við Fiskikónginn á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Sólheimar 28     (01.435.110) 105317    Mál nr. BN055214
060690-3169 Haukur Hinriksson, Bæjarlind 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og gluggum auk svalahurðar í húsi á lóð nr. 28 við Sólheima.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

38.    Sólvallagata 20     (01.160.213) 101161    Mál nr. BN055184
090979-3299 Sigurður Þór Snorrason, Gerðarbrunnur 15, 113 Reykjavík
260783-5219 María Kolbrún Sigurðardóttir, Gerðarbrunnur 15, 113 Reykjavík
440215-0760 Arcturus hf., Sólvallagötu 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja veggi milli stofa og eldhúss og koma fyrir stálstyrkingum upp við loft á 1. hæð einbýlishúss á lóð nr. 20 við Sólvallagötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39.    Stíflusel 1-11 2-16     (04.934.008) 112893    Mál nr. BN055219
451015-1840 Stíflusel 5-11, húsfélag, Stífluseli 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra og klæða með láréttu báruáli vesturgafl Stíflusels 5-11, á lóð nr 1-11 2-16 við Stíflusel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

40.    Stjörnugróf 11     (01.89-.-98) 108933    Mál nr. BN054999
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 11 við Stjörnugróf.
Niðurrif:  Fastanr. F2038390, mhl. 01, 0101, merkt einbýli 198 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41.    Sæmundargata 2     (01.603.201) 106638    Mál nr. BN054655
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús og anddyri við kjallara Nýja Garðs á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Stækkun:  46,6 ferm., 135,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018 og lagfæra skráningu.

42.    Vesturgata 41     (01.135.003) 100425    Mál nr. BN055172
630216-1680 E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óskráðan kjallara, innrétta sjö íbúðarherbergi og eldhús, gera glugga á allar hliðar á steyptum kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 41 við Vesturgötu.
Stækkun:  36,8 ferm., 135,7 rúmm.
Eftir stækkun:  410,5 ferm., 1.171,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

43.    Vitastígur 12     (01.173.119) 101536    Mál nr. BN055188
570197-2829 Hugver ehf, Pósthólf 671, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ?, teg. kaffihús fyrir 20 gesti á 1. hæð húss á lóð nr. 12 við Vitastíg.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

44.    Víðinesvegur 21         Mál nr. BN055005
510588-1189 SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gas- og jarðgerðarstöð, steinsteypt með límtrésburðarvirki, klætt hálfgagnsæju báruplasti og samanstendur af verksmiðjuhluta sem í er fræðslusetur og tveimur meltutönkum auk gastanks á lóð nr. 21 við Víðinesveg.
Erindi fylgir: Greinargerð með deiliskipulagi dags. 26. janúar 2015, skýrsla um brunahönnun dags. 11. júlí 2018, hljóðvistargreinargerð dags. 12. júlí 2018, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018, ákvörðun um matsskyldu frá skipulagsstofnun dags. 9. mars 2018, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 13. júlí 2018 og umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. febrúar 2018.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.
Stærð, mhl. 01: 12.294,7 ferm., 73.987,3 rúmm.
Mhl. 02:  201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 03:  201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 04:  110,8 ferm., 1.134,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Ýmis mál

45.    Bergþórugata 10     (01.192.014) 102520    Mál nr. BN055226
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Bergþórugötu 10 og 12 í eina lóð og minnka sameinaða lóð með því að sameina hluta af lóðunnum tímabundið óútvísaða landinu, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 19.09.2018.
Lóðin Bergþórugata 10 (staðgr. 1.192.014, L102520) er talin 322,5 m².
Lóðin reynist 317 m².
Teknir 24 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Bætt 287 m² við lóðina frá Bergþórugötu 12.
Lóðin Bergþórugata 10 (staðgr. 1.192.014, L102520) verður 580 m².
Lóðin Bergþórugata 12 (staðgr. 1.192.015, L102521) er talin 311,8 m².
Lóðin reynist 310 m².
Teknir 287 m² af lóðinni og bætt við Bergþórugötu 10.
Teknir 23 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður felld niður.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16.05.2018, samþykkt í borgarráði þann 24.05.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06.07.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

