Fundur nr. 105 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 105

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ


Ár 2016, 28. september, var haldinn 105. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 11.08. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Hermann Valsson (V), Jóna Björg Sætran (B), Kjartan Magnússon (D), Nichole Leigh Mosty (Æ) og Sabine Leskopf (S). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Katla Hólm Þórhildardóttir (Þ); Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, skólastjórar í leikskólum; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir, foreldrar barna í leikskólum og Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson og Sigrún Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrslan Útilíf, afþreying og menning í Gufunesbæ, markmið og hlutverk Gufunesbæjar sem miðstöðvar útivistar og útináms, dags. 2016. SFS2015120062

Skóla- og frístundaráð samþykkir svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

Skóla- og frístundaráð þakkar starfshópi um útilíf, afþreyingu og menningu í Gufunesbæ fyrir skýrslu hópsins og góðar tillögur. Sviðsstjóra er falið að vinna forgangs- og innleiðingaráætlun á tillögum sem fram koma í skýrslunni sem kynnt verði skóla- og frístundaráði eigi síðar en 9. nóvember 2016. Skýrslan verði jafnframt kynnt fyrir frjálsum félagssamtökum á þjónustusvæði frístundamiðstöðvarinnar, t.d. Ungmennafélaginu Fjölni og Korpúlfum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í tengslum við hana.

Hafsteinn Grétarsson og Atli Steinn Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Starfshópi um framtíðarskipan Gufunesbæjar er þakkað fyrir afar vandaða vinnu og metnaðarfullar tillögur m.a. um uppbyggingu á frístundagarði fyrir alla borgarbúa og þekkingarstöð fyrir útinám, útivist og sjálfbærni.  Þarna liggur fyrir spennandi framtíðarsýn sem dregur fram kosti þessa frábæra útivistarsvæðis í borgarlandinu.  Næstu skref felast í að forgangsraða þessum tillögum og vinna innleiðingaráætlun í samráði við borgarráð og önnur fagsvið borgarinnar sem að málinu þurfa að koma.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Kynning á markmiðum og hlutverki Gufunesbæjar sem miðstöðvar útivistar og útináms til framtíðar sýnir afar framsæknar og vel útfærðar hugmyndir sem gefa ótal möguleika til að byggja upp fjölbreyttan frístundagarð auk þekkingarmiðstöðvar sem geta þjónað öllum borgarbúum. Verkefnið er brýnt og hugmyndir um að þróa starfið fyrir alla aldurshópa eru afar dýrmætar og hafa auk annars mikið forvarnargildi. Nú er mikið hönnunarferli fyrir höndum og verkefnin eru ótal mörg og mikilvægt að ná auknu samstarfi hinna ýmsu sviða borgarinnar eins og skóla- og frístundasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs svo hægt verði að ná fram enn öflugra starfi og samhæfingu krafta og þekkingar á þessu sviði.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfshópi um útivist, afþreyingu og menningu í Gufunesbæ fyrir vel unna skýrslu og góðar tillögur. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með starfsemi frístundamiðstöðvarinnar á undanförnum árum og hinu metnaðarfulla starfi sem þar fer fram í þágu allra aldurshópa enda hefur hún hlotið verðskuldaða viðurkenningu og vakið athygli langt út fyrir viðkomandi hverfi. Ákjósanlegt er að þróa starfsemina enn frekar í þágu frítíma borgarbúa, meðal annars almenningsíþrótta, jaðaríþrótta og samveru fjölskyldunnar.


- Kl. 11.54 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.


2. Fram fer kynning á starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2017, trúnaðarmál. SFS2016020033

3. Lögð fram skýrsla starfshóps Aukinn sveigjanleiki milli grunnskóla og framhaldsskóla, dags. í júní 2016. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. september 2016, bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 23. júní 2015 og erindisbréf starfshópsins. SFS2015100127

