| Reykjavíkurborg

Innkallanir matvæla

Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.
22.10.2018
Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Í ljós hefur komið að í hluta framleiðslulotu hefur röng vara blandast saman við rétta í pökkun. Sú vara sem pakkað var ranglega inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn heslihnetur en sú rétta ekki og því kemur ekki fram í listanum yfir innihaldsefnin að varan inniheldur heslihnetur.
Innköllun á Raw Goji Berries
08.10.2018
Heilsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað af markaði sólþurrkuð lífræn gojiber vegna þess að varan getur innihaldið málmagnir.
Innköllun á Delicata Brasilíuhnetum vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum.
20.09.2018
Innköllun á Delicata Brasilíuhnetum vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum.
Mexican Mixed Vegetables
09.07.2018
Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni Listeria monocytogenes.
Innköllun á diskasetti fyrir börn.
08.06.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á diskasetti fyrir börn. 
Stella
08.06.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum.
Varan Krónan Lasagna hefur verið innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
01.06.2018
Innköllun á Mexíkó lasagna, kjúklingalasagna og lasagna frá Krónunni vegna ómerktra ofnæmis- eða óþolsvalda (egg, sinnep, sellerí).    
Guli miðinn - B-súper
15.05.2018
Heilsa ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið Guli miðinn - B-súper vegna þess að það inniheldur of mikið af B6-vítamíni.
Now Ashwagandha hefur verið innkallað.
20.04.2018
Icepharma hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið Now Ashwagandha vegna þess að það getur valdið neytendum heilsutjóni.
Bjór í glasi.
04.04.2018
Innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið aðskotahluti (gleragnir).