| Reykjavíkurborg

Fjármál

Verslunar- og þjónustukjarni í efra Breiðholti.
29.06.2018
Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi fasteignirnar að Arnabakka 2-6 í Neðra Breiðholti og Völvufell 11 og 13 – 21. Reykjavíkurborg hyggst endurlífga þessa hverfiskjarna en jafnframt breyta deiliskipulagi á reitunum.
Harpa Ólafsdóttir.
08.06.2018
Reykjavíkurborg hefur ráðið Hörpu Ólafsdóttur í starf deildarstjóra kjaradeildar á fjármála­skrifstofu Reykjavíkurborgar sem jafnframt er formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar.
Loftmynd af Reykjavík.
24.05.2018
Þriggja mánaða óendurskoðað uppgjör Reykjavíkurborgar var lagt fram í borgarráði í morgun. A-hluti borgarinnar skilar 2,6 milljarða króna afgangi.
Myndin sýnir súlurit með tölum um rekstur Reykjavíkurborgar frá 1998 - 2017,
15.05.2018
Seinni umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 fór fram í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Ársreikningurinn var samþykktur en útkoma hans er mjög jákvæð fyrir Reykjavíkurborg þar sem samstæða borgarinnar skilaði 28 milljarða hagnaði
Ráðhús Reykjavíkur á fallegum sumardegi.
08.05.2018
Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fer fram í borgarstjórn Reykjavíkur í dag og hefst fundurinn kl. 14:00. Ársreikningurinn verður síðan borinn upp til samþykktar eftir síðari umræðu 15. maí næstkomandi.
Frá útboðsfundi á föstudag
08.05.2018
Tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal voru opnuð á föstudag að viðstöddum bjóðendum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, sem staðfestu eða féllu frá boði sínu. Boð bárust í byggingarrétt á öllum lóðum nema fimm. Borgarráð úthlutar lóðum og eru því niðurstöður útboðsins háðar samþykki þess.
Babúskur sem bæði er maður og kona.
04.05.2018
Hvernig útrýmum við kynbundnum launamun? Er málþing á vegum borgarinnar, sem haldið verður þriðjudaginn 8. maí nk. í Tjarnarsal ráðhússins. Málþingið hefst klukkan hálfníu með léttri morgunhressingu.
Reykjavíkurtjörn og ráðhúsið.
26.04.2018
Samstæða Reykjavíkurborgar skilar 28 milljarða afgangi og borgarsjóður fimm milljörðum króna  
Hugmyndasöfnun hefst 27. febrúar
20.02.2018
Hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt hefst í næstu viku, 27. febrúar og stendur til 20. mars.  Allir geta sett hugmyndir á sérútbúinn vef á þessum tíma. Í framhaldinu verður svo unnið úr hugmyndum og þeim stillt upp fyrir kosningu meðal íbúa í október. Verkefnin sem kosin verða í ár koma til framkvæmda á næsta ári.
Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins
26.01.2018
Reykjavíkurborg fjárfestir í innviðum og þjónustu fyrir 18 milljarða á þessu ári, sem er það mesta á einu ári í sögu borgarinnar. Á næstu fimm árum mun borgin fjárfesta í innviðum fyrir 70 milljarða. Sé horft til samstæðu Reykjavíkurborgar nemur fjárfesting næstu ára 226 milljörðum næstu fimm árin. Þessar upplýsingar komu fram í kynningu á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.