46.    Bergþórugata 12     (01.192.015) 102521    Mál nr. BN055227
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Bergþórugötu 10 og 12 í eina lóð og minnka sameinaða lóð með því að sameina hluta af lóðunnum tímabundið óútvísaða landinu, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 19.09.2018.
Lóðin Bergþórugata 10 (staðgr. 1.192.014, L102520) er talin 322,5 m².
Lóðin reynist 317 m².
Teknir 24 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Bætt 287 m² við lóðina frá Bergþórugötu 12.
Lóðin Bergþórugata 10 (staðgr. 1.192.014, L102520) verður 580 m².
Lóðin Bergþórugata 12 (staðgr. 1.192.015, L102521) er talin 311,8 m².
Lóðin reynist 310 m².
Teknir 287 m² af lóðinni og bætt við Bergþórugötu 10.
Teknir 23 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður felld niður.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16.05.2018, samþykkt í borgarráði þann 24.05.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06.07.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

47.    Háaleitisbraut 13     (01.290.403) 103758    Mál nr. BN055235
540503-3030 Sjónarhóll - ráðgjafarmiðs ses., Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík
Leiðrétting á bókun erindis BN054044 sem samþykkt var 23. janúar 2018. 
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 13 við Háaleitisbraut.
Bréf hönnuðar um skiptingu eigna dags. 8. janúar 2018, samþykki meðeigenda dags. 18 janúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

48.    Hofteigur 19     (01.362.207) 104597    Mál nr. BN055216
190791-2469 Tara Brynjarsdóttir, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
260891-2199 Egill Þormóðsson, Suðurgata 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallaraíbúð á lóð nr. 16 við Hofteig. Breytingarnar fela í sér að breyta þarf burðarvegg og súlu í kjallara.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

49.    Hraunbær 133         Mál nr. BN055238
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna þrjár lóðir, þ.e. Hraunbæ 133, Hraunbæ 143 og Hraunbæ 153, samanber meðfylgjandi lóðauppdrætti dags. 24.09.2018. Lóðauppdrættir eru unnir á grundvelli deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls sem samþykkt var í skipulags- og samgönguráði 15.08.2018, samþykkt í borgarráði 23.08.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 21.09.2018.
Hraunbær 133 (staðgr. 4.341.101 og landeignarnr. L227324) er 6464 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 143 (staðgr. 4.341.201 og landeignarnr. L227325) er 6120 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 153 (staðgr. 4.345.101 og landeignarnr. L227326) er 9917 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

50.    Hraunbær 143         Mál nr. BN055239
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna þrjár lóðir, þ.e. Hraunbæ 133, Hraunbæ 143 og Hraunbæ 153, samanber meðfylgjandi lóðauppdrætti dags. 24.09.2018. Lóðauppdrættir eru unnir á grundvelli deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls sem samþykkt var í skipulags- og samgönguráði 15.08.2018, samþykkt í borgarráði 23.08.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 21.09.2018.
Hraunbær 133 (staðgr. 4.341.101 og landeignarnr. L227324) er 6464 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 143 (staðgr. 4.341.201 og landeignarnr. L227325) er 6120 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 153 (staðgr. 4.345.101 og landeignarnr. L227326) er 9917 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

51.    Hraunbær 153         Mál nr. BN055240
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna þrjár lóðir, þ.e. Hraunbæ 133, Hraunbæ 143 og Hraunbæ 153, samanber meðfylgjandi lóðauppdrætti dags. 24.09.2018. Lóðauppdrættir eru unnir á grundvelli deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls sem samþykkt var í skipulags- og samgönguráði 15.08.2018, samþykkt í borgarráði 23.08.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 21.09.2018.
Hraunbær 133 (staðgr. 4.341.101 og landeignarnr. L227324) er 6464 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 143 (staðgr. 4.341.201 og landeignarnr. L227325) er 6120 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 153 (staðgr. 4.345.101 og landeignarnr. L227326) er 9917 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

52.    Rangársel 15     (04.938.102) 112918    Mál nr. BN055229
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stækka lóðina  Rangársel 15, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 19.09.2018.
Lóðin Rangársel 15 (staðgr. 4.938.102, L112918) er 3849 m².
Bætt 501 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (L221449).
Leiðrétt um -1 m² vegna fermetrabrota.
Lóðin Rangársel 15 (staðgr. 4.938.102, L112918) verður 4349 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í borgarráði þann 19.07.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 10.08.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

53.    Síðumúli 13     (01.292.107) 103796    Mál nr. BN055236
590902-3730 Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Leiðrétting á erindi BN055176 sem samþykkt var 18. september 2018 þar sem rangt húsnúmer var skráð. 
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar í húsinu á lóð nr. 13 við Síðumúla.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54.    Snorrabraut 83     (01.247.505) 103386    Mál nr. BN055237
610813-0110 HAG Fasteignir ehf., Ferjuvaði 1, 110 Reykjavík
Leiðrétt bókun erindis BN054964 sem samþykkt var 18. september 2018 þar sem erindislýsing var ekki rétt skráð:
Eldri texti: Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.
Nýr texti: Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund d í íbúð 0001, 0101 og 0201, nýjum svölum á 1. hæð og áður gerðum breytingum í kjallara og risi húss nr. 83 við Snorrabraut.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Fyrirspurnir

55.    Hólmsland C-13 C-14         Mál nr. BN055211
171047-5609 Ólafur Óskar Einarsson, Hjaltabakki 12, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja niður tvær 2800 lítra rotþrær við gamla sumarbústaði, C13 og C14 í Hólmslandi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

56.    Týsgata 8     (01.181.013) 101736    Mál nr. BN055212
590310-0690 Kökusmiðjan ehf., Týsgötu 8, 101 Reykjavík
650705-0410 Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Fyrirspurnin er á þá leið hvort leyfilegt sé að færa eldhús milli hæða og bæta við salerni í veitingasal húss á lóð nr. 8 við Týsgötu.
Frestað.
Á milli funda.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:35

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Sigrún Reynisdóttir
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Gunnar Logi Gunnarsson
Skúli Þorkelsson    Olga Hrund Sverrisdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 2. október kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 991. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Sigríður Maack, Harri Ormarsson, Gunnar Logi Gunnarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arkarvogur 2     (01.451.401) 105601    Mál nr. BN054742
710817-0810 ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða fjölbýlishús, fjórar byggingar, staðsteyptar, einangraðar og klæddar að utan, með 162 íbúðum og bílgeymslu fyrir 162 bíla á lóð nr. 2 við Arkarvog.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 5. júlí 2018 og yfirlitsmynd um ofanvatnslausnir o.fl varðandi lóð frá Landslag ódagsett.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018 ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærð, A-rými:  23.357,5 ferm., 77.506,2 rúmm.
B-rými:  762,4ferm.
Samtals:  23.206,6 ferm
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

2.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055234
630109-1080 Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í verslunarrýmum á 1. og 2. hæð og í kjallara L1 á reit 2 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN055264
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 3. hæð í byggingu L1 sem er mhl. 12 á reit 2 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4.    Álfheimar 74     (01.434.301) 105290    Mál nr. BN055220
430487-2139 Húsfélagið Glæsibæ, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og endurnýja glugga, að setja láréttan póst á glugga og minnka þar með opnanlegu fögin.
á 2. hæð húss á lóð nr. 74 við Álfheima.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5.    Ásvegur 11     (01.353.121) 104239    Mál nr. BN054831
291278-5909 Auður Jóna Erlingsdóttir, Ásvegur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, byggja svalir og utanáliggjandi stigahús, skipta húsi í tvær eignir og innrétta geymslur í bílskúr húss á lóð nr. 11 við Ásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Stækkun:  70,2 ferm., 154,3 rúmm.
Stærð húss eftir stækkun:  210,6 ferm., 447,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Bárugata 30     (01.135.219) 100468    Mál nr. BN055023
300675-3799 Ásgeir Westergren, Bárugata 30, 101 Reykjavík
071274-5439 María Elísabet Pallé, Bárugata 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka efstu hæð og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu.
Stækkun: 55 ferm., 173,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1, 2, dags. 7. september 2018.

7.    Bergstaðastræti 20     (01.184.011) 102006    Mál nr. BN055021
100373-5649 Örn Úlfar Höskuldsson, Bergstaðastræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum inngöngudyrum, breytingum innanhúss, nýjum svölum á vesturhlið og samnýtingu eignahluta í húsi nr. 20 við Bergsstaðastræti.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dagsett 17.07.2018, afrit af rekstrarleyfi f. gististað í flokki I frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, afrit af umsókn um rekstrarleyfi dags. 21.7.2016, umsögn borgarráðs dags. 25. jan. 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. ágúst 2018 og innsent bréf hönnuðar dags. 5.9.2018 varðandi breytingar í umsókn.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. september 2018 og dags. 25. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

8.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055017
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. a á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhúss Katrínartúns 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu, uppfærð 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

