| Reykjavíkurborg

Mannréttindi

Dóra B Guðjónsd., Daníel Ö Arnarsson, Sigríður Jóhannsd., Gunnlaugur B Björnsson, Ásgerður Flosad., Katrín Atlad., og Guðrún Ögm
06.07.2018
Mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti einróma, á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu.
Flottur hópur!
31.05.2018
Reykjavíkurborg sendir í fyrsta sinn lið til þátttöku í WOWCyclothon.  Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins en þar starfa um 9000 starfsmenn. 
Handhafar Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar og Hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar ásamt borgarstjóra að lokinni athöfn
16.05.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 á mannréttindadegi Reykjavikurborgar.
Frá Druslugöngunni í ágúst sl.
16.05.2018
Borgarstjórn hefur samþykkt aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi fram til ársins 2020. Áætlunin er unnin af ofbeldisvarnarnefnd og á hún  að veita yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir til að sporna við hvers konar ofbeldi.
Úti á Granda
15.05.2018
Á morgun þann 16. maí sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar stendur mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir opnum fundi um kosningaþátttöku undir yfirskriftinni Skiptir mitt atkvæði máli? Samtal við grasrót um kosningaþátttöku. Fundurinn fer fram í ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarsal, kl. 8.30 - 10.00.
Dagur B. Eggertsson og Róbert Lagerman hjá Hróknum tóku fyrstu skákina við setningu skákmaraþonsins í morgun
11.05.2018
Skákmaraþonið, er haldið til minningar um Jóhönnu Kristjónsdóttur, rithöfund, blaðakonu og stofnanda Fatimusjóðsins. Safnað verður áheitum og framlögum fyrir Fatimusjóðinn og UNICEF.
Nýútskrifaðir friðarfulltrúar ásamt Líf Magneudóttur, forseta borgarstjórar og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
09.05.2018
Friðarfulltrúar Íslands, sem hlotið hafa friðarfræðslu á friðar- og mannréttindanámskeiði Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, voru útskrifaðir við Hátíðalega athöfn í Höfða í morgun.  
Skrifað undir samkomulag og samstarf um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði.
09.05.2018
Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vilja með samkomulagi sameinast um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.
Það var kraftur í krökkunum í Norðlingaskóla
08.05.2018
Það var kraftur í krökkunum í Norðlingaskóla þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fór í hjólatúr með þeim í tilefni verkefnisins Hjólakrafti. Hjólað var frá Norðlingaskóla að Morgunblaðshúsinu í Móavaði og framhjá golfvellinum í Grafarholti.   
Reykjavík
08.05.2018
Boðnir verða fram eftirfarandi listar við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2018.