| Reykjavíkurborg

Útsendingar

Grafarvogsbúar fjölmenntu á fundinn
28.09.2017
Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.
""
24.02.2017
Fullt var út úr dyrum á fundi borgarstjóra um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundinum sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðubergi var einnig streymt á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar og horfðu margir á hann þar.
Borgarstjórn fundar í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
18.10.2016
Borgarstjórn fundar í dag, þriðjudaginn 18. október.  Að venju er hægt að horfa á fundi borgarstjórnar í beinni útsendingu. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 14 og er öllum opinn. Húsnæðismál, starfsumhverfi kennara og stuðningsþjónusta er meðal þess sem rætt verður um á morgun en dagskráin verður fjölbreytt.