| Reykjavíkurborg

Mannlíf

Rektor, formaður stúdentafélags HR, ráðherra menntamála og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að Háskólagörðum HR
20.09.2018
Nýir Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík munu brátt rísa við Öskjuhlíðina, í næsta nágrenni við háskólann. Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR,  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga Háskólagarðanna í gær, miðvikudaginn 19. september. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu vikum.
Litlu munaði á milli rafhjóls og rafstrætó, Ævar kom 12 sek á undan Eddu í mark.
20.09.2018
Í tilefni samgönguviku var efnt til hraðakeppni milli rafhjóls, rafbíls og rafstrætó. Mikil keppnisgleði ríkti þegar lagt var af stað, Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur keppti á rafhjóli, Edda Björgvinsdóttir leikkona tók rafstrætó og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri keyrði rafbíl. 
Tillögur að reitum innan áhrifasvæðis Borgarlínu verður unnið sérstaklega með hagkvæma lausn fyrir fyrstu íbúðarkaupendur
19.09.2018
Borg­ar­stjórn hefur samþykkti að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að hefja fjög­ur verk­efni til að tryggja fram­göngu borg­ar­línu sem hágæðakerf­is al­menn­ings­sam­gangna.    
Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, sem stýrði hönnun torgsins
13.09.2018
Nýtt torg á Klambratúni er tilbúið. Aðalhönnuður þess er Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi. Torgið opnar möguleika á að færa mannlífið á Klambratúni inn á Kjarvalsstaði og starfssemi safnins út undir bert loft.
Afleysingastofa
12.09.2018
Í dag tekur til starfa ný Afleysingastofa Reykjavíkurborgar en þar gefst fólki tækifæri til þess að sækja um að starfa á þeim tíma sem það ákveður sjált. 
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur.
11.09.2018
Samningur borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur framlengdur til þriggja ára Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar hafa undirritað samning um framlengingu til þriggja ára um rekstur Borgarleikhússins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins.
Ráðhús Reykjavíkur
10.09.2018
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík (UMFR) sem verið hefur til húsa í Ráðhúsi Reykjavíkur frá ársbyrjun 2017, verður lögð niður í núverandi mynd frá og með 28. október nk. Í staðinn verður einungis lögð áhersla á upplýsingamiðlun á rafrænu formi.
Við Reykjavíkurhöfn
10.09.2018
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019.
Á Austurvelli
06.09.2018
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum og í Reykjavík eru þeir sem búa í Grafarholti, Laugardal, í Hlíðum, við Kringlu og í miðborginni hvað jákvæðastir. Um 74% svarenda sögðust mjög eða fremur jákvæð gagnvart ferðamönnum.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs flutti ávarp þegar átakið Göngum í skólann var sett í Ártúnsskóla.
05.09.2018
Verkefnið Göngum í skólann hófst í dag og er nú haldið í tólfta sinn hér á landi. Átakið var sett í Ártúnsskóla í morgun en það stendur fram til 10. október.