| Reykjavíkurborg

Heilbrigðiseftirlit

Vörumynd
13.07.2018
Krónan ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni vegna þess að við eftirlit á markaði hefur Salmonella greinst í vörunni.  Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna.
Mexican Mixed Vegetables
09.07.2018
Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni Listeria monocytogenes.
Umhverfis- og heilbrigðisráð
04.07.2018
Fyrsti fundur umhverfis- og heilbrigðisnefndar var haldinn miðvikudaginn 4. júlí. Ráðið fer í sumarleyfi frá 11. júlí.
Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
28.06.2018
Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlitsins komið fyrir í nágrenni við Egilshöll.
Frá Nauthólsvík og Fossvogi. Mynd: Reykjavíkurborg.
26.06.2018
Dælustöðin við Hafnarbraut fer ekki á yfirfall aðfararnótt fimmtudags 28. júní næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Það er því ekki hætta á skólpmengun í sjónum Nauthólsvíkurmegin í Fossvogi. Öllum aðilum sem málið varðar hefur verið gert viðvart.
Himneskt,  lífrænar Chlorella töflur.
12.06.2018
 Innköllun á Himneskt Lífrænum chlorella-töflum vegna þess að varan inniheldur náttúrulegt súlfít yfir mörkum.
Innköllun á diskasetti fyrir börn.
08.06.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á diskasetti fyrir börn. 
Stella
08.06.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum.
Varan Krónan Lasagna hefur verið innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
01.06.2018
Innköllun á Mexíkó lasagna, kjúklingalasagna og lasagna frá Krónunni vegna ómerktra ofnæmis- eða óþolsvalda (egg, sinnep, sellerí).    
Fæðubótarefnið B-100
25.05.2018
Icepharma hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið B-100 frá Now vegna þess að það inniheldur of mikið af B6-vítamíni.