| Reykjavíkurborg

Mannréttindi

Við Reykjavíkurhöfn
10.09.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019.
Lestur er bestur – fyrir vísindin.
04.09.2018
Sævar Helgi Bragason, stundum betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, mun heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni og fræða okkur um himingeiminn.  Viðburður er haldinn í tilefni af bókasafnsdeginum sem er haldin hátíðlegur 7.september, þemað í ár er: Lestur er bestur - fyrir vísindin!
Tilvonandi íbúar ásamt borgarstjóra.
31.08.2018
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Einholti 6 var afhentur velferðarsviði í gær.
Glæsileg flugeldasýning / mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
19.08.2018
Talið er að vel á annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt í afar fallegu veðri en borgin er í fullum sumarskrúða þessa dagana. Yfir 300 viðburðir voru í boði á afmælisdegi Reykjavíkurborgar sem stóð yfir í allan dag og var að ljúka rétt í þessu með glæsilegri flugeldasýningu. Mannfjöldinn dreifði sér vel í miðbæ Reykjavíkur og var mikil þátttaka í öllu viðburðarhaldi.
Gleðilega Menningarnótt!
18.08.2018
Menningarnótt verður formlega sett klukkan 12.00 í dag á nýjasta torgi borgarinnar Hafnartorgi. Borgarstjóri setur hátíðina, og gefst gestum og gangandi færi á að skoða sýningu af svæðinu eins og það á að líta út þegar framkvæmdum lýkur. www.menningarnott.is
Mikil litadýrð er í miðbæ Reykjavíkur í dag
11.08.2018
Í dag var mikið um litadýrð og gleði í miðborginni. Mikill fjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með og fagna þeim árangri sem náðst hefur í mannréttingabaráttu Hinsegins fólks. Borgarfulltrúar létu sig ekki vanta í gönguna og fögnuðu fjölbreytileikanum. 
Götulokanir vegna Gleðigöngunnar
10.08.2018
Gleðigangan  er hápunktur Hinsegin daga þar sem litir, fjölbreytileiki og gleði ráða ríkjum. Gangan leggur af stað klukkan 14 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri málaði rendurnar ásamt stjórn Hinsegin daga
07.08.2018
Í dag fagnar Reykjavíkurborg margbreytileika mannlífsins! Hinsegin dagar í Reykjavík hófust í hádeginu í dag þegar stjórn Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, máluðu Regnboga frá Bergstaðastræti niður að Laugavegi/Bankastræti. Gleðilega Hinsegin daga! 
Dóra B Guðjónsd., Daníel Ö Arnarsson, Sigríður Jóhannsd., Gunnlaugur B Björnsson, Ásgerður Flosad., Katrín Atlad., og Guðrún Ögm
06.07.2018
Mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti einróma, á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu.
Flottur hópur!
31.05.2018
Reykjavíkurborg sendir í fyrsta sinn lið til þátttöku í WOWCyclothon.  Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins en þar starfa um 9000 starfsmenn.