Fudnur nr. 361 | Reykjavíkurborg

Fudnur nr. 361

SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Ár 2017, þriðjudaginn 5. september var haldinn 361. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.  Fundurinn var haldinn í Bláfjöllum og hófst kl. 14.00. Mætt voru Eva Einarsdóttir formaður, Magnús Örn Guðmundsson Seltjarnarnesi, Björg Fenger Garðabæ, Pétur Óskarsson Hafnarfirði, Anný Berglind Thorstensen Kópavogi og Theódór Kristjánsson Mosfellsbæ. Jafnframt Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, Einar Bjarnason rekstrarstjóri  og  Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram rekstraruppgjör fyrir tímabilið janúar – júlí 2017. Niðurstaðan fyrstu 7 mánuði ársins var 12.5 mkr. betri en áætlun gerði ráð fyrir. 

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Mosfellsbæjar um hvort að hægt væri taka saman samhliða yfirlit um rekstur skíðasvæðanna frá hausti til hausts til að gefa kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna heilstæðari mynd af rekstri hvers skíðaárs.

2. Lögð fram tillaga að breytingum á fjárfestingaráætlun 2017 með breytingar á nokkrum liðum s.s færsla á ömmu dreka, lagfæring á vegi í Skálafelli og færsla á lyftu í Skálafelli var hætt við m.a. vegna kostnaðar. Þess í stað voru settir meiri fjármunir í landmótun á norðurleiðinni, bætt við lýsingu og landmótun o.fl.
Samþykkt.

3. Lögð fram drög að fjárfestingaráætlun 2018.
Samþykkt.

4. Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir skíðasvæðin.
Samþykkt.

5. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2018.
Samþykkt.

6. Lögð fram fyrirspurn fulltrúi Garðabæjar um hver staðan væri á vinnu við framtíðarsýn skíðasvæðanna. 

Lagt fram svohljóðandi svar:

Vinna er hafin sem kynnt verður á næsta fundi.

7. Fram fer kynning á Bike park sem opið var í Skálafelli í 13 daga.

Fundi slitið kl. 15.07

Eva Einarsdóttir

Björg Fenger Anný Berglind Thorstensen
Theódór Kristjánsson Pétur Óskarsson
Magnús Örn Guðmundsson8

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 9 =