Mannlíf

Rafreiðhjól létta stigið
15.03.2018
Reykjavíkurborg ætlar í sumar að lána áhugasömum einstaklingum rafreiðhjól í 5 – 6 vikur til að komast ferða sinna.  Með þessu framtaki vill borgin hvetja fólk til umhverfisvænni ferðavenja.
Sýningarlok í Hafnarhúsi: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar
14.03.2018
Síðasti dagur sýningarinnar D32 Heildin er alltaf minni en hlutar hennar eftir Pál Hauk Björnsson er sunnudagurinn 18. mars.
Last days of the exhibition at Hafnarhús: The Whole is Always Smaller than its Parts
14.03.2018
The last day of the exhibition D32 The Whole is Always Smaller than its Parts by Páll Haukur Björnsson is Sunday 18 March.
Njarðarskjöldur 2017
13.03.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaunin Njarðarskjöld og Freyjusóma við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis í dag. Um er að ræða hvatningarverðlaun þar sem útnefnd er ferðamannaverslun ársins og  er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands skrifa undir samstarfssamning.
13.03.2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning.
Frá HönnunarMars
12.03.2018
HönnunarMars fer fram í tíunda sinn dagana 15. – 18. mars 2018. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.
Þúfan
12.03.2018
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Vestnorræna höfuðborgasjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að efla skilning og samvinnu milli kjörinna fulltrúa og íbúa í Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn og styðja ýmsa starfsemi í þessu skyni, fyrst og fremst á sviði menningarmála.  
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hélt erindi um vændi, mansal og nektarstaðir á Íslandi
09.03.2018
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar verður haldinn þriðjudaginn 13. mars nk. klukkan 14.00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, setur Gamma Reykjavíkurskákmótið í Hörpu
08.03.2018
GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2018 stendur nú sem hæst í Hörpu en mótið er einnig minningarmót um Bobby Fischer fyrrum heimsmeistara í skák.
Hugmyndagleði í Reykjavík
08.03.2018
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is stendur yfir og hafa nú þegar yfir 200 hugmyndir skilað sér á vefinn. Áhersla er í ár lögð á aukið samráð við höfunda hugmynda meðan á hugmyndasöfnuninni stendur til að útfæra þær betur í sátt við hugmyndasmiði.