Velferð

Börn að leik í leikskólanum Árborg.
22.03.2018
Ungbarnadeildum fjölgað um helming í haust Leikskólaplássum fjölgað um 750-800 5-6 nýir leikskólar byggðir á næstu árum á uppbyggingarsvæðum Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað í borginni Fjárveitingar vegna þessara aðgerða eru 632 milljónir á þessu ári og1.100 milljónir árið 2019 í nýjar fjárfestingar og rekstur
Fullur salur af fólki
22.03.2018
100 manns sóttu opinn fund um málefni #metoo sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hér má nálgast allar kynningarnar frá fundinum.
Horft yfir Borgartún og Laugarnes frá Hallgrímskirkjuturni.
15.03.2018
Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum.
F.v. Dís Sigurgeirsdóttir, Arnar Pálsson, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri, Erla Björg Sigurðardóttir og Gunnar Haugen.
14.03.2018
Í dag var undirritaður samningur milli velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fyrirtækjanna Capacent og RR ráðgjafa um úttekt á barnaverndarstarfi í Reykjavík. Um er að ræða umfangsmikla úttekt sem tekur til skipulags barnaverndarstarfs hjá Reykjavíkurborg. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga.
Rie Klöver Erkisen, iðjuþjálfi og mannfræðingur.
13.03.2018
Velferðarsvið stóð fyrir þriggja daga námskeið undir fyrirsögninni ACT og gagnreyndar aðferðir í búsetuþjónustu. Þessar aðferðir gagnast í þjónustu við þá sem eru með flóknar þjónustuþarfir og þá sem eiga erfitt með samvinnu, s.s. utangarðsfólk, fólk með þroskaskerðingar og/eða geðsjúkdóma.
Colette Daly, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Katrín Þórdís Jacobsen, Sheelagh Mcinerney, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Leslie Atkins
12.03.2018
Stjórn samtaka ISBA, alþjóðleg grasrótarsamtök um skammtímaþjónustu og afþreyingu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur þess. Stjórn samtakanna fundaði hér í síðustu viku í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu sem velferðarsvið mun halda utan um fyrir hönd ISBA á Hilton hóteli næsta haust eða dagana níunda til ellefta október. 
Hópur fólks nýtur lífsins í miðborginni.
08.03.2018
Ný stefna í málefnum eldri borgara fram til ársins 2022 var samþykkt í borgarstjórn sjötta mars. Hún var  mótuð með hliðsjón af áherslum velferðarráðs um nýsköpun, notendasamráð, heilsueflingu, velferðartækni , forvarnir og endurhæfingu í daglegu lífi.
Frá Druslugöngunni sl. sumar.
08.03.2018
Náum áttum fjallar á næsta morgunverðarfundi, miðvikudaginn 14. mars, um #metoo eða #églíka byltinguna og börnin.
Það getur verið erfitt fyrir foreldra ungmenna að ná áttum.
07.03.2018
Fróðir foreldrar eru með fræðslu í kvöld, 7. mars, klukkan átta undir yfirskriftinni Fræðið okkur, ekki hræða.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, segir gestum hvernig nýta megi velferðartækni í matarþjónustu.
07.03.2018
Borgarstjórn hefur samþykkt stefnu á sviði velferðartækni til ársins 2022.  Velferðarsvið borgarinnar leggur ríka áherslu á að nýta margvíslega tækni og snjalllausnir sem auðvelda fólki að búa á eigin heimili og við betri lífsgæði þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.