Umhverfi

Hluti af forsíðu Borgarsýnar.
23.03.2018
Blágrænar ofanvatnslausnir, rammaskipulag fyrir Skeifuna og ný sundlaug við Klettaskóla er meðal efnis í nýrri Borgarsýn sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar gefur reglulega út. 
Sóparnir eru lagðir af stað inn í vorið
23.03.2018
Sópun á götum og stígum í Reykjavík hófst í síðustu viku um leið og veður leyfði og var það rúmri viku á undan áætlun. Fjölförnustu leiðirnar,  allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar eru hreinsaðar fyrst. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs. Í framhaldi verður farið skipulega um hverfin og húsagötur sópaðar og þvegnar.
Public Art Competition in Vogabyggð in Reykjavík
22.03.2018
An extensive competition on public art in Vogabyggð in Reykjavík has been announced.
Samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík
22.03.2018
Efnt er til viðamikillar samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð  Markmið samkeppninnar er að velja til samstarfs listamann/listamenn til að vinna að listaverki til útfærslu í hverfinu.
Borgin breytist - hugmyndir um nýja Miklubraut
21.03.2018
Léttum á umferðinni er opið málþing um samgöngur í Reykjavík í Tjarnarsal ráðhússins nú á föstudag kl. 9-12.   Fluttar verða stuttar kynningar á ýmsum verkefnum og viðfangsefnum í borgarsamgöngum og borgarhönnun. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:30.
Listleikni: Ásmundur Sveinsson – List fyrir fólkið
21.03.2018
Listleikni: Ásmundur Sveinsson – List fyrir fólkið Námskeiðið veitir innsýn í listferil Ásmundar Sveinssonar. Hann var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og einn þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýjar hugmyndir um myndlist 20. aldar. 
Hlemmsvæðið
20.03.2018
Nýlega bárust Reykjavíkurborg tillögur úr hugmyndaleit Hlemmsvæðisins.
Unnið að uppsetningu sýningarinnar Hvað svo?
15.03.2018
Sýningin HVAÐ SVO? opnar í dag, 15. mars, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 19. Allir velkomnir. 
Rafreiðhjól létta stigið
15.03.2018
Reykjavíkurborg ætlar í sumar að lána áhugasömum einstaklingum rafreiðhjól í 5 – 6 vikur til að komast ferða sinna.  Með þessu framtaki vill borgin hvetja fólk til umhverfisvænni ferðavenja.
Kolefnisfotspor, umfang og skilgreining
14.03.2018
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur verið með grænt bókhald frá árinu 2013. Nú hefur það verið tekið upp fyrir borgina alla.