| Reykjavíkurborg

Stjórnsýsla

Ráðhús Reykjavíkur.
12.07.2018
Reykjavíkurborg auglýsti starf borgarlögmanns laust til umsóknar í júní 2017. Tveir umsækjendur sóttu um stöðuna; Ebba Schram hæstaréttarlögmaður og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður. 
Byggingarframkvæmdir
20.06.2018
Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði á völdum þróunarreitum í Reykjavík. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í verkefninu hefur verið framlengdur til 18. júlí.
Frá borgarstjórnarfundi
19.06.2018
Ný borgarstjórn fundaði í fyrsta sinn í dag eftir kosningar.
Glatt var á hjalla hjá nýjum borgarstjórnarmeirihluta við Breiðholtslaug í morgun.
12.06.2018
Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG var kynntur við Breiðholtslaug kl. 10.30 í morgun en það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil.    
Brynjar Stefánsson er nýr skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og stýrir skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.
01.06.2018
Reykjavíkurborg hefur ráðið Brynjar Stefánsson í stöðu skrifstofustjóra yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
Sjö þróunarreitir eru til skoðunar
23.05.2018
Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík á sjö þróunarreitum víðs vegar um borgina. Mögulegt verður að byggja um 500 íbúðir á þessum svæðum.
Nemendur Laugalækjarskóla snæða hafragraut að morgni.
16.05.2018
Ný matarstefna Reykjavíkurborgar hefur að markmiði að stuðla að betri heilsu borgarbúa, styrkjamáltíðaþjónustu og stuðla að því að borgin nái markmiðum um öryggi, sjálfbærni, lýðheilsu og hagkvæmni. Borgarstjórn samþykkti stefnuna á fundi sínum í gær. 
Frá útboðsfundi á föstudag
08.05.2018
Tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal voru opnuð á föstudag að viðstöddum bjóðendum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, sem staðfestu eða féllu frá boði sínu. Boð bárust í byggingarrétt á öllum lóðum nema fimm. Borgarráð úthlutar lóðum og eru því niðurstöður útboðsins háðar samþykki þess.
Skrifað undir samstarfsyfirlýsingu
04.05.2018
Snarfari, félag skemmtibátaeigenda og Reykjavíkurborg eiga samstarf um uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við breytingu á deiliskipulagi fyrir Fleyvang, þar sem félagið er nú með aðstöðu og skemmtibátahöfn. 
Talning atkvæða í borgarstjórnarsalnum
30.04.2018
Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga 26. maí 2018 rennur út 5. maí klukkan 12:00. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur tekur á móti framboðslistum föstudaginn 4. maí milli kl. 13-14 og laugardaginn 5. maí kl. 10-12 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur.