Heilbrigðiseftirlit

Loftgæði geta verið slæm í borginni þegar kalt og þurrt er í veðri.
12.03.2018
Styrkur svifryks (PM10) hefur verið hár það sem af er degi,12. mars samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist  í nágrenni stórra umferðagatna.
Boveteflingor, hirsflingor, quinoaflingor, quinoamjöl
07.03.2018
Vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda (mjólkurduft og sojaprótein) hefur fyrirtækið Bændur í bæum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vörur. 
Hrista og baka vöfflur
26.02.2018
Katla hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði vöru vegna þess að hún inniheldur ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (eggjaduft).
Blágræn ofanvatnslausn á þróunarsvæði erlendis
26.02.2018
Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnir (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni  á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi. Námskeið var haldið í liðinni viku. 
14.02.2018
Innköllun á glútenlausri vöru „Trafo Tortilla Chips Chili“ vegna þess að hún inniheldur glúten.
Í Elliðaárdalnum
09.02.2018
Í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík kom í ljós að 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni sem var í fréttum hér á landi í september. 
Neysluvatn
05.02.2018
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar frá Veitum ohf. að niðurstöður rannsókna á hluta vatnssýna, sem fyrirtækið tók í borholum þess föstudaginn 2. febrúar sl., sýni of há gildi heildargerlafjölda við 22°C. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Matvælastofnun og sóttvarnarlæknir telja neysluvatnið öruggt og ekki þurfi að grípa til aðgerða.  
Innköllun á glútenlausri vöru „Natural corn chips“
02.02.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: Glútenlaust „Natural corn chips“ innkallað vegna þess að varan inniheldur glúten.
Innköllun á hummus frá Í einum grænum
02.02.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: Innköllun á hummus frá Í einum grænum
Hafrakaka Bónus
23.01.2018
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Myllu Hafrakökum vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku.