Fjármál

Hugmyndasöfnun hefst 27. febrúar
20.02.2018
Hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt hefst í næstu viku, 27. febrúar og stendur til 20. mars.  Allir geta sett hugmyndir á sérútbúinn vef á þessum tíma. Í framhaldinu verður svo unnið úr hugmyndum og þeim stillt upp fyrir kosningu meðal íbúa í október. Verkefnin sem kosin verða í ár koma til framkvæmda á næsta ári.
""
26.01.2018
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2018 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111.
Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins
26.01.2018
Reykjavíkurborg fjárfestir í innviðum og þjónustu fyrir 18 milljarða á þessu ári, sem er það mesta á einu ári í sögu borgarinnar. Á næstu fimm árum mun borgin fjárfesta í innviðum fyrir 70 milljarða. Sé horft til samstæðu Reykjavíkurborgar nemur fjárfesting næstu ára 226 milljörðum næstu fimm árin. Þessar upplýsingar komu fram í kynningu á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Borgin greiðir lífeyrisskuldbindingar upp á tæpa 15 milljarða. Ráðhús Reykjavíkur.
09.01.2018
Reykjavíkurborg greiddi Brú lífeyrissjóði 14, 6 milljarða króna síðasta virka dag nýliðins árs til að gera upp áfallnar lífeyrisskuldbindingar upp á 3,5 milljarða og áætlaðar framtíðarskuldbindingar upp á 10 milljarða auk framlags í varúðarsjóð upp á einn milljarð.
Davíð Gíslason, framkvæmdastjóri Momentum og Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, handsala samninginn.
06.12.2017
Momentum greiðsluþjónusta ehf. og Gjaldheimtan ehf. voru lægstbjóðendur í útboði Reykjavíkurborgar um innheimtuþjónustu til næstu 5 ára eða 2018 - 2022 og í dag var skrifað undir samning við félögin um þessa þjónustu.
Frá borgarstjórn í dag.  Mynd: Reykjavíkurborg.
05.12.2017
Borgarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag tillögu um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar.  
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg.
05.12.2017
Gjaldfrjáls námsgögn, lengdur opnunartími sundlauga og fallturn í Fjölskyldugarðinn meðal þess sem samþykkt var milli umræðna.  
Reykjavíkurtjörn og Iðnó séð frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg
07.11.2017
Sókn í skóla- og velferðarmálum – mikil uppbygging innviða og lækkun fasteignagjalda samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018  og fimm ára áætlun 2018- 2022.
Reykjavíkurtjörn séð frá Ráðhúsinu. Mynd: Reykjavíkurborg.
26.10.2017
Í borgarráði í morgun var lögð fram tillaga borgarstjóra um að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði úr 0,2% í 0,18% af fasteignamati. Þá voru samþykktir auknir afslættir af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum til eldri borgara og öryrkja sem mið taka af tekjum þeirra.
Stúdentaíbúðir í Brautarholti. Mynd: Reykjavíkurborg
05.10.2017
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.