Fundur nr. 106 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 106

Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals
 
Ár 2017, mánudaginn 30. október, var haldinn 106. fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hófst hann kl. 17.02. Viðstödd voru: Ragnar Karl Jóhannsson, Margrét Sverrisdóttir, Kristín Sigurey Sigurðardóttir og Gunnar Kristinsson. Einnig voru viðstödd Kristinn Steinn Traustason, fulltrúi íbúasamtaka Úlfarsárdals, Linda Jónsdóttir fulltrúi Framsóknar og flugvallavina og Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri ÞÁG.
Fundarritari var Trausti Jónsson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. október 2015, um kosningu nýs fulltrúa í hverfisráð. 

2.    Lögð er fram til kynningar útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. 10. 2017, varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóða við Lambhagaveg 27 og 29.

3.    Fram fer umræða um gatnamótin Þúsöld og Víkurveg. 

Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals hvetur borgaryfirvöld til að gera úrbætur á gatnamótunum við Þúsöld og Víkurveg (hjá Húsasmiðjunni og Kentucky og við Krónuna í Grafarholti). Landrými leyfir að lagðar verði hliðarakreinar til að auðvelda beygjuumferð, inn Úlfarsárdal eftir Reynisvatnsvegi annars vegar og hins vegar upp Grænlandsleið. Þá mætti stilla umferðarljós betur.

4.    Fram fer umræða um bensínstöðina við Kirkjustétt og Stjörnuland.

Hrólfur Jónsson sæti á fundinum undir þessum lið.

5.     Fram fer umræða um leikvöllinn í Reynisvatnsási. 

Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð ítrekar fyrri óskir um leiksvæði í Reynisvatnsási. 

6.     Fram fer umræða um umferðarhraða í hverfinu. 
Frestað.

Fundi slitið kl. 18.16 

Ragnar Karl Jóhannsson
Margrét Sverrisdóttir    Kristín Sigurey Sigurðardóttir
Gunnar Kristinsson
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 2 =