| Reykjavíkurborg

Velferð

Hátúnsblokkir.
24.05.2018
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að útfærslu á greiðslum sérstakra húsaleigubóta til leigjenda Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins.
Ólíkir aðilar kynntu þjónustu við flóttafólk og hælisleitendur.
24.05.2018
Stofnanir, samtök og grasrótarsamtök sem starfa með og bjóða upp á þjónustu við flóttafólk og hælisleitendur komu saman á veglegu málþingi þar sem þau kynntu sín verkefni hvert fyrir öðru og skiptust á upplýsingum um það sem gert er í þjónustu við flóttafólk.
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
23.05.2018
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og SÁÁ hafa skrifað undir endurnýjaðan samstarfssamning til þriggja ára. Meðal verkefna sem skilgreind eru í samningnum eru m.a. átaksverkefnið Grettistak, sálfræðiviðtöl við börn, viðtöl og þjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldur á göngudeild SÁÁ og verkefni um fræðslu.
Börn á barnamenningarhátíð.
19.05.2018
Velferðarsvið auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að stýra Barnavernd Reykjavíkur.
Nýr Íbúðakjarni á Austurbrún 6.
18.05.2018
Nýr íbúðakjarni við Austurbrún var formlega afhentur velferðarsviði í dag en kjarninn er sérhannaður fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir í huga.
Leikskólabörn horfa á Pollapönk.
18.05.2018
Borgarráð hefur samþykkt að veita aukalega 40 milljónum til að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur. Þá var einnig samþykkt að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum ríkisins um nýtt langtímaúrræði fyrir unglinga en þar er kostnaður borgarinnar áætlaður um 26 mkr. á þessu ári.
Sigurvegararnir hjá Heimaþjónustunni í efri byggð
17.05.2018
Heilsuleikum Reykjavíkurborgar lauk í síðustu viku með góðri þátttöku en 950 starfsmenn borgarinnar tóku þátt í leikunum að þessu sinni. Heilsuleikarnir eru nú haldnir í þriðja sinn og að þessu sinn var lögð áhersla á næringu.
Mynd tekin í fjölmenningargöngu 2017.
16.05.2018
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir því að ráða mannauðsráðgjafa í tímabundið starf til að leiða frekari uppbyggingu og umbætur í vinnuumhverfi starfsfólks af erlendum uppruna.
Borgarstjóri með styrkhöfum og bakhjörlum Loftbrúar
09.05.2018
Reykjavík Loftbrú afhenti í dag fimm tveggja milljóna króna ferðastyrki til tónlistarfólks í útrás. Afhendingin fór fram í Iðnó og tóku Reykjavíkurdætur, sem eru á meðal styrkhafanna, lagið af þessu tilefni.
frá vinstri; Tinna Björg Sigurðardóttir, Bryndís Gestsdóttir, Guðný Björk Eydal og Þorgeir Magnússon.
08.05.2018
Á vegum velferðarsviðs hefur fagráð verið sett á laggirnar til að fylgja eftir  aðgerðaáætlun í tíu liðum sem var samþykkt í borgarráði í mars síðastliðnum í kjölfar skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna kynferðisbrotamála. Guðný Björk Eydal prófessor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands mun leiða fagráðið.