9.    Borgartún 32     (01.232.001) 102917    Mál nr. BN053662
711296-5069 Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að endurbæta eldvarnir og taka í notkun útgrafið sökkulrými undir vesturhluta húss og nýta sem geymslu í húsi á lóð nr. 32 við Borgartún.
Umsögn burðarvirkishönnuðar ódagsett fylgir erindi.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.
Stækkun, sökkulrými:  256,3 ferm., 370,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10.    Bólstaðarhlíð 47     (01.271.201) 186659    Mál nr. BN055267
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvær færanlegar kennslustofur sem eru K-15, tengdar við K - 51, við Háteigsskóla á lóð nr. 47 við Bólstaðarhlíð.
Stærðir: K-15 er: 62,7 ferm., 210,9 rúmm.
Stærðir: K-51 er: 62,7 ferm., 210,9 rúmm.
Samtals: 125,4 ferm., 421,8 rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11.    Brekkubær 1-11     (04.361.102) 111260    Mál nr. BN055213
241164-5869 Margrét Sigríður Björnsdóttir, Brekkubær 11, 110 Reykjavík
210760-4749 Jónas Theodór Lilliendahl, Brekkubær 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja svalalokun á hús á lóð nr. 11 við Brekkubæ.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 12. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
12.    Bæjarflöt 9     (02.576.004) 225815    Mál nr. BN055177
671113-0390 Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN54614 þannig að byggingarefni hússins verði steypa í stað stálgrindar, setja nýjar svalir á öll rými á 2. hæð, auka nýtingarhlutfall með því að stækka 2. hæð auk annarra breytinga innandyra í húsi á lóð nr. 9 við Bæjarflöt.
Stækkun:  201,1 ferm.
Stærð eftir breytingu 1.065,8 ferm, 3.433,8 rúmm.
Erindinu fylgir varmatapsútreikningur dags. 27.09.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

13.    Drápuhlíð 14     (01.704.207) 107087    Mál nr. BN055203
690981-0259 Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp hjólaskýli á steyptum undirstöðum á lóð nr. 14 við Drápuhlíð.
Stærð: 8,3 ferm, 16,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

14.    Dugguvogur 4     (01.452.201) 105608    Mál nr. BN055064
460217-1990 Bæting ehf., Þrastarási 37, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð í hluta af iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 4 við Dugguvog.
Samþykki frá meðeigendum dags. 3. september 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. í ágúst 2018 fylgja erindi.
Stærð á millipalli er 64,8 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

15.    Efstaleiti 19     (01.745.201) 224636    Mál nr. BN055205
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta BN052546 á þann hátt að fyrirkomulagi innréttinga og nettóstærðum innan einstakra íbúða er breytt í Mhl-01 og Mhl-02 á lóð nr. 19 við Efstaleiti, áður lóð nr. 2 við Efstaleiti.
Fylgirit, teikningar merktar með breytingu B, dags. 11.09.2018, með afmörkun á breyttum rýmum fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

16.    Efstasund 38     (01.357.015) 104404    Mál nr. BN055252
201169-5779 Signý Jóna Hreinsdóttir, Efstasund 38, 104 Reykjavík
150870-4969 Heiðar Örn Gunnlaugsson, Efstasund 38, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til  að byggja viðbyggingu á lóð nr. 38 við Efstasund.
Stækkun: ??
Óleyfisbygging á lóðinni verður fjarlægð samhliða byggingu viðbyggingar.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17.    Eggertsgata 2-34     (01.634.-99) 106682    Mál nr. BN055232
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053096 vegna lokaúttektar þar sem brunamerkingum er breytt á jarðhæð og byggingalýsing uppfærð af húsinu á lóð nr. 30-34 við Eggertsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

18.    Egilsgata 32     (01.195.104) 102584    Mál nr. BN055255
061258-4779 Kristján Björnsson, Egilsgata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, anddyri og svalir á 1. hæð húss á lóð nr. 32 við Egilsgötu.
Bílskúr:  32 ferm., 93,3 rúmm.
Stækkun húss:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.    Einarsnes 62     (01.673.015) 188233    Mál nr. BN055275
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049610 þannig að bíslag hefur verið stækkað yfir kjallaratröppur, innra skipulagi hefur verið breytt og þak bílskúrs verður einhalla til samræmis við nágrannabílskúr, við einbýlishús á lóð nr. 62 við Einarsnes.
Stækkun:  7,9 ferm., 47 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

20.    Flókagata 56     (01.270.102) 103564    Mál nr. BN055243
160760-2579 Einar Gautur Steingrímsson, Flókagata 56, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu á þaki bílgeymslu í húsi á lóð nr. 56 við Flókagötu.
Stækkun: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

21.    Gefjunarbrunnur 7     (02.695.203) 206007    Mál nr. BN054948
160882-3529 Gunnar Hannesson, Þorrasalir 13, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús úr varmamótum á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 7 við Gefjunarbrunni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2018.
Stærð:  251,3 ferm., 607,44 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

22.    Grettisgata 9     (01.172.235) 101489    Mál nr. BN055259
420498-3229 Hótel Frón ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
591108-0260 Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 4. hæð í gistiheimili í húsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23.    Grundarland 9-15     (01.855.202) 108785    Mál nr. BN054867
010769-4189 Auður Einarsdóttir, Holland, Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á suðvesturhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsi nr. 13 sem er mhl. 03 á lóð nr. 9-15 við Grundarland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018.
Viðbygging:  85,5 ferm., 355 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými:  339,7 ferm., 1089 rúmm.
B-rými:  92,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Gufunes Áburðarverksm     (02.220.001) 108955    Mál nr. BN055223
441116-2090 GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að sett verði upp förðunar- og kaffiaðstaða sem og framreiðslueldhús fyrir starfsfólk í 1. áfanga kvikmyndaversins við Áburðarverksmiðju Gufuness.
Erindinu fylgir brunahönnunarskýrsla frá Eflu, dags. 20.09.2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

25.    Gylfaflöt 15     (02.576.005) 225816    Mál nr. BN055175
671113-0390 Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN54616 þannig að byggingarefni hússins verði steypa í stað stálgrindar, setja nýjar svalir á öll rými á 2. hæð, auka nýtingarhlutfall með því að stækka 2. hæð auk annarra breytinga innandyra í húsi á lóð nr. 17 (áður nr. 15) við Gylfaflöt.
Stækkun:  201,1 ferm.
Stærð eftir breytingu: 1.065,8 ferm, 3.433,8 rúmm.
Erindinu fylgir Varmatapsútreikningur dags. 27.09.2018, breytt umsókn hönnuðar í tölvupósti dags. 1.10.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

26.    Haðaland 26     (01.863.401) 108801    Mál nr. BN055262
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga og grafa frá suðurhlið á 2. áfanga skólans, breyta áhaldageymslu í skrifstofu og innrétta hluta búningsherbergja sem áhaldageymslur sem og setja upp fataherbergi fyrir frístundaheimili í skólabyggingu á lóð nr. 26 við Haðaland.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 25.09.2018 ásamt lista yfir breytingar.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055217
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054053 þannig að innra skipulagi í íbúðum 0501 og 0502 er breytt, hæðin dregin inn að hluta og gluggasetning uppfærð í Smyrilshlíð 10 og Haukahlíð 5 sem eru mhl. 01 á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærðarbreyting:  -17,4 ferm., -55,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.    Hæðargarður 56     (01.540.102) 106247    Mál nr. BN055242
121143-4299 Hreiðar Ögmundsson, Hæðargarður 56, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignaskiptum af kjallara í húsi á lóð nr. 56 við Hæðargarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

29.    Kleppsvegur 104     (01.355.008) 104321    Mál nr. BN054476
300551-2709 Bjarni Geir Alfreðsson, Leifsgata 3, 101 Reykjavík
061078-3719 Björn Salvador Kristinsson, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, endurnýja anddyri, byggja utanáliggjandi stigahús, innrétta þrjár íbúðir, fjarlægja klæðningu og múra að utan, ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr við hús á lóð nr. 104 við Kleppsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.
Áður gerður bílskúr:  41,1 ferm., 125,3 rúmm.
Stækkun:  136,9 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

30.    Lambhagavegur 7A     (02.647.503) 218294    Mál nr. BN054189
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð fyrir raforku á lóð nr. 7a við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
Stærð: 17,3 ferm., 65,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31.    Laufásvegur 65     (01.197.010) 102698    Mál nr. BN055165
181266-4309 Aðalsteinn Egill Jónasson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og skipta í tvær íbúðir einbýlishúsi á lóð nr. 65 við Laufásveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

32.    Laugav 22/Klappars 33     (01.172.201) 101456    Mál nr. BN055231
590517-1430 22 Bravó ehf., Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
480191-1459 Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og brunavörnum í veitingastað í flokki III á 1. hæð í Laugavegi 22 á lóðinni Laugav22/Klappars 33.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
33.    Laugavegur 170-174     (01.250.201) 103431    Mál nr. BN055125
510315-2780 Sara Pod hostel ehf., Laugavegi 172, 105 Reykjavík
631202-3060 Hekla fasteignir ehf., Laugavegi 174, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049254 þannig að gestafjöldi eykst úr 40 í 64 vegna lokaúttektar á 3. hæð í húsi nr. 172 á lóð nr. 170-172 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

34.    Láland 5     (01.874.001) 108831    Mál nr. BN055098
020169-5169 Svanhvít Birna Hrólfsdóttir, Láland 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýja bílgeymslu framan við núverandi bílgeymslu, innrétta svefnherbergi í þeirri eldri, lyfta hluta þaks, koma fyrir ofanljósi, og koma fyrir tveimur nýjum bílastæðum sunnan einbýlishúss nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Láland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018. Einnig samþykki eigenda Lálands 1, 3 og 7 dags. 13. september 2018.
Stækkun:  57,5 ferm., 228,3 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými:  306,8 ferm., 1.042,6 rúmm.
B-rými:  5,8 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35.    Ljárskógar 16     (04.942.014) 112974    Mál nr. BN054682
100572-5169 Margrét Pálína Cassaro, Ljárskógar 16, 109 Reykjavík
020672-4559 Torfi Magnússon, Ljárskógar 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lokun á annarri bílskúrshurð, gera inngang og nýtt svalahandrið í húsi á lóð nr. 16 við Ljárskóga.
Útskrift úr embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36.    Lofnarbrunnur 14     (05.055.501) 206089    Mál nr. BN052686
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3ja hæða, 8 íbúða fjölbýlishús auk bílakjallara á lóð nr. 14 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. maí 2017 fylgir erindinu.
Stærð: A rými 1.437,8 ferm., 4.580.8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Mjölnisholt 6     (01.241.013) 103008    Mál nr. BN055248
461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053561 þannig að eldhúsi og svefnherbergi er víxlað á 2. og 3. hæð og yfirborðsefni þaks verður ásoðinn þakdúkur í stað járns á fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

38.    Rauðarárstígur 35     (01.244.201) 103185    Mál nr. BN055224
430504-3980 Gistihúsið Víkingur ehf, Furuhjalla 10, 200 Kópavogur
220376-3389 Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Hagamelur 38, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi að breyta svölum frá áður samþykktu erindi BN053545 auk þess að setja pallalyftu í stað ramps í móttöku á lóð nr. 20 við Þverholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

39.    Saltvík     (00.064.000) 125744    Mál nr. BN055272
600667-0179 Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fyrir stækkun á atvinnuhúsnæði mhl. 15, sjá erindi BN055146, á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40.    Seljavegur 32     (01.133.111) 100230    Mál nr. BN055266
690981-0259 Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir íbúð með gistingu fyrir 10 manns og vinnustofum fyrir listamenn auk breytinga á innra skipulagi og uppsetningu hringstiga innanhúss milli 3. og 4. hæðar í suðausturhorni húss nr. 32 við Seljaveg.
Erindinu fylgir bréf frá Ríkiseignum dags. 10.04.2018 þar sem Lotu ehf er veitt umboð til að leggja erindið inn til byggingarfulltrúa.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

41.    Skeggjagata 19     (01.243.144) 103094    Mál nr. BN055173
141154-4009 Jón Helgi B Snorrason, Laxakvísl 7, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa niður geymsluskúr og breyta glugga í hurð sem opnast að nýjum steyptum útitröppum á norðurhlið hússins á lóð nr. 19 við Skeggjagötu.
Samþykki frá lóð nr. 17 við Skeggjagötu fylgir á teikningu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

42.    Skólavörðustígur 18     (01.181.006) 101730    Mál nr. BN055192
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
690617-1450 Sk18 ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051783 þannig að felldur er niður auka stigi milli 1. hæðar og kjallara og gerð flóttaleið út í stigahús 0103 í verslunar- og þjónusturými í kjallara og á 1. hæð húss á lóð nr. 18 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 27. september 2018 með skýringum.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

