Yfirlýsing vegna sjálfstætt starfandi leikskólans Sælukots

Skóli og frístund

""

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um leikskólann Sælukot eftirfarandi komið á framfæri: 

Sælukot er sjálfstætt starfandi leikskóli á vegum samtakanna Ananda Marga og sækja foreldrar um leikskólavist í skólanum án aðkomu Reykjavíkurborgar. Rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg sem og gagnvart börnum og foreldrum leikskólans. Það er því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða þegar upp koma einstaka mál eða athugasemdir gagnvart starfsemi leikskólans. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Tekið er fram að Reykjavíkurborg á ekki aðkomu að starfssambandi leikskólans við starfsfólks hans.

Skóla- og frístundasvið fer með lögbundið eftirlit með starfsemi leikskólans og eftirlit með efndum þjónustusamningsins sem í gildi er við leikskólann.

Komi fram vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum gengur Reykjavíkurborg úr skugga um hvort rétt sé og sér til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf.

Skóla- og frístundasvið getur ekki tjáð sig um málefni einstaklinga en staðfestir að borist hafa kvartanir og ábendingar vegna leikskólans Sælukots og er brugðist við þeim til samræmis við tilefni hverju sinni, ýmist með bréfum, fundum eða eftirliti og í kjölfarið með tilmælum og kröfu um að gerðar verði úrbætur á því sem talið er ábótavant.

Framkvæmt var ytra mat árið 2017 og má hér sjá skýrslu vegna matsins.