| Reykjavíkurborg

Skipulagsmál

Laugavegur
21.09.2018
Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur 1. október næstkomandi og verður þá um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. Tillaga um varanlegar göngugötur verður mótuð í vetur og mun liggja fyrir í vor.
Frá undirritun viljayfirlýsingar á BSÍ.
21.09.2018
Skrifað var undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í stofnvegum og hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu á BSÍ í dag. 
Rektor, formaður stúdentafélags HR, ráðherra menntamála og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að Háskólagörðum HR
20.09.2018
Nýir Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík munu brátt rísa við Öskjuhlíðina, í næsta nágrenni við háskólann. Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR,  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga Háskólagarðanna í gær, miðvikudaginn 19. september. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu vikum.
Lóðir hafa verið sérmerktar fyrir fyrstu kaupendur samkvæmt fyrsta áfanga deiliskipulag Gufunes
20.09.2018
Borgarráð hefur samþykkt fyrsta áfanga að deiliskipulagi í Gufunesi. Markmiðið er að til verði hugavert og spennandi svæði fyrir kvikmyndaþorp í sambland við íbúðabyggð.
Tillögur að reitum innan áhrifasvæðis Borgarlínu verður unnið sérstaklega með hagkvæma lausn fyrir fyrstu íbúðarkaupendur
19.09.2018
Borg­ar­stjórn hefur samþykkti að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að hefja fjög­ur verk­efni til að tryggja fram­göngu borg­ar­línu sem hágæðakerf­is al­menn­ings­sam­gangna.    
Aðstaða fyrir gangandi og hjólandi hefur batnað til muna. Ljósm. Silja Yraola
18.09.2018
Birkimelur hefur nú verið færður í nýjan búning. Búið er að endurnýja göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar og lýsing endurnýjuð beggja megin.
Forsíða tímaritsins Borgarsýn.
14.09.2018
Nýtt tölublað af tímaritinu Borgarsýn er komið út. Þar er fjallað um skipulagsmál í Reykjavík, umhverfismál og samgöngur.
Við Reykjavíkurhöfn
10.09.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019.
Ofanvatnslausnir
06.09.2018
Endurmenntun HÍ heldur námskeið í samstarfi við Reykjavíkurborg, Veitur, Alta og CIRIA um ofanvatnslausnir. Inngangsnámskeiðið er núna í september og framhaldsnámskeiðið í nóvember. Það er æskilegt að allir sem ætla að starfa á þessum vettvangi taki þessi námskeið.
Lýðheilsugöngur FÍ eru fyrir alla
05.09.2018
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00 og er fyrsta gangan 5. september.