| Reykjavíkurborg

Menning og listir

Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, sem stýrði hönnun torgsins
13.09.2018
Nýtt torg á Klambratúni er tilbúið. Aðalhönnuður þess er Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi. Torgið opnar möguleika á að færa mannlífið á Klambratúni inn á Kjarvalsstaði og starfssemi safnins út undir bert loft.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur.
11.09.2018
Samningur borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur framlengdur til þriggja ára Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar hafa undirritað samning um framlengingu til þriggja ára um rekstur Borgarleikhússins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins.
Ráðhús Reykjavíkur
10.09.2018
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík (UMFR) sem verið hefur til húsa í Ráðhúsi Reykjavíkur frá ársbyrjun 2017, verður lögð niður í núverandi mynd frá og með 28. október nk. Í staðinn verður einungis lögð áhersla á upplýsingamiðlun á rafrænu formi.
Við Reykjavíkurhöfn
10.09.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019.
Á Austurvelli
06.09.2018
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum og í Reykjavík eru þeir sem búa í Grafarholti, Laugardal, í Hlíðum, við Kringlu og í miðborginni hvað jákvæðastir. Um 74% svarenda sögðust mjög eða fremur jákvæð gagnvart ferðamönnum.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs flutti ávarp þegar átakið Göngum í skólann var sett í Ártúnsskóla.
05.09.2018
Verkefnið Göngum í skólann hófst í dag og er nú haldið í tólfta sinn hér á landi. Átakið var sett í Ártúnsskóla í morgun en það stendur fram til 10. október. 
Frá stefnumóti við menningarstofnanir haustið 2017.
04.09.2018
Fjölmargar menningar- og fræðslustofnanir bjóða upp á endurgjaldslausa fræðslu af ýmsu tagi fyrir börn í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni. Þessar stofnanir kynna vetrardagskrána 2018-2019 fimmtudaginn 6. september 13 -16:00 á Kjarvalsstöðum og verða með ýmsar uppákomur.
Lestur er bestur – fyrir vísindin.
04.09.2018
Sævar Helgi Bragason, stundum betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, mun heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni og fræða okkur um himingeiminn.  Viðburður er haldinn í tilefni af bókasafnsdeginum sem er haldin hátíðlegur 7.september, þemað í ár er: Lestur er bestur - fyrir vísindin!
Listasafn Reykjavíkur
03.09.2018
Listasafni Reykjavíkur hafa borist umsóknir frá yfir 130 listamönnum um þátttöku í D-salar röð Hafnarhússins árið 2019. Listamennirnir eru bæði íslenskir og erlendir.
Vogabyggð
28.08.2018
Síðasta kvöldganga Listasafns Reykjavíkur þetta sumarið verður um svæðið þar sem brátt rís nýtt íbúðahverfi í Vogabyggð. Í göngunni verður fjallað um skipulag og væntanlega uppbyggingu á svæðinu þar sem list í almenningsrými hefur fengið sérstakan sess.