Samgöngur

Unnið að uppsetningu sýningarinnar Hvað svo?
15.03.2018
Sýningin HVAÐ SVO? opnar í dag, 15. mars, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 19. Allir velkomnir. 
Rafreiðhjól létta stigið
15.03.2018
Reykjavíkurborg ætlar í sumar að lána áhugasömum einstaklingum rafreiðhjól í 5 – 6 vikur til að komast ferða sinna.  Með þessu framtaki vill borgin hvetja fólk til umhverfisvænni ferðavenja.
Frummælendur
13.03.2018
Breytir skipulag lífi fólks? Erum við að skipuleggja of mikið? Hvernig getur skipulag lagt grunn að farsælu lífi borgarbúa? Þetta eru dæmi um spurningar sem glímt verður við á Kjarvalsstöðum 13. mars kl. 20 undir yfirskriftinni TIl hvers skipulag?
Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
07.03.2018
Sjálfbær og umhverfisvæn hugsun í uppbyggingu borga var megininntakið á opnum kynningarfundi um grænar þróunarlóðir eða Reinventing cities sem var haldinn í morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn var vel sóttur auk þess sem margir nýttu sér streymi frá fundinum. Upptöku frá fundinum má skoða á upplýsingasíðu viðburðar.
Markmið að finna bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors
05.03.2018
Reykjavíkurborg er þátttakandi í samstarfi yfir 90 stórborga gegn loftslagsbreytingum.  Samtökin sem heita C40 hafa hleypt af stokkunum verkefninu „Reinventing Cities“ sem beinir sjónum að sjálfbærri og umhverfisvænni hugsun í uppbyggingu borga.  Reykjavík hefur valið þrjár lóðir til uppbyggingar innan ramma verkefnisins.  Það var að frumkvæði Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, sem er í forsæti C40, að halda þessa uppbyggingarsamkeppni undir merkjum C40.
Ryk bundið á umferðarþungum vegum
05.03.2018
Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til að bæta loftgæði í borginni. Magnesíum klóríði sem reynst hefur vel til rykbindingar var úðað á stofnbrautir í Reykjavík og fleiri fjölfarnar götur eins og Bústaðaveg, Suðurlandsbraut og Grensásveg.
Loftgæði í dag
28.02.2018
Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi það sem af er degi 28. febrúar skv. mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna.
Grafarholt og Úlfarsárdalur
28.02.2018
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, heldur opinn fund fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals fimmtudaginn 1. mars næstkomandi í Ingunnarskóla. Fundurinn hefst kl. 20.
Hjólandi fjölgar
28.02.2018
Umferð á reiðhjólum jókst áberandi mikið í vikunni í Reykjavík. Hjólateljarar í Nauthólsvík og á Geirsnefni sýna tvöföldun umferðar eftir að götur og stígar urðu auðir.
Hugmyndaflug er hafið
27.02.2018
Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 20. mars.