43.    Skólavörðustígur 22B     (01.181.205) 101759    Mál nr. BN054977
091268-5159 Hrefna Tynes, Ítalía, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053033 þannig að komið verður fyrir svölum á suðvesturhlið annarrar hæðar, breytt fyrirkomulagi glugga í lager/starfsmannaaðstöðu, koma fyrir hurð inn í stigagang og komið fyrir hurð á fyrstu hæð á suðvesturhlið húss á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018.
Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 11. september 2018, bréf frá hönnuði dags. 9. september 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44.    Skútuvogur 4     (01.420.201) 105166    Mál nr. BN055104
690174-0499 Nýborg ehf., Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að innrétta þjónustu fyrir langferðabifreiðar, koma fyrir sprautuklefa og nýjum aksturshurðum á vesturhlið húss á lóð nr. 4 við Skútuvog.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. september 2018 fylgir erindi.
Stækkun er 81,0 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

45.    Smiðshöfði 11     (04.061.203) 110606    Mál nr. BN055139
620107-2980 Atvinnuhúsnæði ehf., Rauðumýri 1, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN053448 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 11 við Smiðshöfða.
Yfirlýsing um verklok, dag. 30.08.2018 og minnisblað dags. 28.08.2018 frá Inspectionem ehf.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

46.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN055025
620405-0270 Ránarslóð ehf, Vesturbraut 3, 780 Höfn
Sótt er um leyfi fyrir uppfærslu á brunavörnum í húsi á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2018.
Samþykki meðeigenda dags. 28.10.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

47.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN054784
541016-0900 Vietnamese cuisine ehf., Laugavegi 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II teg. veitingahús fyrir 80 gesti í rými 0102 og 0202, koma fyrir forðageymslu fyrir F- gas inn í hús, setja rafdrifna rennihurð á suðurgafl og koma fyrir útloftun frá eldhúsi með ozon á húsi á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2018, húsaleigusamningur dags. 27. apríl 2018, viðauki við húsaleigusamning dags. 25. apríl 2018 þar sem Capital inn ehf. veitir Vietnamine Cusine ehf. heimild til að hafa aðgang að starfsmanna- og ræstirými út samningstímabilið og samþykki eigenda dags. 14., 4. og 28. maí 2018. Bréf frá hönnuði dags. 24. sept. 2018 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48.    Sogavegur 42     (01.813.104) 107876    Mál nr. BN055247
110466-3589 Ingi Eiríksson, Sogavegur 42, 108 Reykjavík
250766-3009 Hrönn Jónsdóttir, Sogavegur 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara með því að grafa út, gera geymslu, sjónvarpsherbergi og þvottaherbergi og koma fyrir stiga niður í kjallara í húsi á lóð nr. 42 við Sogaveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags 18. sept. 2018. Samþykki eigenda á Sogavegi 40.
Stækkun er 59,1 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49.    Sólheimar 28     (01.435.110) 105317    Mál nr. BN055214
060690-3169 Haukur Hinriksson, Bæjarlind 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og gluggum auk svalahurðar í húsi á lóð nr. 28 við Sólheima.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

50.    Stíflusel 1-11 2-16     (04.934.008) 112893    Mál nr. BN055219
451015-1840 Stíflusel 5-11, húsfélag, Stífluseli 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra og klæða með láréttu báruáli vesturgafl Stíflusels 5-11, á lóð nr. 1-11 2-16 við Stíflusel.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51.    Suðurlandsbraut 24     (01.264.103) 103530    Mál nr. BN055260
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 3, 4 og 5. hæða, koma fyrir nýjum flóttastiga í kverk milli húsa vestanmegin, hækka þak framhluta húss vegna þess að komið er fyrir loftræsiklefa í þakrými hús á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Stækkun vegna hækkunar þaks:  11,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

52.    Sörlaskjól 78     (01.531.019) 106134    Mál nr. BN052814
190573-5409 Snorri Pétur Eggertsson, Sörlaskjól 78, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið, svalir á suðurhlið 1. hæðar, verönd og hurð út í garð úr kjallara og til að byggja hjólaskýli við norðurhlið bílskúrs við parhús á lóð nr. 78 við Sörlaskjól.
Sams konar erindi, BN044991, var grenndarkynnt árið 2013.
Kvistur:  3,2 rúmm.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 24. maí 2017.
Hjólageymsla:  6 ferm., 13,9 rúmm.
Stækkun:  6 ferm., 17,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Lagfæra skráningu.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta 1.01, 1.02 dags. 17. september 2017.

53.    Úlfarsbraut 82     (02.698.603) 205744    Mál nr. BN052609
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051319 sem felst í því að hætt er við bogadregið þakskyggni ofan á þaki og gluggum á vesturhlið er breytt ásamt því að hætt er við stoðveggi á lóð í húsi á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

54.    Þingholtsstræti 1     (01.170.305) 101342    Mál nr. BN054654
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I á 1. hæð húss á lóð nr. 2 við Ingólfsstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018. Erindinu fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. september 2018, undirritað samþykki meðeigenda á lóð á teikn. dags. 6.9.2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

55.    Háaleitisbraut 13     (01.290.403) 103758    Mál nr. BN055277
540503-3030 Sjónarhóll - ráðgjafarmiðs ses., Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík
Bókun 18. september 2018:
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 13 við Háaleitisbraut.
Bréf hönnuðar um skiptingu eigna dags. 8. janúar 2018, samþykki meðeigenda dags. 18 janúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000

Bókun 25. september 2018
Leiðrétting á bókun erindis BN054044 sem samþykkt var 23. janúar 2018. 
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 13 við Háaleitisbraut.
Bréf hönnuðar um skiptingu eigna dags. 8. janúar 2018, samþykki meðeigenda dags. 18 janúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000

Bókun 2. október 2018:
Leiðrétting á bókunum BN054044, samþykktu 18. september 2018 og BN055235, samþykktu 25. september 2018, felst í því að texti um áskilda lokaúttekt byggingarfulltrúa á að fella niður sem og textann "..sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis" í setningunni um skilyrta nýja eignaskiptayfirlýsingu. Í leiðréttingu bókunar BN055235 féll allur texti út og því er texti um skilyrta, samþykkta og þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu, settur inn aftur í samræmi við bókun erindis BN054044.
Samantekt: Krafa um útgáfu byggingarleyfis og lokaúttekt byggingarfulltrúa er felld niður en áfram verður krafa um þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst til að samþykktin öðlist gildi.

56.    Rafstöðvarvegur 20         Mál nr. BN055282
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa fyrir lóðamörkum lóðarinnar Rafstöðvarvegs 20, sbr. skilgreiningu/afmörkun þeirra á meðfylgjandi lóðauppdrætti, dags. 01.10.2018. Lóða- uppdrátturinn er unninn á grundvelli deiliskipulagsbreytingar sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.06.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 17.07.2018.
Lóðin Rafstöðvarvegur 20 hefur landeignarnr. L110965, staðgreininr. 4.267.101 og stærð hennar er 814 m².4.267.101.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

57.    Snorrabraut 83     (01.247.505) 103386    Mál nr. BN055278
610813-0110 HAG Fasteignir ehf., Ferjuvaði 1, 110 Reykjavík
Leiðrétt bókun erindis BN054964 sem samþykkt var 18. september 2018 þar sem erindislýsing var ekki rétt skráð:

Eldri texti: Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.

Nýr texti: Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund d í íbúð 0001, 0101 og 0201, nýjum svölum á 1. hæð og áður gerðum breytingum í kjallara og risi húss nr. 83 við Snorrabraut.

Í bókun erindis BN055237 sem samþykkt var 25. september 2018 féll út eftirfarandi texti:
Skilyrt er að ný samþykkt eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir áður en byggingarleyfi verður gefið út og henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt og að lokaúttekt byggingarfulltrúa er áskilin. Þessum texta er bætt við aftur í samræmi við bókun BN054964.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

58.    Mjóstræti 6     (01.136.531) 100620    Mál nr. BN055225
201062-5009 Sigurður Hreinn Sigurðsson, Grundarstígur 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leggja þurfi inn nýjar teikningar og sækja um byggingarleyfi til að breyta gluggum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Mjóstræti.
Afgreitt.
Samanber leiðbeiningar á athugarsemdarblaði.

59.    Rangársel 8     (04.938.702) 112922    Mál nr. BN055233
220660-2659 Hallgrímur Þ Gunnþórsson, Rangársel 8, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að nota garð í eigu sama eiganda við inngang raðhúss á lóð nr. 8 við Rangársel.
Tölvupóstur frá Skóla og frístundaráði dags 1. október 2018 fylgir erindi.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, sækja þarf um byggingarleyfi.

60.    Týsgata 8     (01.181.013) 101736    Mál nr. BN055212
590310-0690 Kökusmiðjan ehf., Týsgötu 8, 101 Reykjavík
650705-0410 Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfilegt sé að færa eldhús milli hæða og bæta við salerni í veitingasal húss á lóð nr. 8 við Týsgötu.
Neikvætt.
Lofthæð er of lítil samanber ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 12.10

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson    Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack    Jón Hafberg björnsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Gunnar Logi Gunnarsson
Skúli Þorkelsson    Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

18 + 1 =