| Reykjavíkurborg

Stjórnsýsla

Afleysingastofa
12.09.2018
Í dag tekur til starfa ný Afleysingastofa Reykjavíkurborgar en þar gefst fólki tækifæri til þess að sækja um að starfa á þeim tíma sem það ákveður sjált. 
Við Reykjavíkurhöfn
10.09.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019.
Ráðhús Reykjavíkur
10.09.2018
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík (UMFR) sem verið hefur til húsa í Ráðhúsi Reykjavíkur frá ársbyrjun 2017, verður lögð niður í núverandi mynd frá og með 28. október nk. Í staðinn verður einungis lögð áhersla á upplýsingamiðlun á rafrænu formi.
Finnski menntafræðingurinn Pasi Sahlberg
06.09.2018
Finnski menntafræðingurinn Pasi Sahlberg fundaði í dag með borgarstjórn um nýja menntastefnu sem er í mótun, en hann hefur verið ráðgjafi við faglegar áherslur í stefnumótuninni. 
Við Sæbrautina Mynd Ragnar Th. Sigurðsson
03.09.2018
Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt í september í tengslum við samgönguviku og nú er kallað eftir umsóknum eða tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga, sem náð hafa árangri eða gripið til aðgerða í samgöngumálum.
Uppbygging í Úlfarsárdal
30.08.2018
Reykjavíkurborg efnir öðru sinni á þessu ári til opins útboðs um byggingarrétt á lóðum í Úlfarsárdal.  Lausar lóðir eru bæði í grónari hluta hverfisins og á nýju svæði við Leirtjörn. Frestur til að skila tilboði rennur út kl. 12.00 miðvikudaginn 19. september nk.
Afmæli í þjónustuveri Reykjavíkurborgar
15.08.2018
Þjónustuver Reykjavíkurborgar fagnar 10 ára afmæli sínu þann 16. ágúst.
Ráðhús Reykjavíkur. Borgarráð fundar þar.
31.07.2018
Átta tillögur meirihluta borgarráðs um aðgerðir í húsnæðismálum samþykktar á aukafundi. 
40 borgarstjórar hvaðanæva úr heiminum sitja ráðstefnuna Bloomberg Philanthopies í New York
24.07.2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri situr þessa dagana ráðstefnu í New York (The Bloomberg Harvard City Leadership Initiative). 40 borgarstjórar hvaðanæva að úr heiminum sitja ráðstefnuna þar sem meðal annars er fjallað er um forystu, teymisvinnu, nýsköpun, íbúalýðræði og gagnavinnslu til að bæta ákvarðanatöku í stjórnsýslunni. 
Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur, er nýr persónuverndarfulltrúi borgarinnar.
16.07.2018
Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur verið tilnefndur samkvæmt nýjum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.  Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, hefur tekið við starfi persónuverndarfulltrúa skv. 35. gr. laganna.