| Reykjavíkurborg

Velferð

Menntaskólinn í Reykjavík.
13.09.2018
Náum áttum fjallar á fyrsta morgunverðarfundi vetrarins um skólaforðun eða brotthvarf úr námi. Fundurinn er miðvikudaginn 19. september frá 8.15 til 10.00 á Grand hóteli og morgunhressing er innifalin í verði.  
Afleysingastofa
12.09.2018
Í dag tekur til starfa ný Afleysingastofa Reykjavíkurborgar en þar gefst fólki tækifæri til þess að sækja um að starfa á þeim tíma sem það ákveður sjált. 
það var mikil samsköpun í uppsetningu Lala lands á Skólavörðustíg.
10.09.2018
Stjórn samtaka ISBA, alþjóðleg grasrótarsamtök um skammtímaþjónustu og afþreyingu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur þess heldur alþjóðlega ráðstefnu á Hilton hóteli í næstu viku eða dagana 9. – 11. október.
Við Reykjavíkurhöfn
10.09.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019.
þrívíddarmynd af því hvernig Hrafnista við Sléttuveg mun líta út.
10.09.2018
Reykjavíkurborg og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, undirrituðu í dag samning um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg í Reykjavík. Áður hafði borgin samið við Velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilisins og leitað í kjölfarið til Sjómannadagsráð og Hrafnistu um að hafa umsjón með framkvæmdinni fyrir sína hönd.
Lýðheilsugöngur FÍ eru fyrir alla
05.09.2018
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00 og er fyrsta gangan 5. september.
Samfélagsleg nýsköpun
04.09.2018
Opinn fundur verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. september næstkomandi. Á fundinum verður rætt um áhrif samfélagslegrar nýsköpunar á íslenskt samfélag. Fundurinn hefst klukkan 12.00 og lýkur 13.30.
Tilvonandi íbúar ásamt borgarstjóra.
31.08.2018
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Einholti 6 var afhentur velferðarsviði í gær.
Æfing hjá FC Sækó
20.08.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 3. september. Um er að ræða síðari úthlutun ársins 2018, en alls eru kr. 5,15 milljónir til úthlutunar að þessu sinni. Styrkjunum er ætlað að gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að nýsköpun í forvörnum og eflingu félagsauðs í borginni.
Glæsileg flugeldasýning / mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
19.08.2018
Talið er að vel á annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt í afar fallegu veðri en borgin er í fullum sumarskrúða þessa dagana. Yfir 300 viðburðir voru í boði á afmælisdegi Reykjavíkurborgar sem stóð yfir í allan dag og var að ljúka rétt í þessu með glæsilegri flugeldasýningu. Mannfjöldinn dreifði sér vel í miðbæ Reykjavíkur og var mikil þátttaka í öllu viðburðarhaldi.