Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 27.2.2018 | Reykjavíkurborg

Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 27.2.2018

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2018, þriðjudaginn 27. febrúar, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 15:03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Skúli Helgason, Líf Magneudóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Örn Þórðarson og Gréta Björg Egilsdóttir. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Elínborg Una Einarsdóttir, Regína Gréta Pálsdóttir, Embla Nótt Pétursdóttir, Freyja Dögg Skjaldberg, Arndís María Ólafsdóttir, Eydís Helga Viðarsdóttir, Kristín Lára Torfadóttir og Ebba Kristín Yngvadóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Elínborgar Unu Einarsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að standa fyrir átaki fyrir fjölskyldur af erlendu bergi brotnar þar sem fram fari á sama tíma tungumálakennsla fyrir foreldra og heimanámsaðstoð fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára. Lagt er til að ungmenni sem standa námslega vel að vígi taki að sér að aðstoða í þessu átaki gegn því að fá vinnuna metna til eininga eða sem val í grunnskóla.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

2.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Regínu Grétu Pálsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera námsgögn reykvískra 16-18 ára nemenda í framhaldskólum gjaldfrjáls frá og með haustönn árið 2018 í formi styrkja.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs. 

3.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Nóttar Pétursdóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að hefja undirbúning þess að unnt verði að bjóða nemendum í grunnskólum Reykjavíkur upp á gjaldfrjálsa sálfræðiaðstoð í skólanum eigi síðar en á vorönn 2019.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs. 

4.    Lögð fram tillaga Freyju Daggar Skjaldberg frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn beiti sér fyrir því að ungmenni hafi betri aðstöðu til að stunda hreyfingu og líkamsrækt á eigin forsendum. Farið er fram á að lausn verði kynnt fyrir Reykjavíkurráði ungmenna fyrir lok árs 2018.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs. 

5.    Lögð fram tillaga Arndísar Maríu Ólafsdóttur frá ungmennaráði Vesturbæjar:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auka atvinnutækifæri unglinga með því að gera ráð fyrir hlutastörfum á elliheimilum, frístundaheimilum yngsta stigs grunnskóla og á leikskólum á veturna sem eru ætluð unglingum með skóla og þannig aðstoða borgina með mönnun á þessa staði sem erfitt hefur verið að fá starfsfólk.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

6.    Lögð fram tillaga Eydísar Helgu Viðarsdóttur og Kristínar Láru Torfadóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að vinna aðgengilega viðbragðsáætlun við kynferðislegu ofbeldi og áreitni fyrir grunnskóla og frístundamiðstöðvar Reykjavíkur. Þessi áætlun skal samþykkt í borgarstjórn og birt á heimasíðum skóla og frístundamiðstöðva tímanlega fyrir skólaárið 2018-2019. 

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. 
Vísað til borgarráðs. 

7.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Ebbu Kristínar Yngvadóttur frá ungmennaráði Grafarvogs.

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að skipuleggja fræðslu fyrir kennara, nemendur, foreldra og yfirstjórnendur um ABC-kerfið eigi síðar en fyrir skólaárið 2018 og að textalýsing verði gerð fyrir B+ og C+ og að einkunnakvarðinn verði endurskoðaður. Lagt er jafnframt til að sýnispróf og verkefni verði gerð til að leiðbeina kennurum hvernig skuli búa til hæfnimiðuð verkefni.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Fundi slitið kl. 16:25 

Forseti borgarstjórnar gekk frá fundargerðinni.

Elsa H. Yeoman

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 0 =