Guðrún Edda Bentsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Starfshópi um aukinn sveigjanleika milli grunnskóla og framhaldsskóla er þakkað fyrir góða vinnu og mikilvægar tillögur.  Brýnt er að leggja áherslu á það gagnvart ríkisvaldinu að tekið verði á misjöfnu aðgengi grunnskólanemenda að framhaldsskólaáföngum með það að markmiði að tryggja jafnræði varðandi bæði aðgengi og fjármögnun.  Tillögur um eflingu námsráðgjafar í grunnskólum falla vel að stefnu meirihlutans og verða skoðaðar í vinnu við fjárhagsáætlun og gerð nýrra úthlutunarlíkana.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er óafsakanlegt að reykvískir unglingar hafi ekki allir sama aðgengi að því að taka einstaka áfanga í framhaldsskóla á meðan þeir eru enn í námi í efstu bekkjum grunnskólans ef þeir óska þess. Efla þarf starf náms- og starfsráðgjafa í grunnskólunum til að tryggja jafnari aðstöðu unglinganna til að fá aðgengilegar upplýsingar og ráðleggingar varðandi slíkt nám.  Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina bar einmitt fram tillögu þess efnis í skóla- og frístundaráði fyrr á þessu ári og var þeirri tillögu vel tekið og hún samþykkt. Allar upplýsingar um tilboð námsáfanga þurfa að vera aðgengilegar öllum nemendum sem og varðandi kostnað. Einnig er æskilegt að unglingar geti fengið viðbótarkennslu í grunnskólanum í ákveðnum fögum til að dýpka þekkingu sína án þess að sækja þá kennslu til framhaldsskóla. Mikilvægt er að byggja upp öflugt miðlægt fjar- og dreifnám til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda en einnig er brýnt að efla samtal og samstarf á milli kennara í efstu bekkjum grunnskólans og kennara í fyrstu bekkjum framhaldsskólans. Sveigjanleiki milli grunnskóla og framhaldsskóla er spennandi valmöguleiki og stuðlar að aukinni áherslu á einstaklingsmiðað nám en kallar á raunhæft samtal milli ríkis og sveitarfélaga varðandi greiðslu kostnaðar við kennslu og kennslugögn.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað komið með tillögur um aukna samfellu og sveigjanleika milli skólastiga. Í því skyni höfum við lagt til að nemendum grunnskólans standi til boða nám í framhaldsskólaáföngum á ný, sér að kostnaðarlausu, og farið verði í viðræður um það við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Tillögur starfshópsins eru því fagnaðarefni en mikilvægt er að þær verði teknar alvarlega og unnið með þær strax svo nemendur í borginni fái aukin tækifæri til að nýta tíma sinn og hæfileika til náms.

4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sbr. 14. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 14. september 2016:

Fjölmenningin er komin til að vera í skólum borgarinnar. Í dag búa fjölmörg grunnskólabörn hjá foreldrum sem lesa ekki íslensku sér til gagns. Það getur því verið afar bagalegt þegar áríðandi orðsendingar eru sendar heim með nemendum og má þar nefna sem dæmi árlegan lúsafaraldur í grunnskólum. Orðsendingar með áríðandi leiðbeiningum sem eru aðeins sendar heim á íslensku þrátt fyrir að ekki sé öruggt að allir foreldranna fái skilaboðin með skiljanlegum hætti ná ekki fullum tilgangi. Leiðbeiningar sem eru þá jafnframt sendar með frá heilsugæslustöðvum eru þá mögulega einnig aðeins á íslensku. Hluti af þessu máli er því á ábyrgð skólanna – annað er á ábyrgð heilsugæslunnar. Framsókn og flugvallarvinir leggja til að skrifstofa skóla- og frístundasviðs sjái til þess að ákveðnar grunntilkynningar og mikilvægar leiðbeiningar sem ætla má að flestir grunnskólanna þurfi að senda til foreldra á hverjum vetri séu til þýddar á ýmsum tungumálum sem ætla má að æskilegt sé að senda slíkar orðsendingar og tilkynningar á til að tryggja skilning foreldra og nauðsynlegar aðgerðir sem og til að tryggja jafnræði, gagnsæi sem og til að auka ýmis öryggismál.

Jafnframt er lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. september 2016, varðandi tilkynningar til foreldra á ýmsum tungumálum og Heimurinn er hér, stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf. SFS2016090137

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að setja saman hóp aðila úr leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi til að taka saman hvað til er af upplýsingum á mörgum tungumálum og hverju þurfi að bæta við.

Samþykkt.

Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjórar, á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir fagna þeirri vinnu sem hefur nú þegar átt sér stað í þágu fjölmenningarsamfélagsins í leik- og grunnskólum borgarinnar sem og í frístund, í því skyni að auðvelda aðgengi foreldra barna af erlendum uppruna að mikilvægum leiðbeiningum og tilkynningum á öðru tungumáli en íslensku. Það er vel að svo mikið skuli nú þegar vera tilbúið af þýðingum slíkra grunnupplýsinga á algengustu erlendu móðurmálum reykvískra barna og foreldra þeirra. Nú er brýnt að upplýsa allar starfstöðvar skóla- og frístundasviðs um tilvist þýddra upplýsinga sem og að auðvelda aðgengi starfstöðvanna að þýdda efninu en reynslan sýnir að því hefur verið ábótavant. Það er ánægjulegt að í kjölfar fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina 14. september 2016 verði nú settur saman starfshópur til að taka saman hvað til er af upplýsingum á mörgum tungumálum og hverju þurfi að bæta við. Þar sem íslenskukunnátta margra erlendu foreldranna er afar takmörkuð er ljóst að um umfangsmikið þýðingarverkefni er að ræða sem þarf stöðuga þróun og viðbætur. Ætla má að hér ætti að vera um að ræða samstarfsverkefni milli ríkis og sveitarfélaga þar sem margir þeirra sem hér eiga hlut að máli hafa fengið hér dvalar- eða búsetuleyfi af hálfu ríkisins.

5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. september 2016, varðandi vinnureglur dómnefndar hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs. Jafnframt lagðar fram vinnureglur dómnefndar hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs fyrir árið 2016 og nýjar vinnureglur dómnefndar hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs. SFS2016090216

Vinnureglur dómnefndar hvatningaverðlauna samþykktar.

Sigrún Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. september 2016, þar sem lagt er til að sameinuð frístundamiðstöð Frostaskjóls og Kamps fái nafnið Tjörnin. SFS2016030155


Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

- Kl. 13.50 víkur Rósa Ingvarsdóttir af fundinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að frístundamiðstöðin Frostaskjól haldi því nafni sem hún hefur borið undanfarin þrjátíu ár. Ekki hafa fullnægjandi rök komið fram fyrir því að skipta um nafn á stöðinni við það eitt að hún stækki. Fullyrt skal að Vesturbæingar og Austurbæingar kannist almennt við Frostaskjól á núverandi stað og segja má að ákveðin menningarverðmæti liggi í nafninu. Nafnbreyting gæti því valdið ruglingi og jafnvel kostnaði við að kynna nýtt nafn fyrir hinum fjölmörgu borgarbúum, sem njóta munu þjónustu frístundamiðstöðvarinnar. Rétt er að minna á að annar starfsstaður skóla- og frístundasviðs í Vesturbænum ber nafnið Tjörn og einnig vegna þess getur hið nýja nafn valdið óþarfa ruglingi.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn tveim atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá.

7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. september 2016, um breytingu á skipuriti skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. SFS2016090215

8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2016, um samstarfssamning skóla- og frístundasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Jafnframt lögð fram framlenging á samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og fjölskyldu- og húsdýragarðsins, dags. 22. september 2016 auk samnings aðila frá 6. júní 2013. SFS2016090209

9. Lagt fram fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir janúar til júní 2016. SFS2016060115

Kristján Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina harmar þá hækkun sem foreldrum er nú gert að greiða meira en áður fyrir mat barna sinna í leik- og grunnskólum borgarinnar.  Æskilegt hefði verið að þá hækkun sem talin var nauðsynleg hefði verið unnt að tryggja með öðrum hætti. Foreldrar þurfa að fá greinargóðar upplýsingar um hvernig þeim peningum sem þeir greiða fyrir matinn er varið, hvort þeir peningar fara aðeins til hráefniskaupa eða hvort hluti þeirra fer í rekstrarkostnað, laun eða til dæmis orkunotkun. Eins þarf að fylgja því grannt eftir að tryggt sé að næringargildi matarins sé tryggt.

10. Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 m.kr., janúar til júní 2016. SFS2016060116

11. Lagt fram á fundinum minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 28. september 2016, um stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. SFS2016080037

- Kl. 15.00 víkur Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir af fundinum.

Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi foreldra í grunnskólum telur brýnt að svona alvarleg staða í ráðningarmálum í skóla- og frístundastarfi í borginni endurtaki sig ekki næsta haust. Margir telja að þessi staða í haust hafi verið fyrirséð vegna uppgangs í þjóðfélaginu og fjölgunar nemenda, sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að manna skólana.  Samkvæmt nýlegum spám er reiknað með að á næstu 3 árum verði til um 10.000 störf tengd aukningu ferðamennsku, atvinnuleysi hefur sjaldan eða aldrei verið minna. Ljóst er að mönnun verði mikil áskorun næstu ár nema til komi róttækar aðgerðir.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Leita verður allra leiða til að leysa þann vanda sem frístundaheimilin standa frammi fyrir vegna manneklu svo hægt verði að taka inn þau börn sem enn eru á biðlistum og þau börn sem eru í sérskólum fái fulla þjónustu. Þessi vandi hefði átt að vera fyrirsjánlegur og bregðast hefði þurft fyrr við til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar  Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Staða nýráðninga er eitt helsta viðfangsefni skóla- og frístundasviðs um þessar mundir eins og fleiri sviða borgarinnar og er unnið hörðum höndum að því að leysa þau mál með auglýsingum í fjölmiðlum, á netmiðlum, samstarfi við stúdentafélög, veggspjöldum o.s.frv.   Staðan hefur lagast talsvert á undanförnum vikum en mikil samkeppni er við vaxtargreinar um starfsfólk, ekki síst ferðaþjónustu.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. september 2016, um embættis-afgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, tvö mál. SFS2016080100

- Kl. 15.15 víkja Atli Steinn Árnason, Kristján Gunnarsson, Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir og Helgi Grímsson af fundinum.

13.  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í kjölfar hækkunar á fæðisgjaldi nemenda um mánaðamótin (26% í leikskólum og 28% í grunnskólum) stendur til að auka gæði hráefnis í skólamötuneytum Reykjavíkurborgar. Vegna meðfylgjandi fyrirspurnar frá foreldrum í Vesturbæjarskóla óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina eftir að farið verði yfir þær ábendingar sem þar koma fram og tryggt að gæði máltíða í skólanum verði aukin um leið og fæðisgjaldið hækkar. Jafnframt verði tryggt að gæði máltíða verði tryggð í öðrum skólum borgarinnar þar sem matur er aðkeyptur, sem og í þeim skólum þar sem matur er eldaður á staðnum. Óskað er eftir upplýsingum um framvindu gæðamála í skólamötuneytum í kjölfar hækkunar fæðisgjalds á fundi skóla- og frístundaráðs í nóvember.

SFS2016090271

14.  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um fjölda dagforeldra í Reykjavík sl. tíu ár. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvernig niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar til dagforeldra hefur verið háttað sl. tíu ár og að þar komi fram heildarupphæð sem og greiðsla með hverju barni. Til samanburðar verði sýndar tölur um niðurgreiðslur með hverju barni á leikskólum borgarinnar á sama tímabili. Einnig verði sýndur mismunur á dagvistunargjöldum, sem foreldrar greiða, hjá borgarreknum leikskólum annars vegar og dagforeldrum hins vegar.

SFS2016090272

15. Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í ytra mati grunnskóla Reykjavíkur er kafli um skóla án aðgreiningar, en nokkrir skólar fara í gegnum þetta mat árlega.   Í stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar frá 2012 “Skóli án aðgreiningar og sérstakur stuðningur við nemendur”  kemur fram að mat á framgangi og framkvæmd stefnunnar eigi að fara fram í skólum borgarinnar árlega frá og með vori 2014 og niðurstöður kynntar aðilum skólasamfélagsins. Hefur þessu verið fylgt eftir og ef svo er hvar má nálgast árlegt mat Reykjavíkurborgar á framgangi og framkvæmd stefnunnar í einstökum skólum í Reykjavík?  

SFS2016090273

Fundi slitið kl. 15.30


Skúli Helgason

Hermann Valsson Jóna Björg Sætran
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
Nichole Leigh Mosty Sabine Leskopf

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 4 =