Yfirlýsing íslenskra fyrirtækja afhent í París

Stjórnsýsla Umhverfi

""
Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson afhenti í dag sameiginlega yfirlýsingu 104 íslenskra fyrirtækja og stofnana í samstarfi við Festu miðstöð um samfélagsábyrgð.
 
Fulltrúi loftslagsnefndar SÞ tók við yfirlýsingunni þar sem kemur fram að fyrirtækin skuldbindi sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang og mæla árangur til reglulegrar birtingar.
 
Í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kom fram að samstarf á breiðum grundvelli er mikilvægt  til þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Yfirlýsingin hafi vakið mikla athygli meðal loftslagsnefndar SÞ sem hefur fjallað um málið á undanförnum dögum. Innan íslenskra fyrirtækja sé mikil þekking á umhverfis- og loftslagsmálum og er tilgangur yfirlýsingarinnar ekki síður að þau deili þeirri góðri reynslu sem þar býr.

Nick Nuttall talsmaður og yfirmaður upplýsingasviðs UNFCC þakkaði fyrir yfirlýsinguna og sagði bæði mikilvægt og ánægjuefni að íslensk fyrirtæki bættust í vaxandi hóp fyrirtækja um allan heim sem ætla með makvissum hætti leggja sitt af mörkum til að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar.
 

Nánari upplýsingar: