Borgarstjórn 19.12.2017

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2017, þriðjudaginn 19. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.02. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eva Einarsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Halldór Auðar Svansson, Ingvar Mar Jónsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir. 
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um skýrslu stýrihóps um mótun stefnu í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember 2017.

-    Kl. 14.03 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
-    Kl. 14.05 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum. 

2.    Fram fer umræða um málefni Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts 

-    Kl. 14.54 tekur Skúli Helgason sæti og Sabine Leskopf víkur af fundi. 

3.    Fram fer umræða um að gera fjármál hverfanna aðgengileg. 

4.    Lagt er til að Kristín Soffía Jónsdóttir verði kosin skrifari borgarstjórnar í stað Magnúsar Más Guðmundssonar. 
Samþykkt. 

5.    Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 7. og 14. desember sl. 
- 29. liður fundargerðarinnar frá 14. desember, viðauki við fjárhagsáætlun er samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 
- 33. liður fundargerðarinnar frá 14. desember, kaupsamningur og afsal vegna Sævarhöfða 33 samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Ingvar Mar Jónsson borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Reykjavíkurborg þrýstir á að fá keypt land í eigu Faxaflóhafna fyrir verð sem enga stoð hefur. Að lágmarki hefði átt að fá mat fasteignasala á andvirði landsins ásamt upplýsingum um það hvert söluverðmæti byggingarréttarins muni verða þegar landfyllingum er lokið og deiliskipulag hefur verið samþykkt. Engin ástæða er til þess að ganga frá málunum fyrr en fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.

6.    Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 15. desember, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. desember, mannréttindaráðs frá 8. og 12. desember, menningar- og ferðamálaráðs frá 11. desember, skóla- og frístundaráðs frá 13. desember, velferðarráðs frá 7. desember og umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. desember.

7.    Samþykkt að taka svohljóðandi tillögu borgarstjóra á dagskrá: 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að greiða kr. 15.025.158.187 til Brúar lífeyrissjóðs vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð en fjárhæðin er í samræmi við mat lífeyrissjóðsins eftir rýningu tryggingastærðfræðings hans. Fjárhæðin ber 3,5% verðtryggða vexti frá 1. júní 2017.  Viðaukinn er fjármagnaður með handbæru fé.

Samþykkt. 
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 


8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar með viðaukatillögu borgarstjóra: 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar sem halda skal þann 2. janúar 2018 með vísan til heimildar í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011. Jafnframt er samþykkt að boða til aukafundar í borgarstjórn þann 9. janúar nk. 

Samþykkt. 

Fundi slitið kl. 16.30

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Líf Magneudóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir

Marta Guðjónsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 2 =