| Reykjavíkurborg

Skipulagsmál

Samkvæmt rammaskipulagi mun verða grænn ás í byggðinni. Mynd: Ask Arkitektar.
04.07.2018
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 28. júní tillögu að rammaskipulagi fyrir byggð í Nýja Skerjafirði. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggð fyrir um 1.200 íbúðir, nýjum skóla, verslun og þjónustu.
Fyrsti fundur:
03.07.2018
Fyrsti fundur skipulags- og samgönguráðs var haldinn miðvikudaginn 27. júní 2018. Ráðið er í sumarleyfi frá 11. júlí.
Verslunar- og þjónustukjarni í efra Breiðholti.
29.06.2018
Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi fasteignirnar að Arnabakka 2-6 í Neðra Breiðholti og Völvufell 11 og 13 – 21. Reykjavíkurborg hyggst endurlífga þessa hverfiskjarna en jafnframt breyta deiliskipulagi á reitunum.
Rammaskipulag fyrir Kringluna. Tölvuteiknuð mynd.
29.06.2018
Borgarráð samþykkti á fundi 28. júní nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið. Í því birtist ný stefna og framtíðarsýn fyrir þennan mikilvæga 13 hektara borgarhluta á grunni Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Listamenn skoða umhverfi Vogabyggðar
29.06.2018
Listamennirnir sem valdir voru til þátttöku í samkeppni um gerð útilistaverks eða verka í Vogabyggð skoðuðu í gær svæðið þar sem hverfið mun rísa ásamt Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, safnstjóra Listsafns Reykjavíkur, og fleirum.
Byggingarframkvæmdir
20.06.2018
Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði á völdum þróunarreitum í Reykjavík. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í verkefninu hefur verið framlengdur til 18. júlí.
Borgarstjóri og Ársæll í Skræðum.
08.06.2018
Nýja biðsvæðið í Skeifunni opnaði í gær og var vel tekið af gestum og gangandi sem tylltu sér á bekk, snæddu smárétti og gæddu sér á drykkjum. Reykjavíkurborg stendur fyrir þessu í sumar í samstarfi við Reykjavík street food og Reiti, „street food“ og „pop up“ markaðinn – BOX -Skeifunni.
BOX í Skeifunni
06.06.2018
Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu kynna í samstarfi við Reykjavík street food og Reiti, „street food“ og „pop up“ markaðinn – BOX -Skeifunni.
Fulltrúar Grasagarðsins og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og forseti Íslands
05.06.2018
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti safnaverðlaunin 2018 við hátíðlega athöfn í dag, þann 5. júní á Bessastöðum. Þrjú söfn voru tilnefnd: Grasagarður Reykjavíkur, Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands og Listasafn Árnesinga sem fékk verðlaunin. Fram kom að Grasagarðurinn er einstakur meðal safna á Íslandi.
Brú yfir Fossvog milli Reykjavíkur og Kópavogs
28.05.2018
Tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar fyrir gangandi og hjólandi umferð og almenningssamgöngur frá Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar er nú til kynningar.