Borgarstjórn og fjölmenningarráð 22.11.2016 | Reykjavíkurborg

Borgarstjórn og fjölmenningarráð 22.11.2016

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2016, þriðjudaginn 22. nóvember, var haldinn opinn fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og fjölmenningarráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, S. Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Lára Óskarsdóttir, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Hildur Sverrisdóttir ásamt fulltrúum í fjölmenningarráði; Tomasz Chrapek, Marina de Quintanilha e Mendonça, Kjartani Jónssyni, Zoë Robert og Paul Fontaine. Einnig tóku sæti á fundinum eftirtaldir fulltrúar fjölmiðla; Snærós Sindradóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, Guðrún Hálfdánardóttir og f.h. Rauða kross Íslands Anna Lára Steindal.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:

1. Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setur fundinn og flytur ávarp.

2. Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, fjallar um fjölmenningarsamfélagið Ísland.

3. Malgorzata Katarzyna Molenda fjallar um það hvernig íslenskt nafn opnar margar leiðir.

4. Fram fara framsögur um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Til máls taka Snærós Sindradóttir frá Fréttablaðinu, Sigríður Hagalín Björnsdóttir frá RÚV, Áslaug Karen Jóhannsdóttir frá Stundinni, Guðrún Hálfdánardóttir frá mbl.is, Paul Fontaine frá Grapevine og Anna Lára Steindal og Zoë Robert frá Rauða krossi Íslands.

- Kl. 15.25 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum og Lára Óskarsdóttir víkur sæti.

5. Fram fara umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta. Til máls taka eftirtaldir borgarfulltrúar: Sabine Leskopf, Skúli Helgason, S. Björn Blöndal, Hjálmar Sveinsson, Hildur Sverrisdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Kjartan Magnússon.

- Kl. 16.35 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundi.

6. Tomasz Chrapek, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, dregur saman umræður og slítur fundi.

Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar skorar á fjölmiðla að vanda umfjöllun um fólk af erlendum uppruna. Jafnframt eru fjölmiðlar hvattir til að ráða til sín starfsfólk eða sumarstarfsfólk af erlendum uppruna. Mikilvægt er að opna samtal við fjölmiðla til að vekja athygli á fjölbreytni samfélagsins.

Fundi slitið kl. 16.40

Forseti borgarstjórnar og formaður fjölmenningarráðs gengu frá fundargerðinni.

Líf Magneudóttir
Tomasz Chrapek

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 1 =